Brettum upp ermar Hugrún Elvarsdóttir skrifar 7. júlí 2022 10:30 Skýr stefnumörkun og gagnsætt bókhald er grundvöllur þess að hægt sé að meta árangur af beitingu stjórntækja, líkt og grænum sköttum, ívilnunum og styrkjum sem notuð eru í þágu loftslagsmarkmiða. Umræða um loftslagstengda fjármálastefnu, fjárlagagerð og notkun tekna af tekjuskapandi loftslagsaðgerðum hefur aukist verulega á alþjóðlegum vettvangi. Íslensk stjórnvöld hafa tekið fyrstu skrefin í átt að auknu gagnsæi þegar kemur að kostnaði vegna loftslagsaðgerða en samkvæmt skýrslu OECD frá árinu 2019 er enn mikilla úrbóta þörf á gagnsæi hvað varðar innheimt umhverfisgjöld. Aukið fjármagn eitt og sér leysir auðvitað ekki vandann. Það þarf að vera skýrt hvernig fénu skal varið og hvers vegna. Kortleggja þarf nauðsynlegar aðgerðir á sviði loftslagsmála, forgangsraða verkefnum miðað við losun og skilgreina lykilárangursmælikvarða svo hægt sé að meta kostnað og árangur þeirra aðgerða sem ráðist er í. Þannig væri hægt að fylgjast með framgangi einstakra verkefna og bregðast við með viðeigandi hætti miðað við árangur eða þegar nýjar áskoranir koma fram. Aukin fjárframlög til umhverfis- og loftslagsmála verða þannig að byggja á metnaðarfullri heildarstefnu og fjármögnuðum vörðum á leiðinni ef við ætlum að ná 55% samdrætti í losun fyrir 2030. Stefnulaus skattheimta Atvinnulífið hefur ítrekað bent á að tryggja þurfi aukið gagnsæi í loftslagshagstjórn landsins. Hvað eftir annað hefur verið bent á að grænt fjármagn sé lykilþáttur í að finna lausnir á loftslagsvandanum og mikilvægt sé að fjármagn fari í réttan farveg. Aftur á móti er ekki birt bókhald yfir ,,grænar tekjur“ á móti ,,grænum útgjöldum“ hins opinbera og ógagnsæi ríkir því um hvert fjármagnið fer, sem innheimt er í formi grænna skatta. Tilgangur og markmið skattheimtunnar eru því óskýr. Í nýútgefinni skýrslu Loftslagsráðs er farið yfir tekjur ríkissjóðs af loftslagsaðgerðum. Þar kemur fram að helstu tekjustofnar ríkisins eru kolefnisgjaldið, skattur á F-gös og tekjur af uppboðsheimildum vegna þátttöku í ETS-kerfinu. Benda má á að tekjur af kolefnisgjaldi jukust verulega á undanförnum árum. Atvinnulífið hefur margsinnis bent á að það væri eðlileg þróun að fjárframlög sem eru sambærileg tekjum af kolefnisgjaldi og öðrum umhverfissköttum renni til verkefna sem miða að því að loftslagsmarkmið Íslands náist. Árið 2012 var að finna ákvæði í lögum um loftslagsmál um að helmingur tekna Íslands af uppboðsheimildum rynnu í Loftslagssjóð og að tekjurnar skyldu standa undir rekstri viðskiptakerfisins í stjórnsýslunni, en ákvæðið var fellt úr gildi 2014. Til samanburðar runnu 78% tekna af sölu losunarheimilda innan ESB á tímabilinu 2013-2019 í verkefni á sviði umhverfis- og orkumála, skv. skýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá árinu 2020. Tryggja þarf að tekjur sem koma frá ETS-kerfinu verði nýttar í þróun og uppbyggingu á umhverfisvænum lausnum í t.a.m. málmframleiðslu. Til upplýsinga þá er kostnaður innlendra málmframleiðenda af kaupum losunarheimilda vel yfir milljarður og tekjur íslenska ríkisins af ETS-kerfinu voru um 1,3 milljarðar árið 2020. Það kann að vera óhjákvæmilegt í einhverjum tilvikum að beita sköttum sem stjórntæki til að ná markmiðum Íslands í loftlagsmálum. Þó ber að hafa í huga að skattlagning á fyrirtæki, sem kemur í veg fyrir að fyrirtæki geti fjárfest í umhverfisvænum og grænum lausnum, dregur styrk úr hagkerfinu, minnkar samkeppnishæfni fyrirtækja, stuðlar að kolefnisleka og kemur niður á sameiginlegri baráttu okkar allra á þessu sviði. Grænir skattar eiga því að vera nýttir í að ná settum markmiðum í loftslagsmálum og styðja atvinnulífið og landsmenn í að fjárfesta í umhverfisvænum lausnum og/eða til að kolefnisjafna óhjákvæmilega losun, en ekki til almennrar tekjuöflunar fyrir ríkið. Verulegra úrbóta þörf Hið opinbera mun ekki ná tilskildum markmiðum með núverandi fyrirkomulagi enda forgangsröðun aðgerða og ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða með öllu óljós. Það liggur því í augum uppi að samhæfa þarf fjármál hins opinbera og stefnu ríkisins í loftslagsmálum. Fram undan eru stór verkefni í umhverfis- og loftslagsmálum. Mikilvægt er að stjórnvöld og atvinnulíf haldi í sameiningu utan um árangur aðgerða m.t.t fjárframlaga þannig að framvinda markmiðs um 55% samdrátt í losun 2030 og kolefnishlutleysi 2040 sé ávallt ljós, en öflug samvinna atvinnulífs og stjórnvalda mun varða leiðina að þessu metnaðarfulla markmiði. Tími fjármögnunar til fræðslu er liðinn, við vitum hver áskorunin er. Nú þarf að bretta upp ermar og setja mælanleg markmið svo hægt sé að greina hvað skilar mestum árangri í samdrætti miðað við kostnað. Í kjölfarið er hægt að taka gagnadrifnar ákvarðanir og verja fjármagni í verkefni sem atvinnulífið þróar og sem draga mest úr losun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Skýr stefnumörkun og gagnsætt bókhald er grundvöllur þess að hægt sé að meta árangur af beitingu stjórntækja, líkt og grænum sköttum, ívilnunum og styrkjum sem notuð eru í þágu loftslagsmarkmiða. Umræða um loftslagstengda fjármálastefnu, fjárlagagerð og notkun tekna af tekjuskapandi loftslagsaðgerðum hefur aukist verulega á alþjóðlegum vettvangi. Íslensk stjórnvöld hafa tekið fyrstu skrefin í átt að auknu gagnsæi þegar kemur að kostnaði vegna loftslagsaðgerða en samkvæmt skýrslu OECD frá árinu 2019 er enn mikilla úrbóta þörf á gagnsæi hvað varðar innheimt umhverfisgjöld. Aukið fjármagn eitt og sér leysir auðvitað ekki vandann. Það þarf að vera skýrt hvernig fénu skal varið og hvers vegna. Kortleggja þarf nauðsynlegar aðgerðir á sviði loftslagsmála, forgangsraða verkefnum miðað við losun og skilgreina lykilárangursmælikvarða svo hægt sé að meta kostnað og árangur þeirra aðgerða sem ráðist er í. Þannig væri hægt að fylgjast með framgangi einstakra verkefna og bregðast við með viðeigandi hætti miðað við árangur eða þegar nýjar áskoranir koma fram. Aukin fjárframlög til umhverfis- og loftslagsmála verða þannig að byggja á metnaðarfullri heildarstefnu og fjármögnuðum vörðum á leiðinni ef við ætlum að ná 55% samdrætti í losun fyrir 2030. Stefnulaus skattheimta Atvinnulífið hefur ítrekað bent á að tryggja þurfi aukið gagnsæi í loftslagshagstjórn landsins. Hvað eftir annað hefur verið bent á að grænt fjármagn sé lykilþáttur í að finna lausnir á loftslagsvandanum og mikilvægt sé að fjármagn fari í réttan farveg. Aftur á móti er ekki birt bókhald yfir ,,grænar tekjur“ á móti ,,grænum útgjöldum“ hins opinbera og ógagnsæi ríkir því um hvert fjármagnið fer, sem innheimt er í formi grænna skatta. Tilgangur og markmið skattheimtunnar eru því óskýr. Í nýútgefinni skýrslu Loftslagsráðs er farið yfir tekjur ríkissjóðs af loftslagsaðgerðum. Þar kemur fram að helstu tekjustofnar ríkisins eru kolefnisgjaldið, skattur á F-gös og tekjur af uppboðsheimildum vegna þátttöku í ETS-kerfinu. Benda má á að tekjur af kolefnisgjaldi jukust verulega á undanförnum árum. Atvinnulífið hefur margsinnis bent á að það væri eðlileg þróun að fjárframlög sem eru sambærileg tekjum af kolefnisgjaldi og öðrum umhverfissköttum renni til verkefna sem miða að því að loftslagsmarkmið Íslands náist. Árið 2012 var að finna ákvæði í lögum um loftslagsmál um að helmingur tekna Íslands af uppboðsheimildum rynnu í Loftslagssjóð og að tekjurnar skyldu standa undir rekstri viðskiptakerfisins í stjórnsýslunni, en ákvæðið var fellt úr gildi 2014. Til samanburðar runnu 78% tekna af sölu losunarheimilda innan ESB á tímabilinu 2013-2019 í verkefni á sviði umhverfis- og orkumála, skv. skýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá árinu 2020. Tryggja þarf að tekjur sem koma frá ETS-kerfinu verði nýttar í þróun og uppbyggingu á umhverfisvænum lausnum í t.a.m. málmframleiðslu. Til upplýsinga þá er kostnaður innlendra málmframleiðenda af kaupum losunarheimilda vel yfir milljarður og tekjur íslenska ríkisins af ETS-kerfinu voru um 1,3 milljarðar árið 2020. Það kann að vera óhjákvæmilegt í einhverjum tilvikum að beita sköttum sem stjórntæki til að ná markmiðum Íslands í loftlagsmálum. Þó ber að hafa í huga að skattlagning á fyrirtæki, sem kemur í veg fyrir að fyrirtæki geti fjárfest í umhverfisvænum og grænum lausnum, dregur styrk úr hagkerfinu, minnkar samkeppnishæfni fyrirtækja, stuðlar að kolefnisleka og kemur niður á sameiginlegri baráttu okkar allra á þessu sviði. Grænir skattar eiga því að vera nýttir í að ná settum markmiðum í loftslagsmálum og styðja atvinnulífið og landsmenn í að fjárfesta í umhverfisvænum lausnum og/eða til að kolefnisjafna óhjákvæmilega losun, en ekki til almennrar tekjuöflunar fyrir ríkið. Verulegra úrbóta þörf Hið opinbera mun ekki ná tilskildum markmiðum með núverandi fyrirkomulagi enda forgangsröðun aðgerða og ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða með öllu óljós. Það liggur því í augum uppi að samhæfa þarf fjármál hins opinbera og stefnu ríkisins í loftslagsmálum. Fram undan eru stór verkefni í umhverfis- og loftslagsmálum. Mikilvægt er að stjórnvöld og atvinnulíf haldi í sameiningu utan um árangur aðgerða m.t.t fjárframlaga þannig að framvinda markmiðs um 55% samdrátt í losun 2030 og kolefnishlutleysi 2040 sé ávallt ljós, en öflug samvinna atvinnulífs og stjórnvalda mun varða leiðina að þessu metnaðarfulla markmiði. Tími fjármögnunar til fræðslu er liðinn, við vitum hver áskorunin er. Nú þarf að bretta upp ermar og setja mælanleg markmið svo hægt sé að greina hvað skilar mestum árangri í samdrætti miðað við kostnað. Í kjölfarið er hægt að taka gagnadrifnar ákvarðanir og verja fjármagni í verkefni sem atvinnulífið þróar og sem draga mest úr losun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun