Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum KSÍ í dag.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er fingurbrotin og verður ekki í leikmannahópi A kvenna á EM. Auður Scheving Sveinbjörnsdóttir kemur í hópinn í hennar stað og kemur til móts við íslenska liðið í dag, laugardag. pic.twitter.com/QhD08AAj3Y
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 9, 2022
Þar segir enn fremur að Auður Scheving Sveinbjörnsdóttir leysi Cecilu Rán af hólmi en hún komi til móts við hópinn í Crewe í dag.
Íslenska liðið hefur keppni á mótinu á morgun þegar liðið mætir Belgíu á æfingavelli Manchester City.