„Það logaði í einhverjum tækjabúnaði sem var verið að nota til að laga tankana efst í Maríubaug,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.
Mikill viðbúnaður var við tankana en allt tiltækt teymi slökkviliðsins var kallað til þar sem reykurinn var svo mikill.
Búið er að slökkva eldinn að mestu leiti en slökkviliðið verður áfram með viðveru á svæðinu og skoðar málið betur.
Slökkviliðið lokaði götunni að tönkunum á meðan verið var að slökkva eldinn en íbúar söfnuðust margir saman við tankana þegar þeir sáu reykinn.
Fréttin hefur verið uppfærð.
