LOGOS fékk alls 6,2 milljónir frá Bankasýslunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2022 18:37 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar. vísir/stefán Lögmannsstofan LOGOS fékk samtals greitt 1.475.750 krónur fyrir vinnu við lögfræðiálit um hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði. Lögmannsstofan hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar en var þá ekki sérstaklega beðin um að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun Bankasýslunnar, að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka - hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. Kom áður að söluferlinu Í fyrirspurninni er einnig krafist svara við því hvers vegna LOGOS hafi verið falið að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, í ljósi þess að lögmannsstofan kom áður að söluferlinu sem innlendur ráðgjafi. Í svari Bjarna Benediktssonar segir að LOGOS hafi verið Bankasýslunni til ráðgjafar eftir söluna í tengslum við ýmis álitaefni og fyrirspurnir sem upp hafa komið enda sé stofnuninni heimilt að leita sér ráðgjafar við þau verkefni og ákvarðanir sem hún hefur með höndum. „Tekið skal fram að LOGOS kom ekki að ákvörðunum um skerðingu áskrifta og úthlutun til bjóðenda og hafði því ekki áður lagt mat á þau álitaefni sem til umfjöllunar voru í minnisblaði lögmannsstofunnar. Af þeim sökum m.a. þótti ekki sérstakt tilefni til að leita annað um ráðgjöf vegna þessara atriða,“ segir í svari Bjarna. Samtals greiddi Bankasýslan LOGOS tæpar 6,2 milljónir króna á árinu 2022 en ekki kemur fram fyrir hve marga klukkustundir stofan rukkaði. Nánari sundurliðun á verkefnum og vinnuskýrslum má nálgast á vef Alþingis. Morgunblaðinu veittur forgangur Einnig var farið fram á svör um hvers vegna jafnræðis hafi ekki verið gætt gagnvart fjölmiðlum við birtingu lögfræðiálitsins 18. maí síðastliðinn en fréttatilkynning var send á fjölmiðla klukkan sex að morgni en þá hafði frétt um álitið þegar birst á forsíðu Morgunblaðsins. Í svari Bjarna segir að hringt hafi verið í ritstjórnir þeirra prentmiðla sem komu út um miðvikudagsmorguninn, Morgunblaðið og Fréttablaðið. Ekki hafi náðst samband símleiðis við ritstjórn Fréttablaðsins en aðili á ritstjórn Morgunblaðsins óskaði eftir að fá tilkynningu senda eftir að hafa samþykkt skilyrði um að efni hennar yrði ekki gert opinbert fyrr en tilkynning hefði verið send helstu fjölmiðlum 18. maí kl. 06.00. „Þar sem aðeins náðist samband símleiðis við ritstjórn Morgunblaðsins var tilkynningin einungis send Morgunblaðinu daginn áður til birtingar á sama tíma og tilkynning var send öðrum miðlum 18. maí,“ segir í svarinu. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun Bankasýslunnar, að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka - hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. Kom áður að söluferlinu Í fyrirspurninni er einnig krafist svara við því hvers vegna LOGOS hafi verið falið að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, í ljósi þess að lögmannsstofan kom áður að söluferlinu sem innlendur ráðgjafi. Í svari Bjarna Benediktssonar segir að LOGOS hafi verið Bankasýslunni til ráðgjafar eftir söluna í tengslum við ýmis álitaefni og fyrirspurnir sem upp hafa komið enda sé stofnuninni heimilt að leita sér ráðgjafar við þau verkefni og ákvarðanir sem hún hefur með höndum. „Tekið skal fram að LOGOS kom ekki að ákvörðunum um skerðingu áskrifta og úthlutun til bjóðenda og hafði því ekki áður lagt mat á þau álitaefni sem til umfjöllunar voru í minnisblaði lögmannsstofunnar. Af þeim sökum m.a. þótti ekki sérstakt tilefni til að leita annað um ráðgjöf vegna þessara atriða,“ segir í svari Bjarna. Samtals greiddi Bankasýslan LOGOS tæpar 6,2 milljónir króna á árinu 2022 en ekki kemur fram fyrir hve marga klukkustundir stofan rukkaði. Nánari sundurliðun á verkefnum og vinnuskýrslum má nálgast á vef Alþingis. Morgunblaðinu veittur forgangur Einnig var farið fram á svör um hvers vegna jafnræðis hafi ekki verið gætt gagnvart fjölmiðlum við birtingu lögfræðiálitsins 18. maí síðastliðinn en fréttatilkynning var send á fjölmiðla klukkan sex að morgni en þá hafði frétt um álitið þegar birst á forsíðu Morgunblaðsins. Í svari Bjarna segir að hringt hafi verið í ritstjórnir þeirra prentmiðla sem komu út um miðvikudagsmorguninn, Morgunblaðið og Fréttablaðið. Ekki hafi náðst samband símleiðis við ritstjórn Fréttablaðsins en aðili á ritstjórn Morgunblaðsins óskaði eftir að fá tilkynningu senda eftir að hafa samþykkt skilyrði um að efni hennar yrði ekki gert opinbert fyrr en tilkynning hefði verið send helstu fjölmiðlum 18. maí kl. 06.00. „Þar sem aðeins náðist samband símleiðis við ritstjórn Morgunblaðsins var tilkynningin einungis send Morgunblaðinu daginn áður til birtingar á sama tíma og tilkynning var send öðrum miðlum 18. maí,“ segir í svarinu.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira