Myndband: Fyrstu myndir af Polestar 3 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júní 2022 07:02 Polestar 3. Rafbílaframleiðandinn Polestar opinberaði nýlega fyrstu myndina af væntanlegum Polestar 3. Rafjeppling sem ætlað er að auka vöxt og markaðshlutdeild Polestar, sérstaklega í Bandaríkjunum. Með yfirlýsingu um heimsfrumsýningu birti Polestar nýtt myndband og fyrstu opinbera myndin af bílnum. „Polestar 3 er jeppinn fyrir rafmagnsöldina. Hönnunareinkenni okkar þróast með þessum hágæða, stóra, rafmagnsjeppa, með sterkan, einkennandi karakter vörumerkisins,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Með þessum bíl innleiðum við „sport“ aftur í jeppann, trú stefnu okkar um afburða aksturseiginleika.“ Thomas Ingenlath bætir við: "Þetta er stór áfangi fyrir fyrirtækið okkar, eykur vaxtarhraðann og færir okkur í átt að næsta áfanga." Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu. Polestar stefnir að því að setja nýjan bíl á markað á hverju ári næstu þrjú árin, frá og með Polestar 3, og stefnir á að fjölga alþjóðlegum mörkuðum sem það starfar á í 30 fyrir árslok 2023. Þetta styður áætlanir Polestar um að tífalda sölu á heimsvísu frá um það bil 29.000 bílum árið 2021 í um 290.000 bíla í lok árs 2025. Vistvænir bílar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent
Með yfirlýsingu um heimsfrumsýningu birti Polestar nýtt myndband og fyrstu opinbera myndin af bílnum. „Polestar 3 er jeppinn fyrir rafmagnsöldina. Hönnunareinkenni okkar þróast með þessum hágæða, stóra, rafmagnsjeppa, með sterkan, einkennandi karakter vörumerkisins,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Með þessum bíl innleiðum við „sport“ aftur í jeppann, trú stefnu okkar um afburða aksturseiginleika.“ Thomas Ingenlath bætir við: "Þetta er stór áfangi fyrir fyrirtækið okkar, eykur vaxtarhraðann og færir okkur í átt að næsta áfanga." Thomas Ingenlath með Polestar 2 og gyllta stýrinu. Polestar stefnir að því að setja nýjan bíl á markað á hverju ári næstu þrjú árin, frá og með Polestar 3, og stefnir á að fjölga alþjóðlegum mörkuðum sem það starfar á í 30 fyrir árslok 2023. Þetta styður áætlanir Polestar um að tífalda sölu á heimsvísu frá um það bil 29.000 bílum árið 2021 í um 290.000 bíla í lok árs 2025.
Vistvænir bílar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent