Chloe: Er glansmyndin ekki alltaf fölsk? Heiðar Sumarliðason skrifar 17. júlí 2022 12:08 Hvers vegna framdi Chloe sjálfsmorð? Amazon Prime Video framleiddi í samstarfi við BBC þáttaröðina Chloe, sem nú er hægt að sjá á streymisveitunni. Hún fjallar um Becky, rúmlega þrítuga konu, sem býr enn hjá móður sinni. Þegar Chloe, sem Becky hefur fylgst með á Instagram, fremur sjálfsmorð fer Becky á stúfana og grennslast fyrir um málið. Þegar við kynnumst Becky virðist hún ekki eiga sér neitt líf. Hún vinnur sem afleysingaritari og utan vinnu gerir hún ekki mikið annað en að hanga á Instagram og hlusta á hlaðvarpsþætti. Fortíð Becky er afar leyndardómsfull og vinnur höfundur þáttanna, Alice Seabright, mjög einbeitt með þá eind frágsagnarinnar. Chloe eru þættir sem ganga aðeins upp vegna mysteríunnar og þess sem vofir yfir. Því er eilítið erfitt að skrifa um innihald allrar þáttaraðarinnar, þar sem fyrsti þáttur rúllar algjörlega á því að áhorfandinn viti ekkert um framvindu næstu fimm þátta. Og þessir fimm sem eftir eru afhjúpa oftast eitthvað nýtt og óvænt. Því ætla ég að gefa sem minnst upp um framvinduna. Ekki fyrir alla Þetta eru ekki þættir fyrir alla, sem sést t.d. á einkuninni sem þeir hljóta á Imdb.com. Hún er 6,5 sem þykir ekkert spes. Ég læt þætti með slíka einkunn oftast eiga sig, af fenginni reynslu eru þeir ólíklegir til að vera góðir. Ég hnaut þó um gagnrýnendaeinkunnina á Metacritic, 86 af 100, sem þykir mjög gott. Slík gjá milli þings og þjóðar er ávallt önnur tegund af mysteríu sem ég get ekki staðist, því ákvað ég að gefa Chloe tækifæri. Brandon Micheal Hall og Erin Doherty í hlutverkum sínum. Fyrsti þátturinn er einn stór leyndardómur. Hver er þessi Becky? Hvað gengur að móður hennar? Hver er þessi fagra Chloe sem er hún er ávallt að skoða á Instagram? Hvaða merkingu hefur þetta allt saman? Hægt og rólega raðast brotin saman og í lok fyrsta þáttar erum við komin með nægilega mörg púsl til að átta okkur að einhverju leyti á því um hvað málið snýst. Ég ætla ekki að segja hvað kemur upp úr hattinum í lok þáttar eitt en þáttur tvö er allt öðruvísi, þar sem við höfum áttað okkur betur á því hvernig þetta kemur allt heim og saman. Hægeldað Chloe er ákveðin tegund sjónvarpsþáttar sem hefur notið mikilla vinsælda sl. áratug, svokallað „slow burn“ eða hægeldað efni. Þetta eru sögur sem hreyfa sig oftast frekar löturlega, innihalda persónur, hindranir og flækjur sem taka sér tíma í að þróast. Sem dæmi um slíkar þáttaraðir má nefna Breaking Bad, Mindhunter og hið hægeldaðasta af öllu hægelduðu, True Detective. Oftast innihalda þessir þættir hættulega glæpamenn og/eða brýna ráðgátu sem þarf að leysa. Chloe hefur að einhverju leyti þessi innihaldsefni, en þó er ráðgátan sem liggur fyrir mun persónulegri heldur en í flestum tilfellum. Sagan er að langmestu leyti sögð frá sjónarhorni Beckyar og það sem hún er að eltast við virðist í raun ekki það mikilvægt í hinu stóra samhengi. Gæti hún ekki allt eins sleppt þessu og fundið sér eitthvað annað að gera? Er þetta allt saman þess virði? Frá mínum bæjardyrum séð er svarið já. Höfundurinn nær að gera mjög mikið með mjög lítið, sem er augljóslega tilraunin sem hún er að gera. Ég var þó eilítið efins í þætti númer tvö, fannst ekki nægilega mikið nýtt bætast við en sagan tók þó aftur við sér í þriðja þætti. Chloe, sem allt snýst um. Líkt og ég sagði í upphafi eru þessir þættir sennilega ekki fyrir alla. Þeir eru hægir og vinna með hið yfirvofandi og mysteríuna um hið ósagða og óupplýsta. Einnig er stóra mysterían sem þarf að leysa mjög persónuleg frá sjónarhorni aðalpersónunnar. Hún gæti gengið frá borði, heimurinn yrði hvorki betri eða verri fyrir vikið og hún myndi sennilega gera sjálfri sér lífið bærilegra með því að sleppa þessu öllu saman. Becky getur það hins vegar ekki, þetta skiptir hana of miklu máli og ég var reiðubúinn að fara með henni í það ferðalag. Instagramádeila Vinna höfundarins með mótíf er mjög sértæk; keppnin um sem öflugasta sviðsetningu sjálfsins (oftast án nokkurrar innistæðu), er það sem jarðbindur söguna og fær okkur til að fylgja Becky þó gjarðir hennar séu ekki alltaf skynsamlegar. Þessi vinna með mótíf gefur sögunni meiri fyllingu. Becky er utangarðskonan sem ekki er boðið í partíið en er svo allt í einu orðin miðpunkturinn hjá merkikertunum sem áður hleyptu henni ekki einu sinni inn fyrir þröskuld partísins. Hér er unnið út frá skýrri afstöðu. Myndin sem við birtum á Instagram er tálsýn, gerð til þess að sækja hjörtu og athugasemdir um hve flottur/flott þú ert. Hér er verið að vinna með þau persónulegu og samfélagslegu vandamál sem skapast þegar fólk sekkur í fen internetsins, frekar en að skapa ódýra spennu og setja aðalpersónuna ótal oft í lífshættu. Chloe er þó ekki það einföld þáttaröð að hægt sé að demba henni eingöngu í flokkinn „internetádeila,“ þetta afhjúpast hægt og rólega og verður manni svo fullskýrt í lokin. Það er ótrúlegt sjálfstraust og óttaleysi á bakvið skrifin. Höfundurinn, Seabright, treystir efninu og aðferðinni. Þó að einhverjir fái ekki fyllingu sína og slökkvi, þá er það allt í lagi. Það þurfa ekki allir þættir að vera allt fyrir öllum. Chloe er það sannarlega ekki. Niðurstaða: Chloe er ekki þáttaröð fyrir alla. Hún er líkt og aðalpersónan Becky, eilítið fráhrindandi á yfirborðinu en þegar komist er undir það er af nægu að taka. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þegar við kynnumst Becky virðist hún ekki eiga sér neitt líf. Hún vinnur sem afleysingaritari og utan vinnu gerir hún ekki mikið annað en að hanga á Instagram og hlusta á hlaðvarpsþætti. Fortíð Becky er afar leyndardómsfull og vinnur höfundur þáttanna, Alice Seabright, mjög einbeitt með þá eind frágsagnarinnar. Chloe eru þættir sem ganga aðeins upp vegna mysteríunnar og þess sem vofir yfir. Því er eilítið erfitt að skrifa um innihald allrar þáttaraðarinnar, þar sem fyrsti þáttur rúllar algjörlega á því að áhorfandinn viti ekkert um framvindu næstu fimm þátta. Og þessir fimm sem eftir eru afhjúpa oftast eitthvað nýtt og óvænt. Því ætla ég að gefa sem minnst upp um framvinduna. Ekki fyrir alla Þetta eru ekki þættir fyrir alla, sem sést t.d. á einkuninni sem þeir hljóta á Imdb.com. Hún er 6,5 sem þykir ekkert spes. Ég læt þætti með slíka einkunn oftast eiga sig, af fenginni reynslu eru þeir ólíklegir til að vera góðir. Ég hnaut þó um gagnrýnendaeinkunnina á Metacritic, 86 af 100, sem þykir mjög gott. Slík gjá milli þings og þjóðar er ávallt önnur tegund af mysteríu sem ég get ekki staðist, því ákvað ég að gefa Chloe tækifæri. Brandon Micheal Hall og Erin Doherty í hlutverkum sínum. Fyrsti þátturinn er einn stór leyndardómur. Hver er þessi Becky? Hvað gengur að móður hennar? Hver er þessi fagra Chloe sem er hún er ávallt að skoða á Instagram? Hvaða merkingu hefur þetta allt saman? Hægt og rólega raðast brotin saman og í lok fyrsta þáttar erum við komin með nægilega mörg púsl til að átta okkur að einhverju leyti á því um hvað málið snýst. Ég ætla ekki að segja hvað kemur upp úr hattinum í lok þáttar eitt en þáttur tvö er allt öðruvísi, þar sem við höfum áttað okkur betur á því hvernig þetta kemur allt heim og saman. Hægeldað Chloe er ákveðin tegund sjónvarpsþáttar sem hefur notið mikilla vinsælda sl. áratug, svokallað „slow burn“ eða hægeldað efni. Þetta eru sögur sem hreyfa sig oftast frekar löturlega, innihalda persónur, hindranir og flækjur sem taka sér tíma í að þróast. Sem dæmi um slíkar þáttaraðir má nefna Breaking Bad, Mindhunter og hið hægeldaðasta af öllu hægelduðu, True Detective. Oftast innihalda þessir þættir hættulega glæpamenn og/eða brýna ráðgátu sem þarf að leysa. Chloe hefur að einhverju leyti þessi innihaldsefni, en þó er ráðgátan sem liggur fyrir mun persónulegri heldur en í flestum tilfellum. Sagan er að langmestu leyti sögð frá sjónarhorni Beckyar og það sem hún er að eltast við virðist í raun ekki það mikilvægt í hinu stóra samhengi. Gæti hún ekki allt eins sleppt þessu og fundið sér eitthvað annað að gera? Er þetta allt saman þess virði? Frá mínum bæjardyrum séð er svarið já. Höfundurinn nær að gera mjög mikið með mjög lítið, sem er augljóslega tilraunin sem hún er að gera. Ég var þó eilítið efins í þætti númer tvö, fannst ekki nægilega mikið nýtt bætast við en sagan tók þó aftur við sér í þriðja þætti. Chloe, sem allt snýst um. Líkt og ég sagði í upphafi eru þessir þættir sennilega ekki fyrir alla. Þeir eru hægir og vinna með hið yfirvofandi og mysteríuna um hið ósagða og óupplýsta. Einnig er stóra mysterían sem þarf að leysa mjög persónuleg frá sjónarhorni aðalpersónunnar. Hún gæti gengið frá borði, heimurinn yrði hvorki betri eða verri fyrir vikið og hún myndi sennilega gera sjálfri sér lífið bærilegra með því að sleppa þessu öllu saman. Becky getur það hins vegar ekki, þetta skiptir hana of miklu máli og ég var reiðubúinn að fara með henni í það ferðalag. Instagramádeila Vinna höfundarins með mótíf er mjög sértæk; keppnin um sem öflugasta sviðsetningu sjálfsins (oftast án nokkurrar innistæðu), er það sem jarðbindur söguna og fær okkur til að fylgja Becky þó gjarðir hennar séu ekki alltaf skynsamlegar. Þessi vinna með mótíf gefur sögunni meiri fyllingu. Becky er utangarðskonan sem ekki er boðið í partíið en er svo allt í einu orðin miðpunkturinn hjá merkikertunum sem áður hleyptu henni ekki einu sinni inn fyrir þröskuld partísins. Hér er unnið út frá skýrri afstöðu. Myndin sem við birtum á Instagram er tálsýn, gerð til þess að sækja hjörtu og athugasemdir um hve flottur/flott þú ert. Hér er verið að vinna með þau persónulegu og samfélagslegu vandamál sem skapast þegar fólk sekkur í fen internetsins, frekar en að skapa ódýra spennu og setja aðalpersónuna ótal oft í lífshættu. Chloe er þó ekki það einföld þáttaröð að hægt sé að demba henni eingöngu í flokkinn „internetádeila,“ þetta afhjúpast hægt og rólega og verður manni svo fullskýrt í lokin. Það er ótrúlegt sjálfstraust og óttaleysi á bakvið skrifin. Höfundurinn, Seabright, treystir efninu og aðferðinni. Þó að einhverjir fái ekki fyllingu sína og slökkvi, þá er það allt í lagi. Það þurfa ekki allir þættir að vera allt fyrir öllum. Chloe er það sannarlega ekki. Niðurstaða: Chloe er ekki þáttaröð fyrir alla. Hún er líkt og aðalpersónan Becky, eilítið fráhrindandi á yfirborðinu en þegar komist er undir það er af nægu að taka.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira