Breytingin er sögð liður í endurmarkaðssetningu landsins sem vill aðskilja sig frá fuglinum sem ber sama nafn á ensku, kalkúninum.
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir breytingarnar taka gildi frá og með viðtöku beiðninnar.
Í desember 2021, fyrirskipaði Erdoğan, forseti landsins, að notkun Türkiye yrði skyldubundin. Þannig eru útfluttar vörur landsins merktar “Made in Türkiye” í stað “Made in Turkey“.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem land endurmarkaðssetur sig með þessum hætti en árið 2016 lagði Tékkland fram beiðni um nafnabreytingu þar sem lagt var til að nafnið Czechia skyldi notað í stað Czech Republic. Það nafn hefur ekki fest sig almennilega í sessi og ekki víst að hið nýja tyrkneska nafn Türkiye muni gera það heldur.