Skáldskapur um hinsegin líf og reynslu sé pólítísk aðgerð Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 27. júlí 2022 23:28 Ásta Kristín segir starf bókmenntafræðinga sem skoði hinsegin verk hafa tekið breytingum. Mynd er fengin af vef Borgarbókasafnsins. Kristinn Ingvarsson Lektor í íslenskum samtímabókmenntum við Háskóla Íslands fagnar þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið á útgáfu hinsegin bókmennta en segist óttast afturför í þeim efnum. Hún segir skerðingu tjáningarfrelsis hinsegin fólks hafa áhrif á skáldverk. Viðtal við Ástu Kristínu Benediktsdóttur lektor birtist á vef Borgarbókasafnsins en þar segir hún að meira sé um hinsegin bókmenntir en oft áður. Minna sé um það að rithöfundar þurfi að skrifa undir rós til þess að fela hinsegin þemu. Þegar minna hafi verið skrifað um hinsegin málefni á augljósan máta hafi starf bókmenntafræðinga oft snúist um það að rýna í efni og finna tengingar við hinseginleika, vísbendingarnar hafi ekki endilega legið augum uppi. Nú skipi stærri sess að skoða félagslegt hlutverk bókmenntanna. „Bæði þurfum við að leita að bókunum sjálfum og höfundum og síðan þegar við erum komin með það þá þurfum við oft að grafa á milli línanna, túlka, finna tákn og svo framvegis,“ segir Ásta. Ásta segir það ekki sjálfgefið að jákvæð þróun í útgáfu hinsegin bókmennta muni verða áfram næstu ár. Skáldskapur hafi alltaf verið mikilvæg tjáningarleið fólks sem er jaðarsett í samfélaginu. Skáldskapur um hinsegin líf og reynslu sé pólítísk aðgerð. „Við þurfum að halda áfram að skrifa og gefa út hinsegin skáldverk. Það er bara hluti af þeirri baráttu sem við verðum að halda áfram á næstu árum og áratugum. Við þurfum að halda áfram að skrifa um hinsegin líf og hinsegin reynslu einfaldlega til að minna á hún er til og á rétt á sér og hún er sýnileg og verður ekki þögguð niður,“ segir Ásta. Viðtal Borgarbókasafnsins við Ástu má lesa í heild sinni hér. Bókmenntir Hinsegin Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Viðtal við Ástu Kristínu Benediktsdóttur lektor birtist á vef Borgarbókasafnsins en þar segir hún að meira sé um hinsegin bókmenntir en oft áður. Minna sé um það að rithöfundar þurfi að skrifa undir rós til þess að fela hinsegin þemu. Þegar minna hafi verið skrifað um hinsegin málefni á augljósan máta hafi starf bókmenntafræðinga oft snúist um það að rýna í efni og finna tengingar við hinseginleika, vísbendingarnar hafi ekki endilega legið augum uppi. Nú skipi stærri sess að skoða félagslegt hlutverk bókmenntanna. „Bæði þurfum við að leita að bókunum sjálfum og höfundum og síðan þegar við erum komin með það þá þurfum við oft að grafa á milli línanna, túlka, finna tákn og svo framvegis,“ segir Ásta. Ásta segir það ekki sjálfgefið að jákvæð þróun í útgáfu hinsegin bókmennta muni verða áfram næstu ár. Skáldskapur hafi alltaf verið mikilvæg tjáningarleið fólks sem er jaðarsett í samfélaginu. Skáldskapur um hinsegin líf og reynslu sé pólítísk aðgerð. „Við þurfum að halda áfram að skrifa og gefa út hinsegin skáldverk. Það er bara hluti af þeirri baráttu sem við verðum að halda áfram á næstu árum og áratugum. Við þurfum að halda áfram að skrifa um hinsegin líf og hinsegin reynslu einfaldlega til að minna á hún er til og á rétt á sér og hún er sýnileg og verður ekki þögguð niður,“ segir Ásta. Viðtal Borgarbókasafnsins við Ástu má lesa í heild sinni hér.
Bókmenntir Hinsegin Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira