Facebook fjarlægir færslur um þungunarrofspillur eftir hæstaréttardóm Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 08:40 Kassar með lyfinu mifepristone sem í daglegu tali er kallað þungunarrofspillan. AP/Allen G. Breed Færslur þar sem konum eru boðnar svonefndar þungunarrofspillur hafa verið fjarlægðar af samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram frá því að umdeildur hæstaréttardómur féll í Bandaríkjunum sem svipti konur stjórnarskrárvörðum rétti til þungunarrofs. Útlit er fyrir að þungunarrof verði bannað eða aðgangur að því verulega takmarkaður í helmingi ríkja Bandaríkjanna eftir að Hæstiréttur sneri við niðurstöðu sinni í prófmálinu Roe gegn Wade frá 1973 á föstudag. Eftirspurn og leit að svonefndri þungunarrofspillu hefur aukist gríðarlega frá því að dómurinn féll. Facebook og Instagram byrjuðu nær samstundis að fjarlægja margar færslur á miðlunum um slíkar pillur, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttamaður AP reyndi sjálfur að skrifa færslu á Facebook. „Ef þú sendir mér heimilisfangið sendi ég þér þungunarrofspillur í pósti,“ stóð í færslunni. Hún var fjarlægð innan einnar mínútu og notandinn fékk strax viðvörun frá Facebook. Færslan stríddi gegn notendaskilmála um „byssur, dýr og varning sem reglur gilda um“. Þegar fréttamaðurinn birti nákvæmlega eins orðaða færslu en skipti orðinu „þungunarrofspillur“ út fyrir „byssu“ gerðist ekkert. Heldur ekki þegar hann skrifaði „gras“ í staðinn. Engu að síður er maríjúana ólöglegt samkvæmt bandarískum alríkislögum og ólöglegt er að senda það í pósti. Þungunarrofspillur má hins vegar kaupa í gegnum netið af seljendum sem hafa til þess leyfi og fá þær sendar í pósti. Viðurkennir mistök við framfylgd stefnunnar Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, segir að stefna fyrirtækisins banni sölu á ákveðnum hlutum eins og byssum, áfengi, fíkniefnum og lyfjum á miðlunum. Andy Stone, talsmaður Meta, sagði í gær að fyrirtækið myndi ekki leyfa einstaklingum að gefa eða selja lyf á miðlunum en færslur með upplýsingum um hvar nálgast megi þungunarrofspillur verði leyfðar. Viðurkenndi Stone að fyrirtækið hefði átt í vandræðum með að framfylgja stefnu sinni. Í einhverjum tilfellum hefðu færslur verið teknar ranglega niður en það yrði leiðrétt. Talið er að ríki sem banna þungunarof ætli að reyna að koma í veg fyrir að konur geti fengið senda þungunarrofspillur. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur engu að síður sagt að ríki geti ekki bannað lyfið mifepristone, sem nefnt er þungunarrofspillan, á grundvelli ágrenings við Matvæla- og lyfjastofnunina (FDA) um öryggi og gagnsemi þess. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Útlit er fyrir að þungunarrof verði bannað eða aðgangur að því verulega takmarkaður í helmingi ríkja Bandaríkjanna eftir að Hæstiréttur sneri við niðurstöðu sinni í prófmálinu Roe gegn Wade frá 1973 á föstudag. Eftirspurn og leit að svonefndri þungunarrofspillu hefur aukist gríðarlega frá því að dómurinn féll. Facebook og Instagram byrjuðu nær samstundis að fjarlægja margar færslur á miðlunum um slíkar pillur, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttamaður AP reyndi sjálfur að skrifa færslu á Facebook. „Ef þú sendir mér heimilisfangið sendi ég þér þungunarrofspillur í pósti,“ stóð í færslunni. Hún var fjarlægð innan einnar mínútu og notandinn fékk strax viðvörun frá Facebook. Færslan stríddi gegn notendaskilmála um „byssur, dýr og varning sem reglur gilda um“. Þegar fréttamaðurinn birti nákvæmlega eins orðaða færslu en skipti orðinu „þungunarrofspillur“ út fyrir „byssu“ gerðist ekkert. Heldur ekki þegar hann skrifaði „gras“ í staðinn. Engu að síður er maríjúana ólöglegt samkvæmt bandarískum alríkislögum og ólöglegt er að senda það í pósti. Þungunarrofspillur má hins vegar kaupa í gegnum netið af seljendum sem hafa til þess leyfi og fá þær sendar í pósti. Viðurkennir mistök við framfylgd stefnunnar Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, segir að stefna fyrirtækisins banni sölu á ákveðnum hlutum eins og byssum, áfengi, fíkniefnum og lyfjum á miðlunum. Andy Stone, talsmaður Meta, sagði í gær að fyrirtækið myndi ekki leyfa einstaklingum að gefa eða selja lyf á miðlunum en færslur með upplýsingum um hvar nálgast megi þungunarrofspillur verði leyfðar. Viðurkenndi Stone að fyrirtækið hefði átt í vandræðum með að framfylgja stefnu sinni. Í einhverjum tilfellum hefðu færslur verið teknar ranglega niður en það yrði leiðrétt. Talið er að ríki sem banna þungunarof ætli að reyna að koma í veg fyrir að konur geti fengið senda þungunarrofspillur. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur engu að síður sagt að ríki geti ekki bannað lyfið mifepristone, sem nefnt er þungunarrofspillan, á grundvelli ágrenings við Matvæla- og lyfjastofnunina (FDA) um öryggi og gagnsemi þess.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23