Hálfur milljarður í hagnað á öðrum ársfjórðungi Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2022 16:26 Heildartekjur félagsins námu 42,5 milljörðum króna. Vísir/Vilhelm Icelandair skilar um hálfum milljarði í hagnað á öðrum ársfjórðungi 2022. Lausafjárstaða félagsins hefur aldrei verið sterkari og nam 61,6 milljörðum króna í lok júní. Þetta kemur fram í uppgjöri Icelandair sem birt var í Kauphöllinni rétt í þessu. Heildartekjur flugfélagsins námu 42,5 milljörðum króna sem er aukning um 32,5 milljarða króna frá árinu á undan. Sætanýting félagsins hefur farið úr 47,3 prósentum í 78,5 prósent á milli ára. Hátt í eitt þúsund starfsmenn voru ráðnir til starfa hjá Icelandair á þessum öðrum ársfjórðungi og var samningur um tvær Boeing 737 Max flugvélar undirritaður ásamt viljayfirlýsingu um fjórar vélar til viðbótar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Að skila hagnaði á öðrum ársfjórðungi er stór áfangi á vegferð okkar að koma félaginu í arðbæran rekstur. Með því að nýta sveigjanleika leiðakerfisins og þá sterku innviði sem við búum yfir höfum við aukið flugframboð hratt til að mæta mikilli eftirspurn og á sama tíma náð að bæta sætanýtingu og framlegð, þrátt fyrir að eldsneytisverð hafi meira en tvöfaldast á síðastliðnum 12 mánuðum. Slíkur viðsnúningur gerist ekki af sjálfu sér heldur er árangur þrotlausrar vinnu okkar reynslumikla starfsfólks sem hefur staðið sig frábærlega í mjög krefjandi aðstæðum. Ég vil þakka starfsfólkinu okkar þennan góða árangur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir flugfélagið hafa staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum á fjórðungnum en líkt og Vísir hefur greint frá hafa meðal annars verið miklar tafir á flugvöllum vegna manneklu. Bogi segir að Icelandair sé hins vegar í góðri stöðu til að bregðast við slíkum röskunum. „Horfurnar fyrir þriðja ársfjórðung eru góðar og bókunarstaða sterk. Við gerum ráð fyrir að flugáætlun okkar í þriðja ársfjórðungi muni ná 83 prósent af framboði félagsins á sama tíma 2019 og um 90 prósent af framboðinu 2019 í fjórða ársfjórðungi, þrátt fyrir að óvissa ríki enn í rekstrarumhverfinu. Það er ánægjulegt að sjá mikla eftirspurn eftir ferðum til Íslands og að vægi tengifarþega sé jafnframt að aukast,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri Icelandair sem birt var í Kauphöllinni rétt í þessu. Heildartekjur flugfélagsins námu 42,5 milljörðum króna sem er aukning um 32,5 milljarða króna frá árinu á undan. Sætanýting félagsins hefur farið úr 47,3 prósentum í 78,5 prósent á milli ára. Hátt í eitt þúsund starfsmenn voru ráðnir til starfa hjá Icelandair á þessum öðrum ársfjórðungi og var samningur um tvær Boeing 737 Max flugvélar undirritaður ásamt viljayfirlýsingu um fjórar vélar til viðbótar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Að skila hagnaði á öðrum ársfjórðungi er stór áfangi á vegferð okkar að koma félaginu í arðbæran rekstur. Með því að nýta sveigjanleika leiðakerfisins og þá sterku innviði sem við búum yfir höfum við aukið flugframboð hratt til að mæta mikilli eftirspurn og á sama tíma náð að bæta sætanýtingu og framlegð, þrátt fyrir að eldsneytisverð hafi meira en tvöfaldast á síðastliðnum 12 mánuðum. Slíkur viðsnúningur gerist ekki af sjálfu sér heldur er árangur þrotlausrar vinnu okkar reynslumikla starfsfólks sem hefur staðið sig frábærlega í mjög krefjandi aðstæðum. Ég vil þakka starfsfólkinu okkar þennan góða árangur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir flugfélagið hafa staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum á fjórðungnum en líkt og Vísir hefur greint frá hafa meðal annars verið miklar tafir á flugvöllum vegna manneklu. Bogi segir að Icelandair sé hins vegar í góðri stöðu til að bregðast við slíkum röskunum. „Horfurnar fyrir þriðja ársfjórðung eru góðar og bókunarstaða sterk. Við gerum ráð fyrir að flugáætlun okkar í þriðja ársfjórðungi muni ná 83 prósent af framboði félagsins á sama tíma 2019 og um 90 prósent af framboðinu 2019 í fjórða ársfjórðungi, þrátt fyrir að óvissa ríki enn í rekstrarumhverfinu. Það er ánægjulegt að sjá mikla eftirspurn eftir ferðum til Íslands og að vægi tengifarþega sé jafnframt að aukast,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira