Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Eiður Þór Árnason skrifar 3. júní 2022 16:31 Valmöguleikum valkvíðinna foreldra fjölgar ört. Getty/KatarzynaBialasiewicz Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Meðal skilyrða fyrir samþykki eiginnafna eru að þau geti tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í íslensku máli, þau brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og séu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Þá mega eiginnöfn ekki eiga á hættu á að vera nafnbera til ama að mati mannanafnanefndar. Millinöfn skulu dregin af íslenskum orðstofnum eða hafa áunnið sér hefð í íslensku máli en mega ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna eru ekki heimil sem millinöfn og þá mega millinöfn ekki heldur vera nafnbera til ama. Nýjustu úrskurðir mannanafnanefndar hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt á fundi nefndarinnar þann 24. maí Eiginnafnið Sæmey (kvk.) Eiginnafnið Þórunnbjörg (kvk.) Eiginnafnið Fævý (kvk.) Eiginnafnið Stinne (kvk.) Eiginnafnið Jökli (kk.) Eiginnafnið Vin (kvk.) Eiginnafnið Emmi (kk.) Millinafnið Skipstað Eiginnafnið Omel (kk.) Eiginnafnið Esi (kk.) Eiginnafnið Hlýja (kvk.) Eiginnafnið Jónborg (kvk.) Eiginnafnið Jonna (kvk.) Eiginnafnið Sprettur (kk.) Eiginnafnið Adele (kvk.) Eiginnafnið Kenya (kvk.) Eiginnafnið Ray (kk.) Eiginnafnið Klöpp (kvk.) Eftirfarandi nöfnum var hafnað Eiginnafnið Ísjak (kk.) Eiginnafnið Senjor (kk.) Brjóti í bága við íslenskt málkerfi Hvort sem nafnið Ísjak er ný ritmynd rótgróna nafnsins Ísak, samanber rökstuðning umsækjanda, eða samsett úr orðinu ís og stofnmyndinni jak samræmist nafnið að mati mannanafnanefndar ekki því skilyrði að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Því var aðeins hægt samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því en nafnið birtist hvorki í þjóðskrá né manntölum frá 1703-1920. Var nafninu því hafnað. Í tilfelli Senjor reyndi á það skilyrði að eiginnafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Eiginnafnið Senjor er samhljóða spænska orðinu senjor, sem merkir herra á íslensku. Fram kemur í úrskurði mannanafnanefndar að ekki sé hefð fyrir því að ávarpsorð, innlend eða erlend, eins og frú, fröken eða herra séu notuð sem eiginnöfn í íslensku. Taldi mannanafnanefnd ljóst, miðað við hefðir íslensks máls, að mannanöfn af þessu tagi væru ekki í samræmi við þær reglur sem unnið hafi sér hefð í íslensku máli. Þannig væri aðeins unnt að fallast á nafnið ef það hefði áunnið sér hefð í íslensku máli. Niðurstaða nefndarinnar var sú að svo væri ekki. Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10 Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51 Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Meðal skilyrða fyrir samþykki eiginnafna eru að þau geti tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í íslensku máli, þau brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og séu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Þá mega eiginnöfn ekki eiga á hættu á að vera nafnbera til ama að mati mannanafnanefndar. Millinöfn skulu dregin af íslenskum orðstofnum eða hafa áunnið sér hefð í íslensku máli en mega ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna eru ekki heimil sem millinöfn og þá mega millinöfn ekki heldur vera nafnbera til ama. Nýjustu úrskurðir mannanafnanefndar hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt á fundi nefndarinnar þann 24. maí Eiginnafnið Sæmey (kvk.) Eiginnafnið Þórunnbjörg (kvk.) Eiginnafnið Fævý (kvk.) Eiginnafnið Stinne (kvk.) Eiginnafnið Jökli (kk.) Eiginnafnið Vin (kvk.) Eiginnafnið Emmi (kk.) Millinafnið Skipstað Eiginnafnið Omel (kk.) Eiginnafnið Esi (kk.) Eiginnafnið Hlýja (kvk.) Eiginnafnið Jónborg (kvk.) Eiginnafnið Jonna (kvk.) Eiginnafnið Sprettur (kk.) Eiginnafnið Adele (kvk.) Eiginnafnið Kenya (kvk.) Eiginnafnið Ray (kk.) Eiginnafnið Klöpp (kvk.) Eftirfarandi nöfnum var hafnað Eiginnafnið Ísjak (kk.) Eiginnafnið Senjor (kk.) Brjóti í bága við íslenskt málkerfi Hvort sem nafnið Ísjak er ný ritmynd rótgróna nafnsins Ísak, samanber rökstuðning umsækjanda, eða samsett úr orðinu ís og stofnmyndinni jak samræmist nafnið að mati mannanafnanefndar ekki því skilyrði að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Því var aðeins hægt samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því en nafnið birtist hvorki í þjóðskrá né manntölum frá 1703-1920. Var nafninu því hafnað. Í tilfelli Senjor reyndi á það skilyrði að eiginnafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Eiginnafnið Senjor er samhljóða spænska orðinu senjor, sem merkir herra á íslensku. Fram kemur í úrskurði mannanafnanefndar að ekki sé hefð fyrir því að ávarpsorð, innlend eða erlend, eins og frú, fröken eða herra séu notuð sem eiginnöfn í íslensku. Taldi mannanafnanefnd ljóst, miðað við hefðir íslensks máls, að mannanöfn af þessu tagi væru ekki í samræmi við þær reglur sem unnið hafi sér hefð í íslensku máli. Þannig væri aðeins unnt að fallast á nafnið ef það hefði áunnið sér hefð í íslensku máli. Niðurstaða nefndarinnar var sú að svo væri ekki.
Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10 Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51 Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34
Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10
Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51
Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22