Fimmtán ára vill bæjarstjórastólinn: „Ég hef allavega stuðning félaga minna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 20:07 Hér er Sigurjón ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta lýðveldisins. Hver veit nema Sigurjón reyni einn daginn að komast á Bessastaði? Mosfellingur á sextánda aldursári hefur sótt um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Meðal stefnumála hans er að styðja betur við kennara og gera Mosó að grænna samfélagi. Í gær var greint frá því að þrjátíu hefðu sótt um stöðu bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Á listanum mátti meðal annars finna nafn Sigurjóns Nóa Ríkharðssonar, sem skráður er sem nemi. Sigurjón er fæddur árið 2006 og kemur til með að hefja nám við Menntaskólann í Sund í haust. „Ég sá þetta bara auglýst á Instagram-síðu Mosfellsbæjar og fannst sniðugt að sækja um,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu, þá nýkominn úr unglingavinnunni. Við umsóknina þurfti hann að skila inn grunnupplýsingum um sig auk ferilskrár. Flóknara var umsóknarferlið ekki. Aðspurður segist Sigurjón hóflega bjartsýnn á að hreppa starfið, en í hópi umsækjenda má meðal annars finna fyrrverandi sveitarstjóra, lögfræðinga og forstjóra. „Ég hef allavega stuðning félaga minna,“ segir Sigurjón léttur í bragði. Með stefnumálin á reiðum höndum Þegar Sigurjón er inntur eftir þeim málefnum sem hann myndi vilja koma til leiðar, færi svo að hann yrði ráðinn til að stýra Mosfellsbæ, stendur ekki á svörum. Á liðnu skólaári vann hann að kosningaverkefni í skólanum, þar sem hann vann að mótun stefnumála. „Við vildum fá betra íþróttastarf, hækka aldurstakmark á sköttum í 18 ára, fleiri og nýrri leiktæki, biðja Hopp um að staðsetja fleiri rafmagnsfarartæki í Mosfellsbæ , styðja betur við kennara og gera Mosfellsbæ að grænna samfélagi,“ segir Sigurjón og bætir við að hann gæti vel séð fyrir sér að yfirfæra stefnumálin, í það minnsta að hluta, yfir á sveitarstjórastarfið. Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Krakkar Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Sjá meira
Í gær var greint frá því að þrjátíu hefðu sótt um stöðu bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Á listanum mátti meðal annars finna nafn Sigurjóns Nóa Ríkharðssonar, sem skráður er sem nemi. Sigurjón er fæddur árið 2006 og kemur til með að hefja nám við Menntaskólann í Sund í haust. „Ég sá þetta bara auglýst á Instagram-síðu Mosfellsbæjar og fannst sniðugt að sækja um,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu, þá nýkominn úr unglingavinnunni. Við umsóknina þurfti hann að skila inn grunnupplýsingum um sig auk ferilskrár. Flóknara var umsóknarferlið ekki. Aðspurður segist Sigurjón hóflega bjartsýnn á að hreppa starfið, en í hópi umsækjenda má meðal annars finna fyrrverandi sveitarstjóra, lögfræðinga og forstjóra. „Ég hef allavega stuðning félaga minna,“ segir Sigurjón léttur í bragði. Með stefnumálin á reiðum höndum Þegar Sigurjón er inntur eftir þeim málefnum sem hann myndi vilja koma til leiðar, færi svo að hann yrði ráðinn til að stýra Mosfellsbæ, stendur ekki á svörum. Á liðnu skólaári vann hann að kosningaverkefni í skólanum, þar sem hann vann að mótun stefnumála. „Við vildum fá betra íþróttastarf, hækka aldurstakmark á sköttum í 18 ára, fleiri og nýrri leiktæki, biðja Hopp um að staðsetja fleiri rafmagnsfarartæki í Mosfellsbæ , styðja betur við kennara og gera Mosfellsbæ að grænna samfélagi,“ segir Sigurjón og bætir við að hann gæti vel séð fyrir sér að yfirfæra stefnumálin, í það minnsta að hluta, yfir á sveitarstjórastarfið.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Krakkar Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Sjá meira