Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2022 22:44 Auður Agla Óladóttir er jarðfræðingur hjá ÍSOR, Íslenskum orkurannsóknum. Ívar Fannar Arnarsson Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rifjað upp að Höfn í Hornafirði varð í fyrra nýjasta þéttbýlið til að fá hitaveitu. Þangað er heita vatnið leitt úr borholum úr sveitinni frá bænum Hoffelli. Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR, hvatti til meiri jarðhitaleitar í erindi á fundi þar í dag. Hún sagði lítið hafa gerst í þeim efnum á síðustu tuttugu til þrjátíu árum. „Það eru tæknilegar framfarir. Það eru framfarir í ýmsum þáttum sem koma að jarðhitaleit og við teljum að það sé bara óplægður akur víða hvað varðar nýtingu á lághita,“ segir Auður. Hún nefnir að áður fyrr hafi menn bara horft á vatn yfir 70 gráðu heitt. Núna sé að renna upp fyrir mönnum að 20 til 30 gráðu heitt vatn sé einnig mikil auðlind. Frá Ísafirði. Höfuðstaður Vestfjarða er stærsta þéttbýli á Íslandi án jarðvarmaveitu.Vilhelm Gunnarsson Auður vill hætta að tala um köld svæði hérlendis. „Það er í rauninni ekki rétt, hvorki jarðfræðilega rétt né í neinum skilningi.“ Þannig setur hún Ísafjörð núna á lista yfir álitlegustu þéttbýlisstaðina til jarðhitaleitar enda sé hann sá stærsti hérlendis án jarðvarmaveitu. „Þar hefur verið mikil leit sem hefur ekki borið árangur ennþá. En þar eru möguleikar.“ En einnig á Hólmavík, Patreksfirði, Tálknafirði, Grundarfirði, Djúpavogi og Vík í Mýrdal. Og síðan í Snæfellsbæ, á Bíldudal, Kirkjubæjaklaustri, Vopnafirði, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, Mjóafirði og á Reyðarfirði, samkvæmt lista sem hún birti með erindi sínu. Álitlegustu staðirnir til jarðhitaleitar, að mati sérfræðings ÍSOR, eru merktir með bláu letri. Þeir næstálitlegustu með hvítu letri.Grafík/Ragnar Visage Auður nefnir að bæði Eskifjörður og Drangsnes hafi fengið hitaveitu eftir síðasta átaksverkefni stjórnvalda fyrir um tuttugu árum. „Þannig að þegar ríkið stígur inn með aukið fjármagn í jarðhitaleit þá ber það árangur.“ Áætlað er að tæp níutíu prósent húsa á Íslandi séu núna kynt með jarðhita. Auður Agla segir til mikils að vinna að hækka þetta hlutfall á tímum orkuskipta og loftlagsbreytinga. „Þetta má ekki gleymast. Þetta eru virkileg verðmæti sem við búum yfir. Við vorum svo lánsöm að veðja á jarðhitann fyrir mörgum áratugum síðan. Og það er að renna upp fyrir okkur núna hversu mikils virði það er,“ segir Auður Agla Óladóttir jarðfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Byggðamál Jarðhiti Ísafjarðarbær Vesturbyggð Strandabyggð Tálknafjörður Mýrdalshreppur Múlaþing Snæfellsbær Fjarðabyggð Vopnafjörður Skaftárhreppur Grundarfjörður Tengdar fréttir Hornfirðingar fá hitaveitu Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. 15. október 2017 21:30 Telja frekari tækifæri til borana eftir heitu vatni Jarðhiti til húsahitunar gæti enn verið vannýtt auðlind hérlendis, einkum í dreifbýlinu. Þannig segjast bændur á Ströndum sannfærðir um að þar finnist jarðhiti víða og hvetja til rannsókna og borana. 8. apríl 2022 04:49 Ný heitavatnsuppspretta við Ölfusárbrú Nýr foss, Selfoss, streymir nú í Ölfusá. 1. júlí 2017 20:14 Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. 7. mars 2015 20:59 Eyjamenn fá 80 stiga hita úr sjónum og kælivatn í bónus Sjórinn umhverfis Vestmannayjar verður nýttur til að hita upp hýbýli Eyjamanna með næststærstu varmadælustöð heims. 16. júlí 2017 20:30 Fundu óvænt 75 gráða heitt vatn í Áshildarmýri Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða fundu heita vatnið með því að bora á réttum stað og finna réttu heitavatnssprunguna í landi Áshildarmýrar í Skeiða og Gnúpverjahreppi. 2. september 2017 21:16 Leita af heitustu uppsprettu vatns á Seltjarnanesi Leit að heitu vatni er hafin á Seltjarnarnesi en bora á þrjá tilraunaholur skammt frá Gróttu. 14. maí 2014 20:35 Hitaveita lögð til Skagastrandar Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt samning við Rarik um lagningu hitaveitu í bæinn. Gert er ráð fyrir að fyrstu hús tengist hitaveitunni haustið 2013 og að öll hús hafi möguleika á tengingu haustið 2014. 5. janúar 2012 07:00 Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund kr. á ári 800 manns frá 50 þjóðlöndum læra um nýtingu jarðhita af Íslendingum á ráðstefnu í Hörpu. 27. apríl 2016 19:00 Langþreyttir á heitavatnsleysi Grundfirðingar segja að Orkuveitan þurfi að standa við gerða samninga. 25. júní 2015 09:00 Vonbrigði á Tálknafirði Borun eftir heitu vatni við Tálknafjörð hefur verið hætt án þess að tilætlaður árangur næðist. 13. júní 2013 14:59 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rifjað upp að Höfn í Hornafirði varð í fyrra nýjasta þéttbýlið til að fá hitaveitu. Þangað er heita vatnið leitt úr borholum úr sveitinni frá bænum Hoffelli. Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR, hvatti til meiri jarðhitaleitar í erindi á fundi þar í dag. Hún sagði lítið hafa gerst í þeim efnum á síðustu tuttugu til þrjátíu árum. „Það eru tæknilegar framfarir. Það eru framfarir í ýmsum þáttum sem koma að jarðhitaleit og við teljum að það sé bara óplægður akur víða hvað varðar nýtingu á lághita,“ segir Auður. Hún nefnir að áður fyrr hafi menn bara horft á vatn yfir 70 gráðu heitt. Núna sé að renna upp fyrir mönnum að 20 til 30 gráðu heitt vatn sé einnig mikil auðlind. Frá Ísafirði. Höfuðstaður Vestfjarða er stærsta þéttbýli á Íslandi án jarðvarmaveitu.Vilhelm Gunnarsson Auður vill hætta að tala um köld svæði hérlendis. „Það er í rauninni ekki rétt, hvorki jarðfræðilega rétt né í neinum skilningi.“ Þannig setur hún Ísafjörð núna á lista yfir álitlegustu þéttbýlisstaðina til jarðhitaleitar enda sé hann sá stærsti hérlendis án jarðvarmaveitu. „Þar hefur verið mikil leit sem hefur ekki borið árangur ennþá. En þar eru möguleikar.“ En einnig á Hólmavík, Patreksfirði, Tálknafirði, Grundarfirði, Djúpavogi og Vík í Mýrdal. Og síðan í Snæfellsbæ, á Bíldudal, Kirkjubæjaklaustri, Vopnafirði, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, Mjóafirði og á Reyðarfirði, samkvæmt lista sem hún birti með erindi sínu. Álitlegustu staðirnir til jarðhitaleitar, að mati sérfræðings ÍSOR, eru merktir með bláu letri. Þeir næstálitlegustu með hvítu letri.Grafík/Ragnar Visage Auður nefnir að bæði Eskifjörður og Drangsnes hafi fengið hitaveitu eftir síðasta átaksverkefni stjórnvalda fyrir um tuttugu árum. „Þannig að þegar ríkið stígur inn með aukið fjármagn í jarðhitaleit þá ber það árangur.“ Áætlað er að tæp níutíu prósent húsa á Íslandi séu núna kynt með jarðhita. Auður Agla segir til mikils að vinna að hækka þetta hlutfall á tímum orkuskipta og loftlagsbreytinga. „Þetta má ekki gleymast. Þetta eru virkileg verðmæti sem við búum yfir. Við vorum svo lánsöm að veðja á jarðhitann fyrir mörgum áratugum síðan. Og það er að renna upp fyrir okkur núna hversu mikils virði það er,“ segir Auður Agla Óladóttir jarðfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Byggðamál Jarðhiti Ísafjarðarbær Vesturbyggð Strandabyggð Tálknafjörður Mýrdalshreppur Múlaþing Snæfellsbær Fjarðabyggð Vopnafjörður Skaftárhreppur Grundarfjörður Tengdar fréttir Hornfirðingar fá hitaveitu Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. 15. október 2017 21:30 Telja frekari tækifæri til borana eftir heitu vatni Jarðhiti til húsahitunar gæti enn verið vannýtt auðlind hérlendis, einkum í dreifbýlinu. Þannig segjast bændur á Ströndum sannfærðir um að þar finnist jarðhiti víða og hvetja til rannsókna og borana. 8. apríl 2022 04:49 Ný heitavatnsuppspretta við Ölfusárbrú Nýr foss, Selfoss, streymir nú í Ölfusá. 1. júlí 2017 20:14 Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. 7. mars 2015 20:59 Eyjamenn fá 80 stiga hita úr sjónum og kælivatn í bónus Sjórinn umhverfis Vestmannayjar verður nýttur til að hita upp hýbýli Eyjamanna með næststærstu varmadælustöð heims. 16. júlí 2017 20:30 Fundu óvænt 75 gráða heitt vatn í Áshildarmýri Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða fundu heita vatnið með því að bora á réttum stað og finna réttu heitavatnssprunguna í landi Áshildarmýrar í Skeiða og Gnúpverjahreppi. 2. september 2017 21:16 Leita af heitustu uppsprettu vatns á Seltjarnanesi Leit að heitu vatni er hafin á Seltjarnarnesi en bora á þrjá tilraunaholur skammt frá Gróttu. 14. maí 2014 20:35 Hitaveita lögð til Skagastrandar Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt samning við Rarik um lagningu hitaveitu í bæinn. Gert er ráð fyrir að fyrstu hús tengist hitaveitunni haustið 2013 og að öll hús hafi möguleika á tengingu haustið 2014. 5. janúar 2012 07:00 Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund kr. á ári 800 manns frá 50 þjóðlöndum læra um nýtingu jarðhita af Íslendingum á ráðstefnu í Hörpu. 27. apríl 2016 19:00 Langþreyttir á heitavatnsleysi Grundfirðingar segja að Orkuveitan þurfi að standa við gerða samninga. 25. júní 2015 09:00 Vonbrigði á Tálknafirði Borun eftir heitu vatni við Tálknafjörð hefur verið hætt án þess að tilætlaður árangur næðist. 13. júní 2013 14:59 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Hornfirðingar fá hitaveitu Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum. 15. október 2017 21:30
Telja frekari tækifæri til borana eftir heitu vatni Jarðhiti til húsahitunar gæti enn verið vannýtt auðlind hérlendis, einkum í dreifbýlinu. Þannig segjast bændur á Ströndum sannfærðir um að þar finnist jarðhiti víða og hvetja til rannsókna og borana. 8. apríl 2022 04:49
Lífsgæði batna þegar heita vatnið kemur í sveitirnar Íbúar 120 sveitabæja í Húnaþingi vestra sjá fram á bætt lífsgæði á næstu árum. 7. mars 2015 20:59
Eyjamenn fá 80 stiga hita úr sjónum og kælivatn í bónus Sjórinn umhverfis Vestmannayjar verður nýttur til að hita upp hýbýli Eyjamanna með næststærstu varmadælustöð heims. 16. júlí 2017 20:30
Fundu óvænt 75 gráða heitt vatn í Áshildarmýri Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða fundu heita vatnið með því að bora á réttum stað og finna réttu heitavatnssprunguna í landi Áshildarmýrar í Skeiða og Gnúpverjahreppi. 2. september 2017 21:16
Leita af heitustu uppsprettu vatns á Seltjarnanesi Leit að heitu vatni er hafin á Seltjarnarnesi en bora á þrjá tilraunaholur skammt frá Gróttu. 14. maí 2014 20:35
Hitaveita lögð til Skagastrandar Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt samning við Rarik um lagningu hitaveitu í bæinn. Gert er ráð fyrir að fyrstu hús tengist hitaveitunni haustið 2013 og að öll hús hafi möguleika á tengingu haustið 2014. 5. janúar 2012 07:00
Hitaveiturnar spara hverjum Íslendingi 200 þúsund kr. á ári 800 manns frá 50 þjóðlöndum læra um nýtingu jarðhita af Íslendingum á ráðstefnu í Hörpu. 27. apríl 2016 19:00
Langþreyttir á heitavatnsleysi Grundfirðingar segja að Orkuveitan þurfi að standa við gerða samninga. 25. júní 2015 09:00
Vonbrigði á Tálknafirði Borun eftir heitu vatni við Tálknafjörð hefur verið hætt án þess að tilætlaður árangur næðist. 13. júní 2013 14:59