„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2022 22:29 Innanríkisráðherra Georgíu-ríkis, Brad Raffensperger, fyrir miðju. Forseti ríkisþings Arizóna-ríkis, Rusty Bowers, til vinstri og aðstoðarinnanríkisráðherra Georgíu, Gabriel Sterling, til hægri. AP Photo/J. Scott Applewhite Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Í dag komu embættismenn og kjörstjórnarfulltrúar úr Arizona og Georgíu-ríki til að bera vitni. Joe Biden hafði betur í báðum ríkjum sem sveifluðust frá repúblikönum yfir til demókrata í kosningunum, Trump og stuðningsmönnum hans til mikillar gremju. Þannig lýsti repúblikaninn Rusty Bowers, forseti ríkisþings Arizona, hvernig óstarfhæft hafi verið á skrifstofum þingsins í kjölfar kosninganna. Ástæðan var gríðarlegur fjöldi skilaboða og tölvupósta frá stuðningsmönnum Trumps þar sem þingmenn voru hvattir til að hafna úrslitum kosninganna í ríkinu. Wandrea Shaye Moss, kjörstjónarfulltrúi í Georgíu-ríki.AP Þá sagði Bowers, sem meðal annars studdi og aðstoði Trump í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar, að stuðningsmenn Trump séu enn að ónáða hann, meðal annars með mótmælum fyrir utan heimili hans þar sem hann sé kallaður barnaníðingur. Rannsókn nefndarinnar beinist meðal annars að tilraunum stuðningsmanna Trump til að hafa áhrif á kjörna fulltrúa til að hafna niðurstöðum kosninganna. Í dag komu einnig fulltrúar úr kjörstjórnum í Georgíu-ríki, þar á meðal mæðgurnar Shaye Moss og Ruby Freeman. Moss starfaði við kjörstjórn í Fulton-sýslu Georgíu. Fyrir nefndinni sagðist Moss hafa fengið fjölmörg skilaboð þar óskað var eftir því að hún myndi deyja. Sagðist hún hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og hótunum sem hafi haft áhrif á nær allt hennar daglega líf. Þá sagði Gabriel Sterling, kjörstjórnarfulltrúi í Georgíu að afar erfitt hafi reynst að leiðrétta fullyrðingar Trump og stuðningsmanna hans um að umfangsmikil kosningasvik hafi átt sér stað, eitthvað sem engin merki er um. „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu,“ sagði Sterling um árangurinn af því að reyna að leiðrétta stuðningsmennina. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Opnir fundir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra héldu áfram í dag. Í dag komu embættismenn og kjörstjórnarfulltrúar úr Arizona og Georgíu-ríki til að bera vitni. Joe Biden hafði betur í báðum ríkjum sem sveifluðust frá repúblikönum yfir til demókrata í kosningunum, Trump og stuðningsmönnum hans til mikillar gremju. Þannig lýsti repúblikaninn Rusty Bowers, forseti ríkisþings Arizona, hvernig óstarfhæft hafi verið á skrifstofum þingsins í kjölfar kosninganna. Ástæðan var gríðarlegur fjöldi skilaboða og tölvupósta frá stuðningsmönnum Trumps þar sem þingmenn voru hvattir til að hafna úrslitum kosninganna í ríkinu. Wandrea Shaye Moss, kjörstjónarfulltrúi í Georgíu-ríki.AP Þá sagði Bowers, sem meðal annars studdi og aðstoði Trump í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar, að stuðningsmenn Trump séu enn að ónáða hann, meðal annars með mótmælum fyrir utan heimili hans þar sem hann sé kallaður barnaníðingur. Rannsókn nefndarinnar beinist meðal annars að tilraunum stuðningsmanna Trump til að hafa áhrif á kjörna fulltrúa til að hafna niðurstöðum kosninganna. Í dag komu einnig fulltrúar úr kjörstjórnum í Georgíu-ríki, þar á meðal mæðgurnar Shaye Moss og Ruby Freeman. Moss starfaði við kjörstjórn í Fulton-sýslu Georgíu. Fyrir nefndinni sagðist Moss hafa fengið fjölmörg skilaboð þar óskað var eftir því að hún myndi deyja. Sagðist hún hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og hótunum sem hafi haft áhrif á nær allt hennar daglega líf. Þá sagði Gabriel Sterling, kjörstjórnarfulltrúi í Georgíu að afar erfitt hafi reynst að leiðrétta fullyrðingar Trump og stuðningsmanna hans um að umfangsmikil kosningasvik hafi átt sér stað, eitthvað sem engin merki er um. „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu,“ sagði Sterling um árangurinn af því að reyna að leiðrétta stuðningsmennina.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans. 20. júní 2022 13:58
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Trump hunsaði ráðgjafa og var „aftengdur raunveruleikanum“ Nokkrir af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu að hann hefði hunsað ráð þeirra um að játa ósigur í forsetakosningunum árið 2020. Fyrrverandi dómsmálaráðherra Trump sagði hann hafa verið „aftengdan raunveruleikanum“. 13. júní 2022 23:35