Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júlí 2022 10:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skrifar tilkynninguna sem birtist á vef Landlæknis í dag. Vísir/Vilhelm Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. Í tilkynningu á vef Landlæknis sem sóttvarnalæknir sendir, segir að rúmlega tvö hundruð þúsund smit hafi greinst opinberlega hér á landi síðan faraldurinn hófst, þar af fimm þúsund smit í einstaklingum sem greinst hafa áður. Nítján hafa greinst þrisvar. Þegar þessi endursmit eru skoðuð kemur í ljós að 13,2 prósent þeirra sem smituðust í fyrsta sinn árið 2020 og 2021 hafa endursýkst. Af þeim 169 þúsund sem greindust í fyrsta sinn árið 2022 hafa 841 endursýkst, eða hálft prósent. „Þannig er ljóst að hættan á endursmiti er háð tíma frá fyrra smiti sem endurspeglar dvínandi vernd með tímanum. Einnig virðast ný afbrigði veirunnar eiga auðveldara með að komast undan ónæmi af völdum fyrri afbrigða. Endursmitum hefur fjölgað verulega síðustu tvo mánuði og hafa síðustu vikurnar verið um 20% af daglegum fjölda smita,“ segir í tilkynningunni. Fjölgunin tengist aukningu á BA.5-afbrigðinu en það veldur nú um áttatíu prósent allra smita á Íslandi. Samkvæmt tilkynningunni hafa rannsóknir sýnt að afbrigðið sleppi meira en önnur afbrigði undan ónæmi af völdum fyrri smita. „Næstu vikur og mánuðir munu skera úr um hversu algeng endursmit af völdum nýrra afbrigða kórónaveirunnar verða. Sú vitneskja mun vega þungt í ákvarðanatökum um endurbólusetningar næsta haust/vetur,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landlæknis sem sóttvarnalæknir sendir, segir að rúmlega tvö hundruð þúsund smit hafi greinst opinberlega hér á landi síðan faraldurinn hófst, þar af fimm þúsund smit í einstaklingum sem greinst hafa áður. Nítján hafa greinst þrisvar. Þegar þessi endursmit eru skoðuð kemur í ljós að 13,2 prósent þeirra sem smituðust í fyrsta sinn árið 2020 og 2021 hafa endursýkst. Af þeim 169 þúsund sem greindust í fyrsta sinn árið 2022 hafa 841 endursýkst, eða hálft prósent. „Þannig er ljóst að hættan á endursmiti er háð tíma frá fyrra smiti sem endurspeglar dvínandi vernd með tímanum. Einnig virðast ný afbrigði veirunnar eiga auðveldara með að komast undan ónæmi af völdum fyrri afbrigða. Endursmitum hefur fjölgað verulega síðustu tvo mánuði og hafa síðustu vikurnar verið um 20% af daglegum fjölda smita,“ segir í tilkynningunni. Fjölgunin tengist aukningu á BA.5-afbrigðinu en það veldur nú um áttatíu prósent allra smita á Íslandi. Samkvæmt tilkynningunni hafa rannsóknir sýnt að afbrigðið sleppi meira en önnur afbrigði undan ónæmi af völdum fyrri smita. „Næstu vikur og mánuðir munu skera úr um hversu algeng endursmit af völdum nýrra afbrigða kórónaveirunnar verða. Sú vitneskja mun vega þungt í ákvarðanatökum um endurbólusetningar næsta haust/vetur,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira