Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. júní 2022 20:00 Íris segir þetta erfiðan tíma fyrir fjölskylduna sem hafi aðstoðað aðstandendur þeirra sem hafa látist í fjörunni á síðustu árum. vísir/einar Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. Enn og aftur er sprottin upp umræða um öryggismál í Reynisfjöru eftir að ferðamaður á áttræðisaldri lést þar síðasta föstudag. Morgunblaðið hafði það eftir ráðherra ferðamála að nefnd sem hún hefði skipað í byrjun árs hefði komist að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði heimild til að láta loka stöðum sem taldir eru hættulegir. Þar var því einnig haldið fram af ferðamálastjóra Ferðamálastofu að landeigendur stæðu í vegi fyrir úrbótum á öryggismálum - eitthvað sem þeir þvertaka sjálfir fyrir að sé satt. „Að reyna að standa undir þessu núna í fjölmiðlum; að landeigendur eða við séum á móti öryggisaðgerðum er bara rosalega sárt. Þetta eru erfiðir tímar. Við erum öll af vilja gerð í samvinnu og samtal,“ segir Íris Guðnadóttir talsmaður eins af hópum landeigendanna sem búa skammt frá fjörunni. „Við búum þarna og erum þarna á hverjum degi. Móðir mín er sú sem hefur tekið utan um ekkjur þeirra sem þarna hafa farist og séð til þess að þær fari frá henni í þurrum fötum og reynir að taka utan um þær eins og hún getur,“ segir Íris. Bróðir hennar er svo björgunarsveitarmaður og ábúandi á landi í nágrenni við fjöruna. „Hann er yfirleitt alltaf fyrstur á staðinn og hefur komið að öllum fjórum dauðsföllum sem hafa orðið í Reynisfjöru frá árinu 2007. Enn ein nefndin en engar aðgerðir Íris segir að að komin hafi verið góð sátt á milli lögreglunnar á Suðurlandi og landeigenda um að setja upp ný skilti með ljósabúnaði í fjöruna sem vöruðu við því þegar hætta væri á ferð. Þetta var árið 2017. „Skiltið var tilbúið, það átti að fara að setja það upp og þá allt í einu stoppaði málið því búið var að stofna nefnd á vegum ferðamálaráðuneytisins,“ segir Íris. „Það átti að gera áhættumat og samræma aðgerðir yfir landið. Nú er þetta búið að taka eira en þrjú ár.“ Þegar ljósmyndarar Vísis litu við í Reynisfjöru í vor sáu þeir hvar tvær konur komu sér í mikla hættu með því að hafa klifrað í bergið. Aldan skall á þeim og tók aðra þeirra með sér út í sem náði sem betur fer að forða sér aftur í land.vísir/rax Síðan hefur ekki verið farið í neinar beinar aðgerðir í Reynisfjöru fyrir utan skilti sem landeigendurnir hafa sjálfir sett upp í nágrenni hennar. Ríkið hefur þó eytt 20 milljónum í að hanna ölduspákerfi sem er aðgengilegt á vef Vegagerðarinnar en hvergi nýtt annars staðar. „Og nú skilst mér að búið sé að stofna enn eina nefndina... Getum við ekki bara farið aðeins í aðgerðir?“ spyr Íris og nefnir að bæta þurfi þau skilti sem finna má í fjörunni núna og bæta merkingar enn meira. Hún vill þá að ríkið ráði eftirlitsmann til starfa í fjörunni. Spurð hvort hún telji að málið snúist um fjármagn hjá ríkinu segir Íris: „Það virðist allavega vera til nóg fjármagn í nefndir, þannig ég eiginlega bara veit það ekki.“ Því fjármagni væri betur varið í beinar aðgerðir? „Tja, hvað værum við að manna mörg stöðugildi lengi fyrir 20 milljónir?“ svarar Íris. Vill aðeins loka hluta fjörunnar þegar við á Henni þykir þá ódýrt að ríkið hafi staðið í vegi fyrir úrbótum á öryggismálum vegna þess að það hafi fyrir nokkrum árum samræma aðgerðir sem þessar um land allt en sé nú farið að viðra hugmyndir um að loka fjörunni. Til greina kemur nefnilega að loka Reynisfjöru, að minnsta kosti þegar aðstæður í henni eru sem verstar. Starfshópur sem ráðherra skipaði hefur lokið vinnu sinni sem hefur leitt það í ljós að ríkið hafi fullar lagaheimildir til að loka hættulegum stöðum, jafnvel í óþökk landeigenda. „Auðvitað óskum við eftir því að þessi þriggja ára vinna skili einhverju og að við getum þá nýtt þetta ölduspákerfi,“ segir Íris. Hún segir að aðstæður við fjöruna séu mjög misjafnar og geti breyst hratt. „Ég er alveg sammála því að þegar aðstæður eru þannig þá þarf að hefta aðgengi að Stuðlaberginu. Þegar sjórinn er kominn alveg upp við hálsanefið þá á fólk ekki að vera að klifra í Stuðlaberginu eða hlaupa fram yfir nefið til að reyna að komast inn í hellinn. Það þarf að halda fólki frá. En Reynisfjaran sjálf er ekkert hættuleg ef þú bara situr uppi í fjörunni og heldur þig fjarri,“ segir Íris sem vill þannig aðeins loka hluta fjörunnar þegar öldugangurinn er hættulegur - þvegna vilji hún mannaða gæslu. Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Enn og aftur er sprottin upp umræða um öryggismál í Reynisfjöru eftir að ferðamaður á áttræðisaldri lést þar síðasta föstudag. Morgunblaðið hafði það eftir ráðherra ferðamála að nefnd sem hún hefði skipað í byrjun árs hefði komist að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði heimild til að láta loka stöðum sem taldir eru hættulegir. Þar var því einnig haldið fram af ferðamálastjóra Ferðamálastofu að landeigendur stæðu í vegi fyrir úrbótum á öryggismálum - eitthvað sem þeir þvertaka sjálfir fyrir að sé satt. „Að reyna að standa undir þessu núna í fjölmiðlum; að landeigendur eða við séum á móti öryggisaðgerðum er bara rosalega sárt. Þetta eru erfiðir tímar. Við erum öll af vilja gerð í samvinnu og samtal,“ segir Íris Guðnadóttir talsmaður eins af hópum landeigendanna sem búa skammt frá fjörunni. „Við búum þarna og erum þarna á hverjum degi. Móðir mín er sú sem hefur tekið utan um ekkjur þeirra sem þarna hafa farist og séð til þess að þær fari frá henni í þurrum fötum og reynir að taka utan um þær eins og hún getur,“ segir Íris. Bróðir hennar er svo björgunarsveitarmaður og ábúandi á landi í nágrenni við fjöruna. „Hann er yfirleitt alltaf fyrstur á staðinn og hefur komið að öllum fjórum dauðsföllum sem hafa orðið í Reynisfjöru frá árinu 2007. Enn ein nefndin en engar aðgerðir Íris segir að að komin hafi verið góð sátt á milli lögreglunnar á Suðurlandi og landeigenda um að setja upp ný skilti með ljósabúnaði í fjöruna sem vöruðu við því þegar hætta væri á ferð. Þetta var árið 2017. „Skiltið var tilbúið, það átti að fara að setja það upp og þá allt í einu stoppaði málið því búið var að stofna nefnd á vegum ferðamálaráðuneytisins,“ segir Íris. „Það átti að gera áhættumat og samræma aðgerðir yfir landið. Nú er þetta búið að taka eira en þrjú ár.“ Þegar ljósmyndarar Vísis litu við í Reynisfjöru í vor sáu þeir hvar tvær konur komu sér í mikla hættu með því að hafa klifrað í bergið. Aldan skall á þeim og tók aðra þeirra með sér út í sem náði sem betur fer að forða sér aftur í land.vísir/rax Síðan hefur ekki verið farið í neinar beinar aðgerðir í Reynisfjöru fyrir utan skilti sem landeigendurnir hafa sjálfir sett upp í nágrenni hennar. Ríkið hefur þó eytt 20 milljónum í að hanna ölduspákerfi sem er aðgengilegt á vef Vegagerðarinnar en hvergi nýtt annars staðar. „Og nú skilst mér að búið sé að stofna enn eina nefndina... Getum við ekki bara farið aðeins í aðgerðir?“ spyr Íris og nefnir að bæta þurfi þau skilti sem finna má í fjörunni núna og bæta merkingar enn meira. Hún vill þá að ríkið ráði eftirlitsmann til starfa í fjörunni. Spurð hvort hún telji að málið snúist um fjármagn hjá ríkinu segir Íris: „Það virðist allavega vera til nóg fjármagn í nefndir, þannig ég eiginlega bara veit það ekki.“ Því fjármagni væri betur varið í beinar aðgerðir? „Tja, hvað værum við að manna mörg stöðugildi lengi fyrir 20 milljónir?“ svarar Íris. Vill aðeins loka hluta fjörunnar þegar við á Henni þykir þá ódýrt að ríkið hafi staðið í vegi fyrir úrbótum á öryggismálum vegna þess að það hafi fyrir nokkrum árum samræma aðgerðir sem þessar um land allt en sé nú farið að viðra hugmyndir um að loka fjörunni. Til greina kemur nefnilega að loka Reynisfjöru, að minnsta kosti þegar aðstæður í henni eru sem verstar. Starfshópur sem ráðherra skipaði hefur lokið vinnu sinni sem hefur leitt það í ljós að ríkið hafi fullar lagaheimildir til að loka hættulegum stöðum, jafnvel í óþökk landeigenda. „Auðvitað óskum við eftir því að þessi þriggja ára vinna skili einhverju og að við getum þá nýtt þetta ölduspákerfi,“ segir Íris. Hún segir að aðstæður við fjöruna séu mjög misjafnar og geti breyst hratt. „Ég er alveg sammála því að þegar aðstæður eru þannig þá þarf að hefta aðgengi að Stuðlaberginu. Þegar sjórinn er kominn alveg upp við hálsanefið þá á fólk ekki að vera að klifra í Stuðlaberginu eða hlaupa fram yfir nefið til að reyna að komast inn í hellinn. Það þarf að halda fólki frá. En Reynisfjaran sjálf er ekkert hættuleg ef þú bara situr uppi í fjörunni og heldur þig fjarri,“ segir Íris sem vill þannig aðeins loka hluta fjörunnar þegar öldugangurinn er hættulegur - þvegna vilji hún mannaða gæslu.
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira