„Það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa“ Árni Sæberg skrifar 22. júní 2022 14:35 Íris Guðnadóttir er einn landeigenda við Reynisfjöru. Vísir/Vilhelm/Einar Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í gærkvöldi. Einn landeigenda segir mjög gott hljóð vera í hópnum og fundinn hafa gengið vel. Strax á föstudag hefst formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir það hafa komið skýrt fram á fundinum í gær að það hafi komið skýrt fram að það væri vilji allra hlutaðeigandi að bæta öryggi í fjörunni. „Ég var með stutt erindi og lagði áherslu á þá skoðun mína að aðgerðaleysi væri ekki valkostur, við þyrftum að koma okkur saman um aðgerðir. Það var vel tekið undir það,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segir hún að landeigendur við Reynisfjöru beri ekki ábyrgð fólkinu sem sækir fjörunu en þeir beiri hins vegar ábyrgð á umhverfinu og náttúrunni og að gera aðkomu að fjörunni sem besta. Það feli í sér að þeir þurfi að byggja upp innviði á svæðinu, koma upp bílastæðum, klósettum, lýsingu, merkingum, göngustígum, ruslatunnum og veita fræðslu. Eðlilegt að rukkað verði fyrir þjónustu Íris segir að landeigendur við Reynisfjöru hafi aldrei notið arðs eða hlunninda af gestum sem koma í Reynisfjöru, því sé eðlilegt að aðstöðugjald verði tekið fyrir innviðauppbyggingu. Hún segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum í gær sem snúa að tæknilegri útfærslu á uppbyggingu innviða eða hvernig hún verður fjármögnuð. „En það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa,“ segir Írís. Aðgerðir hefjast fyrir 30. september Komist var að þeirri niðurstöðu í gær að tímasettri aðgerðaáætlun verði skilað til Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, fyrir 30. september. Íris segir þó að aðgerðir hefjist á allra næstu dögum. Strax á föstudag verður haldinn fundur hlutaðeigandi þar sem farið verður yfir fyrstu skref. Auk innviðauppbyggingar vilja landeigendur að skoðað verði hvort gæslumenn geti verið á svæðinu þegar aðstæður eru sérlega viðsjárverðar. Þannig vilja þeir að viðvörunarkerfi verði komið upp sem byggt verður á sjávarfallaspá Veðurstofu Íslands og upplýsingum úr myndavélum sem komið verður upp á svæðinu. Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00 „Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14. júní 2022 14:47 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir það hafa komið skýrt fram á fundinum í gær að það hafi komið skýrt fram að það væri vilji allra hlutaðeigandi að bæta öryggi í fjörunni. „Ég var með stutt erindi og lagði áherslu á þá skoðun mína að aðgerðaleysi væri ekki valkostur, við þyrftum að koma okkur saman um aðgerðir. Það var vel tekið undir það,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segir hún að landeigendur við Reynisfjöru beri ekki ábyrgð fólkinu sem sækir fjörunu en þeir beiri hins vegar ábyrgð á umhverfinu og náttúrunni og að gera aðkomu að fjörunni sem besta. Það feli í sér að þeir þurfi að byggja upp innviði á svæðinu, koma upp bílastæðum, klósettum, lýsingu, merkingum, göngustígum, ruslatunnum og veita fræðslu. Eðlilegt að rukkað verði fyrir þjónustu Íris segir að landeigendur við Reynisfjöru hafi aldrei notið arðs eða hlunninda af gestum sem koma í Reynisfjöru, því sé eðlilegt að aðstöðugjald verði tekið fyrir innviðauppbyggingu. Hún segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum í gær sem snúa að tæknilegri útfærslu á uppbyggingu innviða eða hvernig hún verður fjármögnuð. „En það sér það hver maður að við landeigendur erum ekki að fara að greiða úr eigin vasa,“ segir Írís. Aðgerðir hefjast fyrir 30. september Komist var að þeirri niðurstöðu í gær að tímasettri aðgerðaáætlun verði skilað til Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra ferðamála, fyrir 30. september. Íris segir þó að aðgerðir hefjist á allra næstu dögum. Strax á föstudag verður haldinn fundur hlutaðeigandi þar sem farið verður yfir fyrstu skref. Auk innviðauppbyggingar vilja landeigendur að skoðað verði hvort gæslumenn geti verið á svæðinu þegar aðstæður eru sérlega viðsjárverðar. Þannig vilja þeir að viðvörunarkerfi verði komið upp sem byggt verður á sjávarfallaspá Veðurstofu Íslands og upplýsingum úr myndavélum sem komið verður upp á svæðinu.
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00 „Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14. júní 2022 14:47 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00
„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“ „Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg. 14. júní 2022 14:47