Druslugangan haldin í dag: „Það er hiti og fólk er tilbúið að berjast“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. júlí 2022 13:19 Inga Hrönn er einn af skipuleggjendum göngunnar. Druslugangan verður haldin í dag í fyrsta skipti eftir tveggja ára hlé í heimsfaraldri. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og niður á Austurvöll þar sem efnt verður til samstöðufundar með ræðuhaldi og tónlistarflutningi. Inga Hrönn Jónsdóttir er einn af skipuleggjendum göngunnar. Hún segir hana tímabæra og tala beint inn í ástand samfélagsins í dag. „Já, klárlega. Það er náttúrulega búin að vera þessi MeToo-bylgja núna í svoldið langan tíma. Og það er reiði í samfélaginu, það er hiti og fólk er tilbúið að berjast. Og það eru búin að vera mikil læti. Þannig að ég held svona að við séum allavega að hitta á mjög góðan tíma,“ segir Inga Hrönn. Verður margmenni þarna í dag? „Við erum að vona það allavega. Það náttúrulega var ekki ganga síðustu tvö ár og árið þar á undan var mætingin svona aðeins farin að dvína en við erum að vona að fólk sé spennt að mæta núna þegar það er búið að vera tveggja ára hlé,“ segir Inga Hrönn. Í ár er gengið til að vekja athygli á valdaójafnvægi í samfélaginu. „Við erum að reyna að sýna fram á hvað það birtist á mörgum mismunandi sviðum. Samfélagið hefur verið að sjá valdaójafnvægi undanfarið til dæmis með frægu strákana og fótboltamennina og allt þetta. En svo erum við að reyna að varpa ljósi á að þetta er á miklu fleiri stöðum. Það eru yfirmenn og það er valdaójafnvægi á milli einstaklings sem er fatlaður og einstaklings sem er ekki fatlaður. Við erum að reyna að sýna fram á að þetta er alls staðar í samfélaginu,“ segir Inga Hrönn. Á Austurvelli halda þrjár konur ræður og síðan koma fram þrjú tónlistaratriði. Druslugangan Reykjavík MeToo Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Inga Hrönn Jónsdóttir er einn af skipuleggjendum göngunnar. Hún segir hana tímabæra og tala beint inn í ástand samfélagsins í dag. „Já, klárlega. Það er náttúrulega búin að vera þessi MeToo-bylgja núna í svoldið langan tíma. Og það er reiði í samfélaginu, það er hiti og fólk er tilbúið að berjast. Og það eru búin að vera mikil læti. Þannig að ég held svona að við séum allavega að hitta á mjög góðan tíma,“ segir Inga Hrönn. Verður margmenni þarna í dag? „Við erum að vona það allavega. Það náttúrulega var ekki ganga síðustu tvö ár og árið þar á undan var mætingin svona aðeins farin að dvína en við erum að vona að fólk sé spennt að mæta núna þegar það er búið að vera tveggja ára hlé,“ segir Inga Hrönn. Í ár er gengið til að vekja athygli á valdaójafnvægi í samfélaginu. „Við erum að reyna að sýna fram á hvað það birtist á mörgum mismunandi sviðum. Samfélagið hefur verið að sjá valdaójafnvægi undanfarið til dæmis með frægu strákana og fótboltamennina og allt þetta. En svo erum við að reyna að varpa ljósi á að þetta er á miklu fleiri stöðum. Það eru yfirmenn og það er valdaójafnvægi á milli einstaklings sem er fatlaður og einstaklings sem er ekki fatlaður. Við erum að reyna að sýna fram á að þetta er alls staðar í samfélaginu,“ segir Inga Hrönn. Á Austurvelli halda þrjár konur ræður og síðan koma fram þrjú tónlistaratriði.
Druslugangan Reykjavík MeToo Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira