Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2022 22:01 Joan Laporta, forseti Barcelona og Xavi Hernández er sá síðarnefndi var tilkynntur sem nýr þjálfari Barcelona á síðasta ári. Pedro Salado/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. Kaupandinn er fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti nýverið tíu prósent af framtíðar sjónvarpstekjum Börsunga. Fjárfestingafélagið á því nú 25 prósent af því sem mun koma í kassann í gegnum slíkar tekjur á komandi árum. Fyrr í júlímánuði greindi Vísir frá því að Sixth Street hefði keypt tíu prósent af sjónvarpsrétti Barcelona næstu 25 árin. Alls borgaði félagið 270 milljónir evra fyrir réttinn en hann var um tíma í hættu þar sem Barcelona hafði þegar fengið lán hjá bandaríska bankanum Goldman Sachs. Barcelona fékk 595 milljónir evra að láni frá bankanum á síðasta ári með veði í sjónvarpsrétti félagsins og því getur félagið ekki selt sjónvarpsréttinn án samráðs við bankann. Samningur Barcelona við Sixth Street gerir það að verkum að spænska félagið getur eytt 267 milljónum á þessari leiktíð. Það hefur nú þegar fest kaup á Robert Lewandowski, Raphinha og Pablo Torre fyrir samtals 93 milljónir evra. Þá gengu þeir Andreas Christensen og Franck Kessié í raðir félagsins á frjálsri sölu. Barcelona sell further 15% of LaLiga TV rights to Sixth Street https://t.co/5TB9FiGZDs pic.twitter.com/6W8080djwU— Reuters (@Reuters) July 22, 2022 Ekki nóg með það heldur eru Börsungar á höttunum á eftir Jules Koundé hjá Sevilla, César Azpilicueta og Marcos Alonso hjá Chelsea ásamt Bernardo Silva hjá Manchester City. Þó Barcelona hafi nú smá pening milli handanna þá nema skuldir félagsins vel yfir milljarð evra og þá á hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong enn inni þónokkrar milljónir evra í ógreidd laun. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjá meira
Kaupandinn er fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti nýverið tíu prósent af framtíðar sjónvarpstekjum Börsunga. Fjárfestingafélagið á því nú 25 prósent af því sem mun koma í kassann í gegnum slíkar tekjur á komandi árum. Fyrr í júlímánuði greindi Vísir frá því að Sixth Street hefði keypt tíu prósent af sjónvarpsrétti Barcelona næstu 25 árin. Alls borgaði félagið 270 milljónir evra fyrir réttinn en hann var um tíma í hættu þar sem Barcelona hafði þegar fengið lán hjá bandaríska bankanum Goldman Sachs. Barcelona fékk 595 milljónir evra að láni frá bankanum á síðasta ári með veði í sjónvarpsrétti félagsins og því getur félagið ekki selt sjónvarpsréttinn án samráðs við bankann. Samningur Barcelona við Sixth Street gerir það að verkum að spænska félagið getur eytt 267 milljónum á þessari leiktíð. Það hefur nú þegar fest kaup á Robert Lewandowski, Raphinha og Pablo Torre fyrir samtals 93 milljónir evra. Þá gengu þeir Andreas Christensen og Franck Kessié í raðir félagsins á frjálsri sölu. Barcelona sell further 15% of LaLiga TV rights to Sixth Street https://t.co/5TB9FiGZDs pic.twitter.com/6W8080djwU— Reuters (@Reuters) July 22, 2022 Ekki nóg með það heldur eru Börsungar á höttunum á eftir Jules Koundé hjá Sevilla, César Azpilicueta og Marcos Alonso hjá Chelsea ásamt Bernardo Silva hjá Manchester City. Þó Barcelona hafi nú smá pening milli handanna þá nema skuldir félagsins vel yfir milljarð evra og þá á hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong enn inni þónokkrar milljónir evra í ógreidd laun.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjá meira