Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hallur Þór Sigurðarson skrifar 27. júní 2022 08:01 Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. Yfirvald sem missir sjónar á þessu grefur undan tilverurétti sínum og tapar honum. Þetta eru valdhafar Reykjavíkurborgar að gera núna, að því er virðist, með fullri meðvitund. Borgaryfirvöld skipulögðu 1100-1300 íbúða reit í Vogabyggð. Þar er nú að myndast blómleg byggð fjölda íbúa. Hverfið er í göngufæri við bæði Elliðaárdal og Laugardal. En hverfið er líka þannig í sveit sett, að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heimsækja vini o.s.frv. Börnum beint á hættulegustu gatnamót borgarinnar Það er skemmst frá því að segja að gatnamótin sem börnin þurfa að fara yfir, Skeiðarvogur/Kleppsmýrarvegur/Sæbraut, verða að teljast hættulegustu gatnamót borgarinnar fyrir gangandi eða hjólandi vegfarendur. Sérstaklega að teknu tilliti til þess fjölda gangandi vegfarenda, sem um gatnamótin fara á degi hverjum, með tilkomu hins nýja íbúðahverfis. Ekki þarf að fjölyrða um hraðann og umferðina á Sæbrautinni eða þungaflutningana, til og frá hafnar-, byggingar- og iðnaðarsvæðum hverfisins. Við þetta bætist að á gatnamótunum eru engin vegrið, ekkert skjól, fyrir gangandi vegfarendur. Sjálfur leita ég skjálfandi skjóls í falskri trú bak við umferðaljósastaur, þegar ég hafna á lófastórum fleti á miðjum gatnamótunum, með eða án barnanna minna. Á meðan brunar umferðin hjá á 70 – 90 km/klst í fáeinna sentimetra fjarlægð, fyrir framan mig og aftan. Þá má ekkert fara úrskeiðis. Umferðaljósin á þessum gatnamótunum bila líka óvenju oft og þá hef ég séð litla fætur sæta lagi og taka á sprett til að komast yfir götuna, áður en næsti bíll brunar hjá. Borgin gengur þvert á eigin áform Þetta er auðvitað galið og óverjandi ástand. Það vill engin vera borgarfulltrúi eða embættismaður þegar stórslys verður við svona kringumstæður. Hér liggur ábyrgðin. Samt er borgaryfirvöldum fullkunnugt um aðstæður og aðhafast ekki, í trássi við eigin skjalfestu áform og yfirlýsingar. Hér má fyrst vísa í þinglýstan samning við lóðahafa Vogabyggðar frá 2017. Samkvæmt honum hefði göngubrú yfir Sæbrautina átt að rísa 2019. Ekki er að finna neinn fyrirvara um að Sæbrautin færi fyrst í stokk eða annað í þá veruna. Þessu til viðbótar greinir mbl.is (23.6.2019) frá því að þegar uppbygging Vogabyggðar var kynnt 2015, hafi samhliða verið kynnt áform um göngubrú yfir Sæbraut; einnig að á fundi Skipulagsráðs í febrúar 2017 hafi verið kynnt frumdrög að göngubrú eða undirgöngum. Þessi áform ættu ekki að koma neinum á óvart. Öllum hefur verið ljóst, þá eins og nú, að uppbygging stórs íbúðahverfis austan Sæbrautar stofnar lífum vegfarenda í stórkostlega hættu við núverandi aðstæður. Það eina sem kemur á óvart er að í júní 2022 er engin göngubrú og ekkert bólar á slíkum framkvæmdum. Göngubrú strax Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus. Hún kom fram í nýlegri undirskriftasöfnun: Göngubrú yfir Sæbraut strax! Krafan er skilyrðis- og fölskvalaus. Hún er ekki pólitísk, hún er pólitíska forsendan sjálf. Hún er bæði öryggi og frelsi. Það skiptir nákvæmlega engu máli hversu vel borgaryfirvöld standa sig í að fjölga nýjum byggingarlóðum, skreyta svæði eða halda hátíðir, á meðan þetta er ekki gert. Það fylgir því kristaltær ábyrgð á öryggi íbúa að skipuleggja hverfi þúsunda, sem þurfa að sækja þjónustu og tómstundir yfir stofnbraut. Reykjavíkurborg og fulltrúar hennar, eiga tilveru sína og umboð undir því að setja öryggi barna í Vogabyggð í fyrsta forgang, að þeim sé ekki stofnað í stórkostlega hættu daglega. ALLT annað kemur þar á eftir. Höfundur er þriggja barna faðir í Dugguvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Umferðaröryggi Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. Yfirvald sem missir sjónar á þessu grefur undan tilverurétti sínum og tapar honum. Þetta eru valdhafar Reykjavíkurborgar að gera núna, að því er virðist, með fullri meðvitund. Borgaryfirvöld skipulögðu 1100-1300 íbúða reit í Vogabyggð. Þar er nú að myndast blómleg byggð fjölda íbúa. Hverfið er í göngufæri við bæði Elliðaárdal og Laugardal. En hverfið er líka þannig í sveit sett, að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heimsækja vini o.s.frv. Börnum beint á hættulegustu gatnamót borgarinnar Það er skemmst frá því að segja að gatnamótin sem börnin þurfa að fara yfir, Skeiðarvogur/Kleppsmýrarvegur/Sæbraut, verða að teljast hættulegustu gatnamót borgarinnar fyrir gangandi eða hjólandi vegfarendur. Sérstaklega að teknu tilliti til þess fjölda gangandi vegfarenda, sem um gatnamótin fara á degi hverjum, með tilkomu hins nýja íbúðahverfis. Ekki þarf að fjölyrða um hraðann og umferðina á Sæbrautinni eða þungaflutningana, til og frá hafnar-, byggingar- og iðnaðarsvæðum hverfisins. Við þetta bætist að á gatnamótunum eru engin vegrið, ekkert skjól, fyrir gangandi vegfarendur. Sjálfur leita ég skjálfandi skjóls í falskri trú bak við umferðaljósastaur, þegar ég hafna á lófastórum fleti á miðjum gatnamótunum, með eða án barnanna minna. Á meðan brunar umferðin hjá á 70 – 90 km/klst í fáeinna sentimetra fjarlægð, fyrir framan mig og aftan. Þá má ekkert fara úrskeiðis. Umferðaljósin á þessum gatnamótunum bila líka óvenju oft og þá hef ég séð litla fætur sæta lagi og taka á sprett til að komast yfir götuna, áður en næsti bíll brunar hjá. Borgin gengur þvert á eigin áform Þetta er auðvitað galið og óverjandi ástand. Það vill engin vera borgarfulltrúi eða embættismaður þegar stórslys verður við svona kringumstæður. Hér liggur ábyrgðin. Samt er borgaryfirvöldum fullkunnugt um aðstæður og aðhafast ekki, í trássi við eigin skjalfestu áform og yfirlýsingar. Hér má fyrst vísa í þinglýstan samning við lóðahafa Vogabyggðar frá 2017. Samkvæmt honum hefði göngubrú yfir Sæbrautina átt að rísa 2019. Ekki er að finna neinn fyrirvara um að Sæbrautin færi fyrst í stokk eða annað í þá veruna. Þessu til viðbótar greinir mbl.is (23.6.2019) frá því að þegar uppbygging Vogabyggðar var kynnt 2015, hafi samhliða verið kynnt áform um göngubrú yfir Sæbraut; einnig að á fundi Skipulagsráðs í febrúar 2017 hafi verið kynnt frumdrög að göngubrú eða undirgöngum. Þessi áform ættu ekki að koma neinum á óvart. Öllum hefur verið ljóst, þá eins og nú, að uppbygging stórs íbúðahverfis austan Sæbrautar stofnar lífum vegfarenda í stórkostlega hættu við núverandi aðstæður. Það eina sem kemur á óvart er að í júní 2022 er engin göngubrú og ekkert bólar á slíkum framkvæmdum. Göngubrú strax Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus. Hún kom fram í nýlegri undirskriftasöfnun: Göngubrú yfir Sæbraut strax! Krafan er skilyrðis- og fölskvalaus. Hún er ekki pólitísk, hún er pólitíska forsendan sjálf. Hún er bæði öryggi og frelsi. Það skiptir nákvæmlega engu máli hversu vel borgaryfirvöld standa sig í að fjölga nýjum byggingarlóðum, skreyta svæði eða halda hátíðir, á meðan þetta er ekki gert. Það fylgir því kristaltær ábyrgð á öryggi íbúa að skipuleggja hverfi þúsunda, sem þurfa að sækja þjónustu og tómstundir yfir stofnbraut. Reykjavíkurborg og fulltrúar hennar, eiga tilveru sína og umboð undir því að setja öryggi barna í Vogabyggð í fyrsta forgang, að þeim sé ekki stofnað í stórkostlega hættu daglega. ALLT annað kemur þar á eftir. Höfundur er þriggja barna faðir í Dugguvogi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun