Ná þrjátíu megavöttum með betri nýtingu á varma Reykjanesvirkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júní 2022 22:22 Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, í viðtali við Stöð 2 utan við Reykjanesvirkjun í dag. Egill Aðalsteinsson Mestu virkjanaframkvæmdir landsins um þessar mundir standa yfir á Reykjanesi en þar er verið að stækka jarðgufuvirkjun HS Orku um þrjátíu megavött. Ekki þarf þó að borar nýjar holur á svæðinu til orkuöflunar heldur er ætlunin að nýta betur þann jarðvarma sem þegar er til staðar. Í fréttum Stöðvar 2 var Reykjanesvirkjun heimsótt en sextán ár eru liðin frá því hún tók til starfa með tveimur 50 megavatta túrbínum. Núna er ætlunin að kreista meiri orku úr virkjuninni. Búið er að stækka stöðvarhúsið til að koma fyrir þriðju aflvélinni og reisa nýtt hús við hliðina, sem verður skiljustöð. Stöðvarhús Reykjanesvirkjunar er orðið þriðjungi lengra. Viðbótin er hægra megin.Egill Aðalsteinsson Framkvæmdir hófust í ársbyrjun í fyrra. „Þær hafa gengið bara vonum framar. Við vorum snemma í því að bjóða verkið út og fengum mjög góða verktaka til þess að taka að sér verkefnið. Framkvæmdir hafa bara gengið á áætlun,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Helstu verkakar eru Ístak, Rafal og Hamar, sem og Fuji frá Japan með vélasamstæðuna, og þetta er umtalsverð fjárfesting. Við aðkomuhlið Reykjanesvirkjunar. Viðbótin við stöðvarhúsið er vinstra megin við strompana.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru um átta milljarðar núna. En það var búið að fjárfesta dálítið fyrir. Þannig að allt í allt: Tíu milljarða verkefni.“ Framkvæmdir eru núna í hámarki en um eitthundrað og tuttugu manns vinna að stækkuninni þessa dagana. „Í augnablikinu er þetta stærsta virkjunarframkvæmdin sem er í gangi. Og við teljum fulla þörf á að virkja frekar því það er virkileg eftirspurn, eins og fólk fann fyrir í vetur,“ segir Tómas. Ný skiljustöð er risin sunnan stöðvarhússins en þar verður vatnið skilið frá gufunni.Egill Aðalsteinsson Athygli vekur að ekki þarf að bora nýjar holur til orkuöflunar. „Nei, hér er bara verið að nýta varmann betur frá virkjuninni og virkja hann í sjálfu sér. Við erum að framleiða 80 til 100 megavött í núverandi virkjun og notum svo glatvarmann til að framleiða auka 30 megavött,“ segir forstjórinn. Það hefur gengið á ýmsu í jarðskorpunni undir Reykjanesi síðustu misserin. En skyldu menn við slíkar aðstæður vera smeykir við að standa í framkvæmdum á svæðinu? „Vissulega er það svona ákveðið áhyggjuefni. En samt sem áður ekki. Við erum að nýta þessa orku. Og með þessari eldvirkni er bara orkan að brjótast upp og við bara nýtum hana frekar. Þannig að það er hluti af því að vera að nýta jarðvarma að vera á svona svæðum, sem eru bæði stórkostlega falleg og eldvirk,“ svarar Tómas Már. Sjávarmegin lítur framkvæmdasvæðið svona út.Egill Aðalsteinsson En hvenær verður orkan tilbúin til afhendingar? „Við vonum að prófanir á tækjum og búnaði hefjist í desember og byrjum þá að afhenda orku í byrjun árs 2023.“ Orkan fer á almennan markað. „Þetta mun fara bara inn í okkar viðskiptavinagrunn. Þannig að það er full þörf á þessu rafmagni í dag,“ svarar forstjóri HS Orku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2014 var fjallað um Auðlindagarðinn á Suðurnesjum í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Orkumál Jarðhiti Reykjanesbær Umhverfismál Loftslagsmál Grindavík Tengdar fréttir Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52 Segja mikilvægt að huga að vatnsbúskap við byggingu risa fiskeldisstöðvar Samherja Samherji Fiskeldi ehf. áformar að byggja og reka landeldisstöð með 40 þúsund tonna ársframleiðslugetu í Auðlindagarði Orku við Garð á Reykjanesi undir nafninu Eldisgarður. 17. febrúar 2022 11:54 Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 Skoða leiðir til að verja Suðurnesjalínu fyrir mögulegu eldgosi Landsnet býr nú starfsemi sína undir nokkrar sviðsmyndir ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. 3. mars 2021 14:53 500 manns í sprotafyrirtækjum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum Um fimmhundruð manns starfa nú í ólíkum fyrirtækjum sem orðið hafa til vegna nýsköpunar í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum. 16. desember 2014 19:00 Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Reykjanesvirkjun heimsótt en sextán ár eru liðin frá því hún tók til starfa með tveimur 50 megavatta túrbínum. Núna er ætlunin að kreista meiri orku úr virkjuninni. Búið er að stækka stöðvarhúsið til að koma fyrir þriðju aflvélinni og reisa nýtt hús við hliðina, sem verður skiljustöð. Stöðvarhús Reykjanesvirkjunar er orðið þriðjungi lengra. Viðbótin er hægra megin.Egill Aðalsteinsson Framkvæmdir hófust í ársbyrjun í fyrra. „Þær hafa gengið bara vonum framar. Við vorum snemma í því að bjóða verkið út og fengum mjög góða verktaka til þess að taka að sér verkefnið. Framkvæmdir hafa bara gengið á áætlun,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Helstu verkakar eru Ístak, Rafal og Hamar, sem og Fuji frá Japan með vélasamstæðuna, og þetta er umtalsverð fjárfesting. Við aðkomuhlið Reykjanesvirkjunar. Viðbótin við stöðvarhúsið er vinstra megin við strompana.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru um átta milljarðar núna. En það var búið að fjárfesta dálítið fyrir. Þannig að allt í allt: Tíu milljarða verkefni.“ Framkvæmdir eru núna í hámarki en um eitthundrað og tuttugu manns vinna að stækkuninni þessa dagana. „Í augnablikinu er þetta stærsta virkjunarframkvæmdin sem er í gangi. Og við teljum fulla þörf á að virkja frekar því það er virkileg eftirspurn, eins og fólk fann fyrir í vetur,“ segir Tómas. Ný skiljustöð er risin sunnan stöðvarhússins en þar verður vatnið skilið frá gufunni.Egill Aðalsteinsson Athygli vekur að ekki þarf að bora nýjar holur til orkuöflunar. „Nei, hér er bara verið að nýta varmann betur frá virkjuninni og virkja hann í sjálfu sér. Við erum að framleiða 80 til 100 megavött í núverandi virkjun og notum svo glatvarmann til að framleiða auka 30 megavött,“ segir forstjórinn. Það hefur gengið á ýmsu í jarðskorpunni undir Reykjanesi síðustu misserin. En skyldu menn við slíkar aðstæður vera smeykir við að standa í framkvæmdum á svæðinu? „Vissulega er það svona ákveðið áhyggjuefni. En samt sem áður ekki. Við erum að nýta þessa orku. Og með þessari eldvirkni er bara orkan að brjótast upp og við bara nýtum hana frekar. Þannig að það er hluti af því að vera að nýta jarðvarma að vera á svona svæðum, sem eru bæði stórkostlega falleg og eldvirk,“ svarar Tómas Már. Sjávarmegin lítur framkvæmdasvæðið svona út.Egill Aðalsteinsson En hvenær verður orkan tilbúin til afhendingar? „Við vonum að prófanir á tækjum og búnaði hefjist í desember og byrjum þá að afhenda orku í byrjun árs 2023.“ Orkan fer á almennan markað. „Þetta mun fara bara inn í okkar viðskiptavinagrunn. Þannig að það er full þörf á þessu rafmagni í dag,“ svarar forstjóri HS Orku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árið 2014 var fjallað um Auðlindagarðinn á Suðurnesjum í þættinum Um land allt, sem sjá má hér:
Orkumál Jarðhiti Reykjanesbær Umhverfismál Loftslagsmál Grindavík Tengdar fréttir Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52 Segja mikilvægt að huga að vatnsbúskap við byggingu risa fiskeldisstöðvar Samherja Samherji Fiskeldi ehf. áformar að byggja og reka landeldisstöð með 40 þúsund tonna ársframleiðslugetu í Auðlindagarði Orku við Garð á Reykjanesi undir nafninu Eldisgarður. 17. febrúar 2022 11:54 Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 Skoða leiðir til að verja Suðurnesjalínu fyrir mögulegu eldgosi Landsnet býr nú starfsemi sína undir nokkrar sviðsmyndir ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. 3. mars 2021 14:53 500 manns í sprotafyrirtækjum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum Um fimmhundruð manns starfa nú í ólíkum fyrirtækjum sem orðið hafa til vegna nýsköpunar í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum. 16. desember 2014 19:00 Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag. 12. janúar 2021 22:52
Segja mikilvægt að huga að vatnsbúskap við byggingu risa fiskeldisstöðvar Samherja Samherji Fiskeldi ehf. áformar að byggja og reka landeldisstöð með 40 þúsund tonna ársframleiðslugetu í Auðlindagarði Orku við Garð á Reykjanesi undir nafninu Eldisgarður. 17. febrúar 2022 11:54
Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15
Skoða leiðir til að verja Suðurnesjalínu fyrir mögulegu eldgosi Landsnet býr nú starfsemi sína undir nokkrar sviðsmyndir ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. 3. mars 2021 14:53
500 manns í sprotafyrirtækjum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum Um fimmhundruð manns starfa nú í ólíkum fyrirtækjum sem orðið hafa til vegna nýsköpunar í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum. 16. desember 2014 19:00
Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15