Æfingarnar sem Katrín og Sara verða að klára með stæl til að ná inn á leikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eiga fyrir höndum mjög krefjandi æfingar á nætu tveimur sólarhringum. vísir/daníel Last Chance Qualifier hefst í dag en þar keppa þrjátíu karlar og þrjátíu konur um fjögur laus sæti á heimsleikunum í CrossFit, tvö hjá hvoru kyni. Eftir þessa keppni verður það endanlega ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár. Okkar fulltrúar eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir sem báðar voru einu sæti frá því að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitunum. Katrín Tanja og Sara hafa margoft keppt á heimsleikunum, komist báðar á pall og Katrín hefur unnið þá tvisvar. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir þær báðar að missa af heimsleikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þær geta enn báðar komist á heimsleikana en það myndi þýða að íslensku CrossFit konurnar þyrftu að enda í fyrsta og öðru sæti á Last Chance Qualifier mótinu. Keppendur þurfa að klára fjórar æfingar, tvær á miðvikudegi og tvær á fimmtudegi. Miðvikudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis í dag og hádegis á morgun. Fimmtudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis á fimmtudag og hádegis á föstudag. Þar erum við að tala um Kyrrahafstíma en Katrín Tanja er hér á Íslandi en Sara er úti í Bandaríkjunum. Hádegi að Kyrrahafstíma er klukkan sjö að kvöldi að íslenskum tíma. Keppendur vita allt um æfingarnar fyrir fram enda þarf að undirbúa allt vel þegar keppt er í gegnum netið. Það er ljóst að þessar fjórar æfingar munu taka vel á hjá keppendum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wQaJZW2tWSY">watch on YouTube</a> Í dag er fyrri æfingin tvískipt. Fyrst þurfa þær að skila tuttugu hnébeygjum með og axlapressu í sömu hreyfingu (thrusters) en stöngin mun vega tæp 57 kíló hjá konunum. Þær hafa tvær mínútur til að klára þær og geta síðan gert upplyftingar (muscle-up) restina af tímanum. Eftir tveggja mínútna hvíld eiga þær að skila tuttugu upplyftingum og geta síðan bætt við eins mörgum hnébeygjum, með og axlapressu í sömu hreyfingu, eins og þær ná á tveimur mínútum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=W1EQOz0rV5A">watch on YouTube</a> Seinni æfing miðvikudagsins er síðan tvö þúsund metra róður sem þarf að kára á níu mínútum og ef þær ná því að klára áður þá geta þær reynt að ganga sem lengst á höndum áður en níu mínúturnar eru liðnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VQ0OT3D5-Sg">watch on YouTube</a> Fyrri æfing fimmtudagsins er sambland af jafnhendingu með sjötíu kílóa stöng og fimmtán metra spretti. Keppendur eiga að gera endurtekningar upp á 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 og hafa tuttugu mínútur til að klára. Fyrst einu sinni, svo tvisvar, þá þrisvar og svo áfram þar til að þær gera þetta tíu sinnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NjoYedqFxQc">watch on YouTube</a> Seinni æfing fimmtudagsins og jafnframt lokaæfing keppninnar er sambland af þremur æfingum. Fyrst fimmtíu burpee hopp yfir 51 sentímetra kassa, þá 75 sipp og að lokum eiga þær að kasta sex kílóa bolta hundrað sinnum í vegg. Þetta þarf að klára allt á tuttugu mínútum. Það má sjá frekari skýringu á æfingunum í færslu Morning Chalk Up hér fyrir ofan. Hér fyrir ofan má líka sjá myndbönd frá Youtube síðu heimsleikanna sem sýnir líka þessar krefjandi æfingar. Það er ljóst að það þarf alvöru viljastyrk og mikla keppnishörku til að klára þennan pakka í dag og á morgun. Vonandi tekst okkar konum vel upp en nú er að duga eða drepast fyrir þær báðar. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Okkar fulltrúar eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir sem báðar voru einu sæti frá því að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitunum. Katrín Tanja og Sara hafa margoft keppt á heimsleikunum, komist báðar á pall og Katrín hefur unnið þá tvisvar. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir þær báðar að missa af heimsleikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þær geta enn báðar komist á heimsleikana en það myndi þýða að íslensku CrossFit konurnar þyrftu að enda í fyrsta og öðru sæti á Last Chance Qualifier mótinu. Keppendur þurfa að klára fjórar æfingar, tvær á miðvikudegi og tvær á fimmtudegi. Miðvikudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis í dag og hádegis á morgun. Fimmtudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis á fimmtudag og hádegis á föstudag. Þar erum við að tala um Kyrrahafstíma en Katrín Tanja er hér á Íslandi en Sara er úti í Bandaríkjunum. Hádegi að Kyrrahafstíma er klukkan sjö að kvöldi að íslenskum tíma. Keppendur vita allt um æfingarnar fyrir fram enda þarf að undirbúa allt vel þegar keppt er í gegnum netið. Það er ljóst að þessar fjórar æfingar munu taka vel á hjá keppendum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wQaJZW2tWSY">watch on YouTube</a> Í dag er fyrri æfingin tvískipt. Fyrst þurfa þær að skila tuttugu hnébeygjum með og axlapressu í sömu hreyfingu (thrusters) en stöngin mun vega tæp 57 kíló hjá konunum. Þær hafa tvær mínútur til að klára þær og geta síðan gert upplyftingar (muscle-up) restina af tímanum. Eftir tveggja mínútna hvíld eiga þær að skila tuttugu upplyftingum og geta síðan bætt við eins mörgum hnébeygjum, með og axlapressu í sömu hreyfingu, eins og þær ná á tveimur mínútum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=W1EQOz0rV5A">watch on YouTube</a> Seinni æfing miðvikudagsins er síðan tvö þúsund metra róður sem þarf að kára á níu mínútum og ef þær ná því að klára áður þá geta þær reynt að ganga sem lengst á höndum áður en níu mínúturnar eru liðnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VQ0OT3D5-Sg">watch on YouTube</a> Fyrri æfing fimmtudagsins er sambland af jafnhendingu með sjötíu kílóa stöng og fimmtán metra spretti. Keppendur eiga að gera endurtekningar upp á 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 og hafa tuttugu mínútur til að klára. Fyrst einu sinni, svo tvisvar, þá þrisvar og svo áfram þar til að þær gera þetta tíu sinnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NjoYedqFxQc">watch on YouTube</a> Seinni æfing fimmtudagsins og jafnframt lokaæfing keppninnar er sambland af þremur æfingum. Fyrst fimmtíu burpee hopp yfir 51 sentímetra kassa, þá 75 sipp og að lokum eiga þær að kasta sex kílóa bolta hundrað sinnum í vegg. Þetta þarf að klára allt á tuttugu mínútum. Það má sjá frekari skýringu á æfingunum í færslu Morning Chalk Up hér fyrir ofan. Hér fyrir ofan má líka sjá myndbönd frá Youtube síðu heimsleikanna sem sýnir líka þessar krefjandi æfingar. Það er ljóst að það þarf alvöru viljastyrk og mikla keppnishörku til að klára þennan pakka í dag og á morgun. Vonandi tekst okkar konum vel upp en nú er að duga eða drepast fyrir þær báðar.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30