Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Maðurinn var á ferð með eiginkonu sinni í stærri hópi í skipulagðri ferð. Björgunarsveitir á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum voru kallaðar út vegna slyssins auk viðbragðshópa sjúkraflutningamanna og lögreglu.
Einnig kemur fram í tilkynningu lögreglunnar að verið sé að kalla eftir aðstoð áfallateymis Rauða krossins til að hlúa að fólki úr hópnum.
Rannsókn slyssins og á tildrögum þess er hafin en að sögn Odds Árnasonar hjá lögreglunnar á Suðurlandi er ekki að vænta frekari upplýsinga af málinu fyrr en á morgun.