Henderson ein á toppnum á Evian meistaramótinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2022 16:01 Brooke M. Henderson trónir á toppnum á Evian meistaramótinu í golfi þegar mótið er hálfnað. Stuart Franklin/Getty Images Kanadíska golfkonan Brooke M. Henderson er með þriggja högga forystu á Evian meistaramótinu í golfi sem nú fer fram í Frakklandi. Þetta er annar dagur risamótsins og nú hafa nánast allir kylfingar lokið sér af í dag. Henderson lék hringinn í dag á 64 höggum og er nú á samtals 14 höggum undir pari, ein í efsta sæti. Henderson lék frábærlega í dag og endaði hringinn á þrem fuglum í röð. Næst á eftir henni kemur bandaríski kylfingurinn Nelly Korda á 11 höggum undir pari vallarins, en hún og Henderson voru jafnar í öðru sæti eftir fyrsta hringinn í gær. Ayaka Furue var í forystu fyrir hring dagsins, en hún lék hringinn í gær á 63 höggum, átta höggum undir pari. Hún náði hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir og kláraði hringinn í dag á 72 höggum, einu höggi yfir pari. Furue situr nú í 11. sæti mótsins ásamt þrem öðrum kylfingum. Þá verður skorið niður í dag og búist er við því að þeir kylfingar sem verða á pari eða betra eftir daginn komist í gegn. Eins og staðan er núna komast 74 kylfingar af 132 sem hófu leik í gegnum niðurskurðinn. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þetta er annar dagur risamótsins og nú hafa nánast allir kylfingar lokið sér af í dag. Henderson lék hringinn í dag á 64 höggum og er nú á samtals 14 höggum undir pari, ein í efsta sæti. Henderson lék frábærlega í dag og endaði hringinn á þrem fuglum í röð. Næst á eftir henni kemur bandaríski kylfingurinn Nelly Korda á 11 höggum undir pari vallarins, en hún og Henderson voru jafnar í öðru sæti eftir fyrsta hringinn í gær. Ayaka Furue var í forystu fyrir hring dagsins, en hún lék hringinn í gær á 63 höggum, átta höggum undir pari. Hún náði hins vegar ekki að fylgja þeirri frammistöðu eftir og kláraði hringinn í dag á 72 höggum, einu höggi yfir pari. Furue situr nú í 11. sæti mótsins ásamt þrem öðrum kylfingum. Þá verður skorið niður í dag og búist er við því að þeir kylfingar sem verða á pari eða betra eftir daginn komist í gegn. Eins og staðan er núna komast 74 kylfingar af 132 sem hófu leik í gegnum niðurskurðinn.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira