Alfreð æfir með Lyngby: Gæti spilað síðar í vikunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 09:00 Danmörk gæti verið næsti áfangastaður Alfreðs Finnbogasonar. Mario Hommes/Getty Images Alfreð Finnbogason æfir með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Gæti Alfreð spilað æfingaleik með liðinu á föstudaginn kemur. Hinn 33 ára gamli Alfreð lék með Augsburg í Þýskalandi á síðustu leiktíð en samningur hans rann út í sumar og er framherjanum því frjálst að semja við hvaða lið sem er. Hann var í viðræðum við Hammarby í Svíþjóð nýverið en er nú mættur til æfinga í Danmörku. Danski vefurinn Bold greindi frá að Alfreð væri nú að æfa með nýliðum Lyngby en liðið flaug upp í dönsku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili Freys. Þekkjast þeir ágætlega frá því að Freyr var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en Alfreð hefur spilað 61 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Lyngby mætir Bröndby í dag, þriðjudag, en Alfreð er ekki meðal leikmanna liðsins í þeim leik. Í frétt Bold kemur hins vegar fram að hann gæti spilað með Lyngby er liðið mætir HB Köge á föstudag. "Vi vil teste nogle taktiske elementer af" Vi tester formen af mod Brøndby IF ved frokosttid i dag - se truppen og hør fra Freyr Alexandersson herunder #SammenforLyngbyhttps://t.co/LmhrVqFovA— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) July 5, 2022 Lærisveinar Freys eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en liðið mætir Silkeborg í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar þann 17. júlí næstkomandi. Alls var Alfreð í sex ár hjá Augsburg en hann hefur komið víða við á atvinnumannaferli sínum. Alfreð hefur spilað á Spáni með Real Sociedad, í Grikklandi með Olympiacos, með Heerenveen í Hollandi, Helsingborg í Svíþjóð og Lokeren í Belgíu. Hver veit nema Lyngby í Danmörku sé næst á dagskrá. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby. 21. júní 2022 19:59 „Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30 Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00 Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Alfreð lék með Augsburg í Þýskalandi á síðustu leiktíð en samningur hans rann út í sumar og er framherjanum því frjálst að semja við hvaða lið sem er. Hann var í viðræðum við Hammarby í Svíþjóð nýverið en er nú mættur til æfinga í Danmörku. Danski vefurinn Bold greindi frá að Alfreð væri nú að æfa með nýliðum Lyngby en liðið flaug upp í dönsku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili Freys. Þekkjast þeir ágætlega frá því að Freyr var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins en Alfreð hefur spilað 61 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Lyngby mætir Bröndby í dag, þriðjudag, en Alfreð er ekki meðal leikmanna liðsins í þeim leik. Í frétt Bold kemur hins vegar fram að hann gæti spilað með Lyngby er liðið mætir HB Köge á föstudag. "Vi vil teste nogle taktiske elementer af" Vi tester formen af mod Brøndby IF ved frokosttid i dag - se truppen og hør fra Freyr Alexandersson herunder #SammenforLyngbyhttps://t.co/LmhrVqFovA— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) July 5, 2022 Lærisveinar Freys eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil en liðið mætir Silkeborg í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar þann 17. júlí næstkomandi. Alls var Alfreð í sex ár hjá Augsburg en hann hefur komið víða við á atvinnumannaferli sínum. Alfreð hefur spilað á Spáni með Real Sociedad, í Grikklandi með Olympiacos, með Heerenveen í Hollandi, Helsingborg í Svíþjóð og Lokeren í Belgíu. Hver veit nema Lyngby í Danmörku sé næst á dagskrá.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby. 21. júní 2022 19:59 „Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30 Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00 Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby. 21. júní 2022 19:59
„Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30
Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00
Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33