Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 14:31 Gauff ritar skilaboðin á sjónvarpsmyndavél í París í gær. Tim Clayton/Corbis via Getty Images Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. Gauff lagði hina ítölsku Martinu Trevisan í undanúrslitum mótsins í gær og tryggði sér þannig í úrslitaviðureign í einliðaleik á Opna franska í fyrsta skipti. Þar bíður hennar strembið verkefni er hún tekst á við hina pólsku Igu Swiatek, sem er efst á heimslistanum. Eftir sigur gærdagsins greip Gauff í tússpenna og skrifaði skilaboð á sjónvarpsmyndavél. Þar sagði: „Friður. Bindum enda á skotárásir.“ Hávært ákall hefur verið eftir breytingum á byssulöggjöf vestanhafs eftir að 19 börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Þá voru þrír starfsmenn og einn sjúklingur á sjúrkahúsi í Oklahoma drepin í skotárás í gær. „Ég vaknaði í morgun og sá að það var önnur skotárás og hugsaði hvað þetta er brenglað,“ sagði Gauff í viðtali eftir keppni gærdagsins. „Mér fannst rétt að gera þetta í augnablikinu. Vonandi skilar þetta sér til fólksins sem með valdið fer, og verði til breytinga.“ Skilaboðin sem Gauff ritaði á vélina.Tim Clayton/Corbis via Getty Images Íþróttafólk eigi að láta í sér heyra Gauff er á meðal fjölda íþróttafólks sem hefur kallað eftir breytingum eftir árásina í síðustu viku. Þar má meðal annars nefna LeBron James, Serenu Williams, Naomi Osaka og Colin Kaepernick. „Mér finnst við oft skilgreind innan þröngs ramma og fólk segi að aðskilja eigi íþróttir og pólitík. Ég er sammála að vissu leyti, en á sama tíma er ég fyrst og fremst manneskja, fremur en tenniskona,“ segir Gauff. „Auðvitað er mér ekki sama um þessi mál og mun láta í mér heyra. Ef eitthvað er, þá gefa íþróttirnar manni þetta sviðljós, sem gefur færi á að ná til fleira fólks.“ Gauff keppir til úrslita á Opna franska gegn Igu Swiatek á laugardag. Gauff er aðeins 18 ára gömul og er sú yngsta til að keppa til úrslita á mótinu frá Kim Clijsters sem komst í úrslit 2001. Verkefnið er ærið þar sem Swiatek hefur unnið síðustu 34 leiki sína í röð og fagnað sigri á síðustu fimm mótum. Tveir úrslitaleikir bíða Gauff á Roland Garros-vellinum um helgina en hún tryggði sér sæti í úrslitum í tvíliðaleik með sigri í undanúrslitum í dag. Þar unnu þær Gauff og landa hennar Jessica Pegula 6-4 7-6 (7-4) sigur á Madison Keys og Taylor Townsend, sem einnig eru frá Bandaríkjunum. Gauff vakti fyrst athygli árið 2019 þegar hún komst í 16 manna úrslit á Wimbledon-mótinu í Englandi, aðeins 15 ára gömul. Hún hefur unnið fjóra titla á ferlinum en leitar enn síns fyrsta risatitilins, sem hún hefur aldrei verið eins nálægt og nú. Tennis Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Sjá meira
Gauff lagði hina ítölsku Martinu Trevisan í undanúrslitum mótsins í gær og tryggði sér þannig í úrslitaviðureign í einliðaleik á Opna franska í fyrsta skipti. Þar bíður hennar strembið verkefni er hún tekst á við hina pólsku Igu Swiatek, sem er efst á heimslistanum. Eftir sigur gærdagsins greip Gauff í tússpenna og skrifaði skilaboð á sjónvarpsmyndavél. Þar sagði: „Friður. Bindum enda á skotárásir.“ Hávært ákall hefur verið eftir breytingum á byssulöggjöf vestanhafs eftir að 19 börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Þá voru þrír starfsmenn og einn sjúklingur á sjúrkahúsi í Oklahoma drepin í skotárás í gær. „Ég vaknaði í morgun og sá að það var önnur skotárás og hugsaði hvað þetta er brenglað,“ sagði Gauff í viðtali eftir keppni gærdagsins. „Mér fannst rétt að gera þetta í augnablikinu. Vonandi skilar þetta sér til fólksins sem með valdið fer, og verði til breytinga.“ Skilaboðin sem Gauff ritaði á vélina.Tim Clayton/Corbis via Getty Images Íþróttafólk eigi að láta í sér heyra Gauff er á meðal fjölda íþróttafólks sem hefur kallað eftir breytingum eftir árásina í síðustu viku. Þar má meðal annars nefna LeBron James, Serenu Williams, Naomi Osaka og Colin Kaepernick. „Mér finnst við oft skilgreind innan þröngs ramma og fólk segi að aðskilja eigi íþróttir og pólitík. Ég er sammála að vissu leyti, en á sama tíma er ég fyrst og fremst manneskja, fremur en tenniskona,“ segir Gauff. „Auðvitað er mér ekki sama um þessi mál og mun láta í mér heyra. Ef eitthvað er, þá gefa íþróttirnar manni þetta sviðljós, sem gefur færi á að ná til fleira fólks.“ Gauff keppir til úrslita á Opna franska gegn Igu Swiatek á laugardag. Gauff er aðeins 18 ára gömul og er sú yngsta til að keppa til úrslita á mótinu frá Kim Clijsters sem komst í úrslit 2001. Verkefnið er ærið þar sem Swiatek hefur unnið síðustu 34 leiki sína í röð og fagnað sigri á síðustu fimm mótum. Tveir úrslitaleikir bíða Gauff á Roland Garros-vellinum um helgina en hún tryggði sér sæti í úrslitum í tvíliðaleik með sigri í undanúrslitum í dag. Þar unnu þær Gauff og landa hennar Jessica Pegula 6-4 7-6 (7-4) sigur á Madison Keys og Taylor Townsend, sem einnig eru frá Bandaríkjunum. Gauff vakti fyrst athygli árið 2019 þegar hún komst í 16 manna úrslit á Wimbledon-mótinu í Englandi, aðeins 15 ára gömul. Hún hefur unnið fjóra titla á ferlinum en leitar enn síns fyrsta risatitilins, sem hún hefur aldrei verið eins nálægt og nú.
Tennis Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Sjá meira