Ný rammaáætlun risastórt framfaraskref Vilhjálmur Árnason skrifar 16. júní 2022 08:00 Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013. Þetta er í fjórða sinn sem Alþingi fær rammaáætlun til sín frá fjórum ráðherrum. Hér eru stigin stór framfaraskref í orkumálum og náttúruvernd. Margt hefur breyst í viðhorfum og nálgun síðan tekist var hart á um virkjanakosti fyrir um 20 árum síðan. Loftslagsváin leggur okkur ríkari skyldur á herðar að hraða orkuskiptum og nýta græna orku landsins. Það er alvöru kolefnisjöfnun. Fyrir okkur Íslendinga mun það til dæmis breyta miklu þegar samgöngur verða knúnar áfram með rafmagni í stað þess að flytja inn bensín í sama tilgangi. Þá verðum við einnig sífellt meira ónæm fyrir sveiflum á heimsmarkaðsverði olíu sem mun skila miklu en aðalatriðið er að náttúran og loftslagið græðir mest. Þetta er fyrsta rammaáætlun sem samþykkir vindorkukosti í nýtingarflokk. Það mun skipta miklu að öðlast þá þekkingu og reynslu sem Landsvirkjun fær í gegnum Búrfellslund og mun það auka nýtingu núverandi raforkukerfis og gera það enn öflugra. Samhliða því er gríðarlega mikilvægt að ný lög um rammaáætlun heimila stækkun virkjana sem eykur aflgetu núverandi virkjana. Það gefur enn betri möguleika á samnýtingu vatns-, háhita- og vindorkuvera. Betri orkumiðlun tryggir hámarksnýtingu og því um að ræða enn eitt risaskrefið í átt til framfara. Rammaáætlun heljarmikið púsl Rammaáætlun er í reynd eitt stórt púsl. Heildarmyndin þarf að taka á orkuöflun þjóðarinnar, orkuöryggi og orkumálunum almennt. Þetta snýst líka um öflugt flutningskerfi raforku, nýsköpun í orkuöflun og orkusparnaði, aukinn orkusparnað og aðra orkuöflun eins og smávirkjanir, vind, sólarorku, aukna geymslu raforku, orkustefnu, raforkulög og áfram mætti telja. Nú getum við snúið okkur að næstu skrefum, eins og að laga flutningskerfið, uppfæra áætlanir, endurskoða löggjöfina um rammaáætlun og fá næstu áfanga rammaáætlunar til Alþingis. Allt þetta skiptir máli með græna framtíð í huga. Við höfum ekki efni á að bíða lengur. Ísland leiðandi í lausninni Það er vert að staldra við þá staðreynd að heimsfjölmiðlarnir koma reglulega til Íslands í tengslum við umfjallanir sínar um loftlagsbreytingarnar. Þá er ekki fjallað um Ísland sem hluta af vandanum heldur sem leiðina að lausninni. Þar höfum við margt fram að færa á heimsvísu. Þessu mætti oftar gefa gaum en heimspressan hefur mestan áhuga á að fjalla um tækniframfarir okkar á þessu sviði, s.s. hitaveitu, vatnsafl, jarðhita, Carbfix og fleira. Stærsta hitaveita heims er ekki lengur á Íslandi heldur í Kína. Sú hitaveita var reist fyrir íslenskt hugvit og í samvinnu við okkar besta fólk. Hún kolefnisjafnar meira en allt Ísland gæti gert með því að slökkva á sér. Með samþykkt rammaáætlunar eru stigin, sem fyrr segir, stór og mikilvæg skref í náttúru- og umhverfisvernd. Með þessum skrefum erum við að auka nýtingu raforkukerfisins sem dregur úr þörfinni fyrir nýjar stórar virkjanir. Rammaáætlun er aðferðarfræði til að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndunar í sem mestri sátt og það er ferli sem ríkisstjórnin er bæði að þróa áfram og festa í sessi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013. Þetta er í fjórða sinn sem Alþingi fær rammaáætlun til sín frá fjórum ráðherrum. Hér eru stigin stór framfaraskref í orkumálum og náttúruvernd. Margt hefur breyst í viðhorfum og nálgun síðan tekist var hart á um virkjanakosti fyrir um 20 árum síðan. Loftslagsváin leggur okkur ríkari skyldur á herðar að hraða orkuskiptum og nýta græna orku landsins. Það er alvöru kolefnisjöfnun. Fyrir okkur Íslendinga mun það til dæmis breyta miklu þegar samgöngur verða knúnar áfram með rafmagni í stað þess að flytja inn bensín í sama tilgangi. Þá verðum við einnig sífellt meira ónæm fyrir sveiflum á heimsmarkaðsverði olíu sem mun skila miklu en aðalatriðið er að náttúran og loftslagið græðir mest. Þetta er fyrsta rammaáætlun sem samþykkir vindorkukosti í nýtingarflokk. Það mun skipta miklu að öðlast þá þekkingu og reynslu sem Landsvirkjun fær í gegnum Búrfellslund og mun það auka nýtingu núverandi raforkukerfis og gera það enn öflugra. Samhliða því er gríðarlega mikilvægt að ný lög um rammaáætlun heimila stækkun virkjana sem eykur aflgetu núverandi virkjana. Það gefur enn betri möguleika á samnýtingu vatns-, háhita- og vindorkuvera. Betri orkumiðlun tryggir hámarksnýtingu og því um að ræða enn eitt risaskrefið í átt til framfara. Rammaáætlun heljarmikið púsl Rammaáætlun er í reynd eitt stórt púsl. Heildarmyndin þarf að taka á orkuöflun þjóðarinnar, orkuöryggi og orkumálunum almennt. Þetta snýst líka um öflugt flutningskerfi raforku, nýsköpun í orkuöflun og orkusparnaði, aukinn orkusparnað og aðra orkuöflun eins og smávirkjanir, vind, sólarorku, aukna geymslu raforku, orkustefnu, raforkulög og áfram mætti telja. Nú getum við snúið okkur að næstu skrefum, eins og að laga flutningskerfið, uppfæra áætlanir, endurskoða löggjöfina um rammaáætlun og fá næstu áfanga rammaáætlunar til Alþingis. Allt þetta skiptir máli með græna framtíð í huga. Við höfum ekki efni á að bíða lengur. Ísland leiðandi í lausninni Það er vert að staldra við þá staðreynd að heimsfjölmiðlarnir koma reglulega til Íslands í tengslum við umfjallanir sínar um loftlagsbreytingarnar. Þá er ekki fjallað um Ísland sem hluta af vandanum heldur sem leiðina að lausninni. Þar höfum við margt fram að færa á heimsvísu. Þessu mætti oftar gefa gaum en heimspressan hefur mestan áhuga á að fjalla um tækniframfarir okkar á þessu sviði, s.s. hitaveitu, vatnsafl, jarðhita, Carbfix og fleira. Stærsta hitaveita heims er ekki lengur á Íslandi heldur í Kína. Sú hitaveita var reist fyrir íslenskt hugvit og í samvinnu við okkar besta fólk. Hún kolefnisjafnar meira en allt Ísland gæti gert með því að slökkva á sér. Með samþykkt rammaáætlunar eru stigin, sem fyrr segir, stór og mikilvæg skref í náttúru- og umhverfisvernd. Með þessum skrefum erum við að auka nýtingu raforkukerfisins sem dregur úr þörfinni fyrir nýjar stórar virkjanir. Rammaáætlun er aðferðarfræði til að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndunar í sem mestri sátt og það er ferli sem ríkisstjórnin er bæði að þróa áfram og festa í sessi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun