Landgræðsla hagkvæmasta loftslagsaðgerðin Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2022 07:16 Landrækt er hagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Vísir/Arnar Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar segir að landgræðsla og skógrækt séu tvær hagkvæmustu loftslagsaðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Á hinn bóginn sé stuðningur við kaup á rafbílum langóhagkvæmasta aðgerðin. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gerð að beiðni umhverfisráðuneytisins og var hagfræðingum stofnunarinnar falið að leggja mat á kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum. Í skýrslunni er miðað við verð á losunarheimildum á markaði Evrópusambandsins undanfarin ár, en það hefur hækkað hratt. Fyrir komandi ár er stuðst við breskt mat á því hvert verðið þurfi að vera ef hitastig á jörðinni á ekki að hækka um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. „Sumar aðgerðir eru hagkvæmari en aðrar. Ná má meiri árangri með því að hætta við óhagkvæmar aðgerðir, þar sem það er hægt, og leggja meiri áherslu á hinar. Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í skýrslunni. Ræktun, endurheimt votlendis og raftenging við skip Efling landgræðslu og efling skógræktar eru þær loftslagsaðgerðir sem bera af þegar kemur að hagkvæmni en samkvæmt skýrslunni virðast hagkvæmustu loftslagsaðgerðirnar vera: Efling landgræðslu. Efling skógræktar. Endurheimt votlendis. Raftenging við skip í höfnum. Skattar á losun flúrlofts (f-gasa) og beinar takmarkanir á innflutningi þess. Orkuskipti í ferjum. Föngun kolefnis frá jarðhitavirkjunum. Álagning kolefnisgjalds. Betra væri að styðja við uppbyggingu innviða fyrir rafmagnsbíla Á hinn bóginn er niðurgreiðsla stjórnvalda á kaupverði rafmagnsbíla langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Í skýrslunni segir að núvirði þeirrar aðgerðar sé neikvætt um tæplega fjörutíu milljarða króna. Þá séu bann við urðun lífræns úrgangs og efling innlendar grænmetisframleiðslu sömuleiðis óhagkvæmar loftslagsaðgerðir. Í skýrslunni segir að alltaf sé hagkvæmt að taka kolefnisgjald af bensíni og dísilolíu á bíla, en það sé ekki lagt á rafmagn, vetni og metan. Undanþágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bensín- og dísilbíla orki því fremur tvímælis. Urðunarbann kalli á dýrar fjárfestingar. Hliðarafurðir jarðgerðar og sorpbrennslu megi bjóða til sölu á markaði, en allsendis óvíst sé að þær nýtist að fullu. Framboð af metani sé meira en eftirspurn og hiti víðast hvar ódýr hér á landi. Hins vegar sé bann við urðun lífræns úrgangs í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og erfitt sé að hundsa þær. „Stuðningur við íslenska garðyrkju er dýrasta leiðin til þess að binda kolefni sem hér er skoðuð. Aðgerðin kostar 1,6 milljarða króna að núvirði, en ábati er aðeins um 0,2 milljarðar. Kostnaður umfram ábata er því 1,4 milljarðar króna. Lítið kolefni losnar þegar grænmeti er flutt hingað sjóleiðina. Meira losnar í flugi, en reyndar væri rými undir grænmeti í flugvélum iðulega ónotað að öðrum kosti,“ segir í skýrslunni. Skýrsluna má lesa hér, en Morgunblaðið vakti athygli á henni í morgun. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gerð að beiðni umhverfisráðuneytisins og var hagfræðingum stofnunarinnar falið að leggja mat á kostnað og ábata af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Meta skyldi kostnað og ábata af 23 aðgerðum. Í skýrslunni er miðað við verð á losunarheimildum á markaði Evrópusambandsins undanfarin ár, en það hefur hækkað hratt. Fyrir komandi ár er stuðst við breskt mat á því hvert verðið þurfi að vera ef hitastig á jörðinni á ekki að hækka um meira en tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu. „Sumar aðgerðir eru hagkvæmari en aðrar. Ná má meiri árangri með því að hætta við óhagkvæmar aðgerðir, þar sem það er hægt, og leggja meiri áherslu á hinar. Óhagkvæmar loftslagsaðgerðir rýra ekki aðeins hag landsmanna, heldur draga þær úr getu þeirra til þess að beita þeim ráðum í loftslagsmálum sem borga sig,“ segir í skýrslunni. Ræktun, endurheimt votlendis og raftenging við skip Efling landgræðslu og efling skógræktar eru þær loftslagsaðgerðir sem bera af þegar kemur að hagkvæmni en samkvæmt skýrslunni virðast hagkvæmustu loftslagsaðgerðirnar vera: Efling landgræðslu. Efling skógræktar. Endurheimt votlendis. Raftenging við skip í höfnum. Skattar á losun flúrlofts (f-gasa) og beinar takmarkanir á innflutningi þess. Orkuskipti í ferjum. Föngun kolefnis frá jarðhitavirkjunum. Álagning kolefnisgjalds. Betra væri að styðja við uppbyggingu innviða fyrir rafmagnsbíla Á hinn bóginn er niðurgreiðsla stjórnvalda á kaupverði rafmagnsbíla langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin. Í skýrslunni segir að núvirði þeirrar aðgerðar sé neikvætt um tæplega fjörutíu milljarða króna. Þá séu bann við urðun lífræns úrgangs og efling innlendar grænmetisframleiðslu sömuleiðis óhagkvæmar loftslagsaðgerðir. Í skýrslunni segir að alltaf sé hagkvæmt að taka kolefnisgjald af bensíni og dísilolíu á bíla, en það sé ekki lagt á rafmagn, vetni og metan. Undanþágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bensín- og dísilbíla orki því fremur tvímælis. Urðunarbann kalli á dýrar fjárfestingar. Hliðarafurðir jarðgerðar og sorpbrennslu megi bjóða til sölu á markaði, en allsendis óvíst sé að þær nýtist að fullu. Framboð af metani sé meira en eftirspurn og hiti víðast hvar ódýr hér á landi. Hins vegar sé bann við urðun lífræns úrgangs í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins og erfitt sé að hundsa þær. „Stuðningur við íslenska garðyrkju er dýrasta leiðin til þess að binda kolefni sem hér er skoðuð. Aðgerðin kostar 1,6 milljarða króna að núvirði, en ábati er aðeins um 0,2 milljarðar. Kostnaður umfram ábata er því 1,4 milljarðar króna. Lítið kolefni losnar þegar grænmeti er flutt hingað sjóleiðina. Meira losnar í flugi, en reyndar væri rými undir grænmeti í flugvélum iðulega ónotað að öðrum kosti,“ segir í skýrslunni. Skýrsluna má lesa hér, en Morgunblaðið vakti athygli á henni í morgun.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira