Apple þarf að breyta hleðslutengjum fyrir 2024 Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2022 13:09 Apple hefur notað Lightning-tengi (t.v.) en þarf nú að skipta yfir í USB-C (t.h.) í Evrópu innan tveggja ára. Vísir/Getty Evrópusambandið og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um að snjalltæki þurfi að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Samkomulagið þýðir að tæknirisinn Apple þarf að breyta hleðslutengjum í snjalltækjum sínum í Evrópu. Meira en áratugur er liðinn frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjaði fyrst að leggja áherslu á að aðeins ein tegund af hleðslutengjum væri fyrir snjalltæki. Raftækjaframleiðendum hefur hins vegar ekki tekist að ná saman um hvaða tegund skuli nota. Apple-tæki hafa svonefnd Lightning-tengi en Android-tæki hafa USB-C-tengi. Samkvæmt tölum ESB voru 29% snjallsíma sem voru seldir árið 2018 með USB-C-tengi, 21% með Lightning-tengi og helmingurinn með eldra USB-B-tengi. Með samkomulaginu sem var kynnt í dag þurfa öll snjalltæki að hafa USB-C-tengi, þar á meðal snjallsímar, spjaldtölvur og myndavélar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þannig dugar eigendum tækjanna að eiga eina hleðslusnúru í stað þess að þurfa halda utan um nokkrar fyrir mismunandi raftæki heimilisins með tilheyrandi ergelsi. Thierry Breton, iðnaðarmálastjóri ESB, segir að breytingin eigi að spara evrópskum neytendum um 250 milljónir evra, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Markmið nýju reglnanna er einnig að draga úr rafeindaúrgangi í Evrópu. Evrópuþingið segir að samkomulagið eigi að tryggja að USB-C verði ráðandi fyrir alla snjallsíma, spjaldtölvur og myndavélar innan Evrópusambandsins fyrir haustið 2024. Önnur smærri raftæki eins og lesbretti, heyrnartól, ferðaleikjatölvur og ferðahátalarar þurfa einnig að hafa USB-C-tengi. Nýju reglurnar munu á endanum einnig ná yfir fartölvur en framleiðendur þeirra fá lengri frest til að aðalgast breytingunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Apple Evrópusambandið Tækni Tengdar fréttir Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Meira en áratugur er liðinn frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjaði fyrst að leggja áherslu á að aðeins ein tegund af hleðslutengjum væri fyrir snjalltæki. Raftækjaframleiðendum hefur hins vegar ekki tekist að ná saman um hvaða tegund skuli nota. Apple-tæki hafa svonefnd Lightning-tengi en Android-tæki hafa USB-C-tengi. Samkvæmt tölum ESB voru 29% snjallsíma sem voru seldir árið 2018 með USB-C-tengi, 21% með Lightning-tengi og helmingurinn með eldra USB-B-tengi. Með samkomulaginu sem var kynnt í dag þurfa öll snjalltæki að hafa USB-C-tengi, þar á meðal snjallsímar, spjaldtölvur og myndavélar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þannig dugar eigendum tækjanna að eiga eina hleðslusnúru í stað þess að þurfa halda utan um nokkrar fyrir mismunandi raftæki heimilisins með tilheyrandi ergelsi. Thierry Breton, iðnaðarmálastjóri ESB, segir að breytingin eigi að spara evrópskum neytendum um 250 milljónir evra, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Markmið nýju reglnanna er einnig að draga úr rafeindaúrgangi í Evrópu. Evrópuþingið segir að samkomulagið eigi að tryggja að USB-C verði ráðandi fyrir alla snjallsíma, spjaldtölvur og myndavélar innan Evrópusambandsins fyrir haustið 2024. Önnur smærri raftæki eins og lesbretti, heyrnartól, ferðaleikjatölvur og ferðahátalarar þurfa einnig að hafa USB-C-tengi. Nýju reglurnar munu á endanum einnig ná yfir fartölvur en framleiðendur þeirra fá lengri frest til að aðalgast breytingunum, að sögn AP-fréttastofunnar.
Apple Evrópusambandið Tækni Tengdar fréttir Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21