Nýtt lag frá Baggalút: „Extra sjálfhverfur og sjálfumglaður“ Elísabet Hanna skrifar 28. júní 2022 13:08 Baggalútur fær útrás fyrir áttublæti sínu í nýja laginu. Gamlir hljóðgervlar voru ræstir upp í Hljóðrita og helstu einkennishljóð 9. áratugarins fá að hljóma. Hljómsveitin Baggalútur gefur frá sér glænýjan hásumarsmell sem fær hlustendur til þess að dansa og dilla sér á björtum sumarnóttum. Þeir eru að sjóða saman nýja plötu og eru strax byrjaðir að huga að jólagleðinni. Í texta lagsins lýsir ljóðmælandi hugljúfri og eldheitri ástarsögu og þá sérstaklega upptendraðri upplifun gagnkvæms ástaðila á þeim kynnum. Þeir Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson sömdu lagið og textann. Blaðamaður hafði samband við Braga Valdimar Skúlason og fékk að heyra hvaðan innblásturinn að laginu hafi komið: Sjálfhverfur og sjálfumglaður texti „Okkur langaði til að búa til mjög hresst og sumarlegt lag, um leið og við gætum fengið smá útrás fyrir uppsafnað áttublæti okkar, enda er lagið undir umtalsverðum og greinilegum „eighties“ áhrifum. Við ræstum upp alla gömlu hljóðgervlana í Hljóðrita, fundum öll helstu einkennishljóð 9. áratugarins og vöktum meira að segja upp forláta trommuheila sem leiðir okkur staðfastlega gegnum lagið,“ segir hann. „Textinn er í raun frekar einfaldur, ástaróður nema hvað að þarna er ljóðmælandi í raun að lýsa upplifun „ásthafans“ af sambandinu. Í stað þess að segja „Ég man þegar ÉG sá þig fyrst“ segir hann „Ég man þegar ÞÚ sást mig fyrst“. Þetta gefur textanum dálítið skemmtilega vídd og verður í raun alveg extra sjálfhverfur og sjálfumglaður. Sem er stuð.“ View this post on Instagram A post shared by Baggalútur (@baggalutur) Dansa upp á húsgögnum „Við mælum sérstaklega með að hlustað sé á lagið í opnu rými, þannig að auðvelt sé að bresta í dans og jafnvel príla upp á nærliggjandi húsgögn. Eins er gott að hlusta í fjölmenni til að hámarka áhrifin og nýta þessar fáu mínútur sem lagið tekur í spilun sem allra best,“ segir hann. Samkvæmt Braga er ýmislegt framundan hjá Baggalút: „Að njóta sumarsins, sjóða saman nokkur lög á nýja plötu og fara svo fljótlega að huga að næstu jólatörn. Það þarf að fara að finna eitthvað geggjað til að hafa á sviðinu, annað en okkur auðvitað“ segir Bragi. View this post on Instagram A post shared by Baggalútur (@baggalutur) Tónlist Tengdar fréttir „Það er ekki bannað að hafa gaman“ Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. 20. desember 2021 00:00 Baggalútur sendir frá sér nýtt aðventulag Hljómsveitin Baggalútur frumsýnir myndbandið við nýja aðventulagið sitt Afsakið þetta smáræði. 2. desember 2019 11:30 Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í texta lagsins lýsir ljóðmælandi hugljúfri og eldheitri ástarsögu og þá sérstaklega upptendraðri upplifun gagnkvæms ástaðila á þeim kynnum. Þeir Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson sömdu lagið og textann. Blaðamaður hafði samband við Braga Valdimar Skúlason og fékk að heyra hvaðan innblásturinn að laginu hafi komið: Sjálfhverfur og sjálfumglaður texti „Okkur langaði til að búa til mjög hresst og sumarlegt lag, um leið og við gætum fengið smá útrás fyrir uppsafnað áttublæti okkar, enda er lagið undir umtalsverðum og greinilegum „eighties“ áhrifum. Við ræstum upp alla gömlu hljóðgervlana í Hljóðrita, fundum öll helstu einkennishljóð 9. áratugarins og vöktum meira að segja upp forláta trommuheila sem leiðir okkur staðfastlega gegnum lagið,“ segir hann. „Textinn er í raun frekar einfaldur, ástaróður nema hvað að þarna er ljóðmælandi í raun að lýsa upplifun „ásthafans“ af sambandinu. Í stað þess að segja „Ég man þegar ÉG sá þig fyrst“ segir hann „Ég man þegar ÞÚ sást mig fyrst“. Þetta gefur textanum dálítið skemmtilega vídd og verður í raun alveg extra sjálfhverfur og sjálfumglaður. Sem er stuð.“ View this post on Instagram A post shared by Baggalútur (@baggalutur) Dansa upp á húsgögnum „Við mælum sérstaklega með að hlustað sé á lagið í opnu rými, þannig að auðvelt sé að bresta í dans og jafnvel príla upp á nærliggjandi húsgögn. Eins er gott að hlusta í fjölmenni til að hámarka áhrifin og nýta þessar fáu mínútur sem lagið tekur í spilun sem allra best,“ segir hann. Samkvæmt Braga er ýmislegt framundan hjá Baggalút: „Að njóta sumarsins, sjóða saman nokkur lög á nýja plötu og fara svo fljótlega að huga að næstu jólatörn. Það þarf að fara að finna eitthvað geggjað til að hafa á sviðinu, annað en okkur auðvitað“ segir Bragi. View this post on Instagram A post shared by Baggalútur (@baggalutur)
Tónlist Tengdar fréttir „Það er ekki bannað að hafa gaman“ Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. 20. desember 2021 00:00 Baggalútur sendir frá sér nýtt aðventulag Hljómsveitin Baggalútur frumsýnir myndbandið við nýja aðventulagið sitt Afsakið þetta smáræði. 2. desember 2019 11:30 Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er ekki bannað að hafa gaman“ Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. 20. desember 2021 00:00
Baggalútur sendir frá sér nýtt aðventulag Hljómsveitin Baggalútur frumsýnir myndbandið við nýja aðventulagið sitt Afsakið þetta smáræði. 2. desember 2019 11:30