Viðurkenndi lögbrot vegna Tónaflóðs eftir vandlega yfirlegu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 08:39 Ríkisútvarpið þarf að greiða 1,5 milljónir í stjórnvaldssekt vegna málsins. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið braut lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru á sumrin 2020 og 2021. Eftir athugun Fjölmiðlanefndar og vandlega yfirlegu Ríkisútvarpsins komst ríkisfjölmiðillinn sjálfur að þeirri niðurstöðu að kostun þáttanna hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Tónaflóð var sýnt í beinni útsendingu umrædd sumur. Um var að ræða beina útsendingu frá sumartónleikum RÚV og Rásar 2. Tónlistarmenn ferðuðust um landið og sýnt var beint frá tónleikum sem haldnir voru í öllum landshlutum. Þekktum tónlistarmönnum úr héraði var boðið að taka lagið með hljómsveitinni Albatross. Þættirnir voru kostaðir. Taldi RÚV að kostun á þáttunum væri heimild þar sem lög um Ríkisútvarpið heimila kostun á því sem nefnist íburðarmiklir viðburðir. Ábending barst um að kostun Tónaflóðs Málið var tekið til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd eftir að ábending barst um að Tónaflóðsþættirnir gætu ekki talist falla undir þann flokk. Í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar kom fram að stofnunin hafi hins vegar upphaflega litið á að þættirnir féllu undir þann flokk. Var það meðal annars rökstudd með því að árleg útsending RÚV og Rásar frá útitónleikum Menningarnætur félli undir flokkinn íburðarmikill viðburður. Ákveðið hafi verið sumarið 2020, meðal annars í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu, að fjölga tónleikum og færa þá landsbyggðinni. Stórtónleikar á Menningarnótt tengjast málinu.Vísir/Vilhelm Hafi tónleikar verið haldnir víðs vegar um landið það sumar undir merkjum Tónaflóðs. Til hafi staðið að ljúka tónleikaröðinni með stórtónleikum frá Arnarhóli í Reykjavík á Menningarnótt en ekki hafi orðið af því vegna sóttvarnarráðstafana. Þess í stað hafi lokatónleikarnir farið fram í Gamla bíói. Hafi þættirnir Tónaflóð verið hugsaðir sem „safn tónleika í einu knippi“, það er að litið hafi verið svo á að einstakir tónleikar væru samofnir útsendingu lokatónleika Menningarnætur og þannig hafi þeir verið taldir flokkast undir að vera íburðarmikill dagskrárliður. Lágu yfir málinu og komust að því að lög hafi verið brotin Hins vegar kemur einnig fram í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar að eftir vandlega yfirlegu hafi RÚV komist að þeirri niðurstöðu að kostun Tónaflóðs hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Hvorki hafi verið um að ræða þáttaröð sem talist geti íburðarmikill dagskrárliður samkvæmt lögum og skilgreiningu í auglýsingareglum RÚV, og hafi enda aldrei verið litið svo á, né geti einstakar útsendingar, að Menningarnótt frátalinni, talist íburðarmiklar eftir efni sínu. Þá hafi ekki verið rétt að líta á allar útsendingarnar sem eina samfellda heild, líkt og raunin hafi verið. Fjölmiðlanefnd hefur sektað RÚV um 1,5 milljónir vegna málsins. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Tónaflóð var sýnt í beinni útsendingu umrædd sumur. Um var að ræða beina útsendingu frá sumartónleikum RÚV og Rásar 2. Tónlistarmenn ferðuðust um landið og sýnt var beint frá tónleikum sem haldnir voru í öllum landshlutum. Þekktum tónlistarmönnum úr héraði var boðið að taka lagið með hljómsveitinni Albatross. Þættirnir voru kostaðir. Taldi RÚV að kostun á þáttunum væri heimild þar sem lög um Ríkisútvarpið heimila kostun á því sem nefnist íburðarmiklir viðburðir. Ábending barst um að kostun Tónaflóðs Málið var tekið til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd eftir að ábending barst um að Tónaflóðsþættirnir gætu ekki talist falla undir þann flokk. Í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar kom fram að stofnunin hafi hins vegar upphaflega litið á að þættirnir féllu undir þann flokk. Var það meðal annars rökstudd með því að árleg útsending RÚV og Rásar frá útitónleikum Menningarnætur félli undir flokkinn íburðarmikill viðburður. Ákveðið hafi verið sumarið 2020, meðal annars í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu, að fjölga tónleikum og færa þá landsbyggðinni. Stórtónleikar á Menningarnótt tengjast málinu.Vísir/Vilhelm Hafi tónleikar verið haldnir víðs vegar um landið það sumar undir merkjum Tónaflóðs. Til hafi staðið að ljúka tónleikaröðinni með stórtónleikum frá Arnarhóli í Reykjavík á Menningarnótt en ekki hafi orðið af því vegna sóttvarnarráðstafana. Þess í stað hafi lokatónleikarnir farið fram í Gamla bíói. Hafi þættirnir Tónaflóð verið hugsaðir sem „safn tónleika í einu knippi“, það er að litið hafi verið svo á að einstakir tónleikar væru samofnir útsendingu lokatónleika Menningarnætur og þannig hafi þeir verið taldir flokkast undir að vera íburðarmikill dagskrárliður. Lágu yfir málinu og komust að því að lög hafi verið brotin Hins vegar kemur einnig fram í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar að eftir vandlega yfirlegu hafi RÚV komist að þeirri niðurstöðu að kostun Tónaflóðs hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Hvorki hafi verið um að ræða þáttaröð sem talist geti íburðarmikill dagskrárliður samkvæmt lögum og skilgreiningu í auglýsingareglum RÚV, og hafi enda aldrei verið litið svo á, né geti einstakar útsendingar, að Menningarnótt frátalinni, talist íburðarmiklar eftir efni sínu. Þá hafi ekki verið rétt að líta á allar útsendingarnar sem eina samfellda heild, líkt og raunin hafi verið. Fjölmiðlanefnd hefur sektað RÚV um 1,5 milljónir vegna málsins.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira