Yfirvöldum á svæðinu var tilkynnt um atvikið af almenningi. Rannsókn á atvikinu er hafin samkvæmt lögregluyfirvöldum. Ættingjar fórnarlambana hafi verið kallaðir til til þess að aðstoða lögreglu við að bera kennsl á líkin. Að auki verði krufningar framkvæmdar sem fyrst þar sem enn sé lítið vitað um dánarorsök. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters.
Samkvæmt fyrri umfjöllun BBC um málið greindu lögregluyfirvöld í Suður-Afríku frá því við miðilinn SABC að mögulega hafi troðningur myndast inni á kránni. BBC segir síðar að öryggissérfræðingur hafi staðfest að troðningur hafi ekki valdið dauðsföllum fólksins og verði athugað hvort eitrun hafi átt sér stað.
Fréttin hefur verið uppfærð.