„Við bjuggum eitthvað til og nú kunna aðrir það“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. júlí 2022 12:30 Hljómsveitin FLOTT er á leið á sína fyrstu Þjóðhátíð. Aðsend Hljómsveitin FLOTT er skipuð fimm tónlistarkonum úr ólíkum áttum tónlistarheimsins, þeim Ragnhildi, Sylvíu, Sólrúnu Mjöll, Eyrúnu og Vigdísi. FLOTT hefur vakið athygli undanfarin misseri, voru sem dæmi með lag í Áramótaskaupinu og skrifuðu í vetur undir samning við Sony. Stelpurnar koma fram á Þjóðhátíð í ár en þetta er í fyrsta skipti sem þær sækja hátíðina. Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. View this post on Instagram A post shared by FLOTT (@fknflott) Hvenær fóruð þið fyrst á Þjóðhátíð? Þetta er náttúrulega mjög vandræðalegt, en engin okkar hefur farið. Það er ekki amalegt að fyrsta skiptið í Dalnum verði á sviði. Hvað finnst ykkur skemmtilegast við að koma fram? Það er skemmtilegast að finna fyrir orkunni frá áhorfendum og að við séum að skapa eitthvað saman. Við höldum alltaf að enginn kunni lögin okkar og hvað þá textana því þeir eru alltof langir hjá Vigdísi en svo undanfarið höfum við tekið eftir áhorfendum að syngja með og það er alltaf alveg magnað. Við bjuggum eitthvað til og nú kunna aðrir það. Það er líka svo gaman að hittast og æfa fyrir svona stóra tónleika og að fá að upplifa svona stór augnablik saman. Meðlimir FLOTT njóta þess að skapa saman.Aðsend Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þið stígið á svið? Við leggjum upp úr spilagleði, húmor og stemningu. Við tökum okkur ekki mjög alvarlega heldur finnst bara gaman að hafa gaman. Ef það er ekki gaman, þá er yfirleitt leiðinlegt. Áhorfendur mega svo búast við lögum sem þau hafa heyrt oft, heyrt sjaldan og aldrei heyrt. Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið ykkar? Við erum fimm einstaklingar í bandinu með ólíkar skoðanir og smekk en erum margar hverjar gamlar sálir og finnst „Ég veit þú kemur” vera þjóðargersemi. Ýmsir halda að textinn sé um ástarsamband en hann sprettur víst úr því þegar Oddgeir og Ási í Bæ, sem unnu almennt einstaklega vel saman, urðu eitthvað ósáttir en Ási rétti svo fram sáttarhönd með þessum fallega texta. Eða það heyrðum við allavega! Eyjamenn geta staðfest þetta eða leiðrétt. Hvernig ætlið þið að undirbúa ykkur fyrir stóru stundina? Við reynum alltaf að vera búnar að æfa okkur vel og samstilla okkur. Það er ekkert heilagt í rútínu FLOTT en við eigum það reyndar til að verða smá stressaðar og fyllast einhverjum efasemdum af og til um eigið ágæti og tilvist, sérstaklega rétt fyrir gigg. En við erum góðar í því að hvetja hvor aðra áfram og náum alltaf að lenda fyrir tónleika og njóta þess að spila saman og gefa af okkur. Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Spila í brúðkaupum þar sem brúðhjónin hafa kynnst á Tjarnarsviðinu undir tónum hljómsveitarinnar Hljómsveitin Brimnes er þaulvön að koma fram og skemmta fólki en hún spilaði á sinni fyrstu Þjóðhátíð fyrir 19 árum síðan. Allir meðlimir sveitarinnar eru fæddir og uppaldir í Eyjum og segja ekkert í heiminum jafnast á við Þjóðhátíð. Þá er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá þeim að sjá fólk verða ástfangið þegar það dansar saman við þeirra tóna. 13. júlí 2022 11:31 „Gleymdum vissulega öllu þegar við mættum á svið“ Hljómsveitin Sprite Zero Klan skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 með laginu Tíkin Mín. Þeir eiga að baki sér ófá öflug danslög og þar á meðal nokkur lög sem eru tileinkuð Þjóðhátíð en Sprite Zero Klan verður einmitt í dalnum í ár. 12. júlí 2022 11:31 Verður eiginlega alltaf stressaður áður en hann stígur á svið Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er í hópi þess listafólks sem kemur fram á Þjóðhátíð í ár. Hann fór fyrst á hátíðina fyrir átta árum síðan og segist ætla að leggja allt í atriðið sitt í ár. 11. júlí 2022 12:32 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð. View this post on Instagram A post shared by FLOTT (@fknflott) Hvenær fóruð þið fyrst á Þjóðhátíð? Þetta er náttúrulega mjög vandræðalegt, en engin okkar hefur farið. Það er ekki amalegt að fyrsta skiptið í Dalnum verði á sviði. Hvað finnst ykkur skemmtilegast við að koma fram? Það er skemmtilegast að finna fyrir orkunni frá áhorfendum og að við séum að skapa eitthvað saman. Við höldum alltaf að enginn kunni lögin okkar og hvað þá textana því þeir eru alltof langir hjá Vigdísi en svo undanfarið höfum við tekið eftir áhorfendum að syngja með og það er alltaf alveg magnað. Við bjuggum eitthvað til og nú kunna aðrir það. Það er líka svo gaman að hittast og æfa fyrir svona stóra tónleika og að fá að upplifa svona stór augnablik saman. Meðlimir FLOTT njóta þess að skapa saman.Aðsend Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þið stígið á svið? Við leggjum upp úr spilagleði, húmor og stemningu. Við tökum okkur ekki mjög alvarlega heldur finnst bara gaman að hafa gaman. Ef það er ekki gaman, þá er yfirleitt leiðinlegt. Áhorfendur mega svo búast við lögum sem þau hafa heyrt oft, heyrt sjaldan og aldrei heyrt. Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið ykkar? Við erum fimm einstaklingar í bandinu með ólíkar skoðanir og smekk en erum margar hverjar gamlar sálir og finnst „Ég veit þú kemur” vera þjóðargersemi. Ýmsir halda að textinn sé um ástarsamband en hann sprettur víst úr því þegar Oddgeir og Ási í Bæ, sem unnu almennt einstaklega vel saman, urðu eitthvað ósáttir en Ási rétti svo fram sáttarhönd með þessum fallega texta. Eða það heyrðum við allavega! Eyjamenn geta staðfest þetta eða leiðrétt. Hvernig ætlið þið að undirbúa ykkur fyrir stóru stundina? Við reynum alltaf að vera búnar að æfa okkur vel og samstilla okkur. Það er ekkert heilagt í rútínu FLOTT en við eigum það reyndar til að verða smá stressaðar og fyllast einhverjum efasemdum af og til um eigið ágæti og tilvist, sérstaklega rétt fyrir gigg. En við erum góðar í því að hvetja hvor aðra áfram og náum alltaf að lenda fyrir tónleika og njóta þess að spila saman og gefa af okkur.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Tengdar fréttir Spila í brúðkaupum þar sem brúðhjónin hafa kynnst á Tjarnarsviðinu undir tónum hljómsveitarinnar Hljómsveitin Brimnes er þaulvön að koma fram og skemmta fólki en hún spilaði á sinni fyrstu Þjóðhátíð fyrir 19 árum síðan. Allir meðlimir sveitarinnar eru fæddir og uppaldir í Eyjum og segja ekkert í heiminum jafnast á við Þjóðhátíð. Þá er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá þeim að sjá fólk verða ástfangið þegar það dansar saman við þeirra tóna. 13. júlí 2022 11:31 „Gleymdum vissulega öllu þegar við mættum á svið“ Hljómsveitin Sprite Zero Klan skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 með laginu Tíkin Mín. Þeir eiga að baki sér ófá öflug danslög og þar á meðal nokkur lög sem eru tileinkuð Þjóðhátíð en Sprite Zero Klan verður einmitt í dalnum í ár. 12. júlí 2022 11:31 Verður eiginlega alltaf stressaður áður en hann stígur á svið Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er í hópi þess listafólks sem kemur fram á Þjóðhátíð í ár. Hann fór fyrst á hátíðina fyrir átta árum síðan og segist ætla að leggja allt í atriðið sitt í ár. 11. júlí 2022 12:32 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Spila í brúðkaupum þar sem brúðhjónin hafa kynnst á Tjarnarsviðinu undir tónum hljómsveitarinnar Hljómsveitin Brimnes er þaulvön að koma fram og skemmta fólki en hún spilaði á sinni fyrstu Þjóðhátíð fyrir 19 árum síðan. Allir meðlimir sveitarinnar eru fæddir og uppaldir í Eyjum og segja ekkert í heiminum jafnast á við Þjóðhátíð. Þá er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá þeim að sjá fólk verða ástfangið þegar það dansar saman við þeirra tóna. 13. júlí 2022 11:31
„Gleymdum vissulega öllu þegar við mættum á svið“ Hljómsveitin Sprite Zero Klan skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 með laginu Tíkin Mín. Þeir eiga að baki sér ófá öflug danslög og þar á meðal nokkur lög sem eru tileinkuð Þjóðhátíð en Sprite Zero Klan verður einmitt í dalnum í ár. 12. júlí 2022 11:31
Verður eiginlega alltaf stressaður áður en hann stígur á svið Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er í hópi þess listafólks sem kemur fram á Þjóðhátíð í ár. Hann fór fyrst á hátíðina fyrir átta árum síðan og segist ætla að leggja allt í atriðið sitt í ár. 11. júlí 2022 12:32