Arnar Þór: Verðum að virða stigið sem við fengum Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2022 21:35 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, var svekktur en á sama tíma sáttur við stigið. Vísir/Getty Arnar Þór Viðarsson sá glasið frekar hálffullt en tómt þegar hann ræddi við Viaplay eftir jafntefli Íslands og Ísraels í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. „Fyrst og fremst fannst mér leikskipulagið sem við settum upp fyrir þennan virka afar vel. Þeir eru með snögga og léttleikandi leikmenn sem erfitt er að eiga við. Við gerðum það hins vegar heilt yfir vel að mínu mati," sagði Arnar Þór. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent undir og við áttum góða kafla bæði undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun seinni hálfleiks. Við fengum bæði færi og upphlaup til þess að skora fleiri mörk, til að mynda Þórir Jóhann. Bæði ég og leikmenn liðsins erum svekktir með að hafa ekki náð í sigur en þegar litið er til þess að þeir fengu góð færi undir lok leiksins held ég að við verðum að virða stigið," sagði hann þar að auki. „Brynjar Ingi meiddist á kálfa í fyrri hálfleik og þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik. Það sást í fyrra markinu að Brynjar Ingi var ekki alveg heill og þar af leiðandi tókum við hann af velli," sagði Arnar Þór um ástæðu þess að Brynjar Ingi Bjarnason þurfti að fara af velli í hálfleik. Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska liðinu en liðið fær Albaníu í heimsókn í Laugardalinn á mánudaginn kemur. „Við erum með stóran hóp af leikmönnum á svipuðum stað á ferlinum og með svipaða styrkleika. Það getur vel verið að við sjáum ný nöfn í byrjunarliðinu þegar við mætum Albaníu á mánudaginn kemur," sagði þjálfarinn inntur að því hvort að breytinga væri að vænta á liðsskipan Íslands á milli leikja. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Fyrst og fremst fannst mér leikskipulagið sem við settum upp fyrir þennan virka afar vel. Þeir eru með snögga og léttleikandi leikmenn sem erfitt er að eiga við. Við gerðum það hins vegar heilt yfir vel að mínu mati," sagði Arnar Þór. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent undir og við áttum góða kafla bæði undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun seinni hálfleiks. Við fengum bæði færi og upphlaup til þess að skora fleiri mörk, til að mynda Þórir Jóhann. Bæði ég og leikmenn liðsins erum svekktir með að hafa ekki náð í sigur en þegar litið er til þess að þeir fengu góð færi undir lok leiksins held ég að við verðum að virða stigið," sagði hann þar að auki. „Brynjar Ingi meiddist á kálfa í fyrri hálfleik og þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik. Það sást í fyrra markinu að Brynjar Ingi var ekki alveg heill og þar af leiðandi tókum við hann af velli," sagði Arnar Þór um ástæðu þess að Brynjar Ingi Bjarnason þurfti að fara af velli í hálfleik. Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska liðinu en liðið fær Albaníu í heimsókn í Laugardalinn á mánudaginn kemur. „Við erum með stóran hóp af leikmönnum á svipuðum stað á ferlinum og með svipaða styrkleika. Það getur vel verið að við sjáum ný nöfn í byrjunarliðinu þegar við mætum Albaníu á mánudaginn kemur," sagði þjálfarinn inntur að því hvort að breytinga væri að vænta á liðsskipan Íslands á milli leikja.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira