Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2022 06:16 Neyðarstiginu var aflétt stuttu eftir lendingu. Vísir/Vilhelm Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. Samkvæmt frétt RÚV tilheyrir vélin, sem var af gerðinni Airbus 320, flugfélaginu Play og voru 105 manns um borð í henni. Þar segir einnig að vandræðin hafi verið vegna eldsneytis en ekki er vitað hversu alvarleg vandræðin voru. „Vélin sendir tilkynningu um vandamál með eldsneyti. Þá fer viðbragðsáætlun af stað og kallað út rautt hættustig vegna þessara upplýsinga. Viðbragðið er í samræmi við viðbragðsáætlanir. Síðan kemur flugvélin og lendir heilu að höldnu og viðbúnaðurinn afturkallaður,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Birgir Olgeirsson, samskiptafulltrúi Play, segir að ekki hafi verið um að ræða vandamál á eldsneytinu. Hann gat þó ekki gefið upp hvers eðlis vandamálið var og segir að málið sé í rannsókn núna. Frekari upplýsinga mætti vænta seinna í dag. Í samtali við fréttastofu staðfestir varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja að tveir sjúkrabílar hafi farið á vettvang. Engin slys urðu á farþegum vélarinnar. Þegar vélin lenti var henni ekki ekið beint að flugstöðinni heldur að austurhlaði flugvallarins. Rautt neyðarstig þýðir að allir viðbragðsaðilar eru settir á hæsta viðbúnaðarstig. Sem fyrr segir var því aflétt eftir að vélinni var lent með alla farþega heila á húfi. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Samkvæmt frétt RÚV tilheyrir vélin, sem var af gerðinni Airbus 320, flugfélaginu Play og voru 105 manns um borð í henni. Þar segir einnig að vandræðin hafi verið vegna eldsneytis en ekki er vitað hversu alvarleg vandræðin voru. „Vélin sendir tilkynningu um vandamál með eldsneyti. Þá fer viðbragðsáætlun af stað og kallað út rautt hættustig vegna þessara upplýsinga. Viðbragðið er í samræmi við viðbragðsáætlanir. Síðan kemur flugvélin og lendir heilu að höldnu og viðbúnaðurinn afturkallaður,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Birgir Olgeirsson, samskiptafulltrúi Play, segir að ekki hafi verið um að ræða vandamál á eldsneytinu. Hann gat þó ekki gefið upp hvers eðlis vandamálið var og segir að málið sé í rannsókn núna. Frekari upplýsinga mætti vænta seinna í dag. Í samtali við fréttastofu staðfestir varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja að tveir sjúkrabílar hafi farið á vettvang. Engin slys urðu á farþegum vélarinnar. Þegar vélin lenti var henni ekki ekið beint að flugstöðinni heldur að austurhlaði flugvallarins. Rautt neyðarstig þýðir að allir viðbragðsaðilar eru settir á hæsta viðbúnaðarstig. Sem fyrr segir var því aflétt eftir að vélinni var lent með alla farþega heila á húfi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira