Fimm mánuðir fyrir hálfrar milljónar dósasvindl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2022 10:41 Dómurinn féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt fyrrverandi starfsmann Endurvinnslunnar á Akureyri í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, í júní og júlí á síðasta ári, falsað móttökuseðla fyrir drykkjarumbúðir. Maðurinn var þá starfsmaður Endurvinnslunnar á Akureyri. Var honum gefið að sök að hafa farið með hina fölsuðu móttökuseðla í greiðsluvél fyrir viðskiptavini og fengið fjármuni millifærða inn á eigin reikning. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra má sjá að maðurinn tók út lágar upphæðir í hvert skipti, minnst 832 krónur en mest 13.014 krónur, stundum nokkrum sinnum á dag yfir tæplega tveggja mánaða tímabil. Alls hafði maðurinn 502.216 krónur upp á krafsinu sem samsvarar skilagjaldi fyrir tæplega 28 þúsund flöskur sé miðað við núverandi skilagjald sem er 18 krónur, en var 16 krónur fyrir 1. júlí á síðasta ári. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og að um væri að ræða fimmtu ítrekun auðgunarbrots mannsins. Leit dómurinn einnig til þess að fyrir lægi vottorð um góða hegðun mannsins á Kvíabryggju. Var maðurinn því dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna málsins. Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið. 29. september 2021 11:27 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, í júní og júlí á síðasta ári, falsað móttökuseðla fyrir drykkjarumbúðir. Maðurinn var þá starfsmaður Endurvinnslunnar á Akureyri. Var honum gefið að sök að hafa farið með hina fölsuðu móttökuseðla í greiðsluvél fyrir viðskiptavini og fengið fjármuni millifærða inn á eigin reikning. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra má sjá að maðurinn tók út lágar upphæðir í hvert skipti, minnst 832 krónur en mest 13.014 krónur, stundum nokkrum sinnum á dag yfir tæplega tveggja mánaða tímabil. Alls hafði maðurinn 502.216 krónur upp á krafsinu sem samsvarar skilagjaldi fyrir tæplega 28 þúsund flöskur sé miðað við núverandi skilagjald sem er 18 krónur, en var 16 krónur fyrir 1. júlí á síðasta ári. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn á að baki nokkurn sakaferil og að um væri að ræða fimmtu ítrekun auðgunarbrots mannsins. Leit dómurinn einnig til þess að fyrir lægi vottorð um góða hegðun mannsins á Kvíabryggju. Var maðurinn því dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna málsins.
Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið. 29. september 2021 11:27 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið. 29. september 2021 11:27