Stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 08:01 Cristiano Ronaldo þarf líklega bara að sætta sig við það að spila áfram með Manchester United. Getty/Bryn Lennon Framtíð Cristiano Ronaldo hefur verið upp í lofti síðustu vikur eftir að það lak út að hann vildi spila með liði sem væri með í Meistaradeildinni. Þar verður lið Manchester United ekki á komandi leiktíð. Eitt af fjölmörgum stórliðum sem voru orðuð við Ronaldo er lið Atletico Madrid. Ronaldo á náttúrulega flest markametin hjá nágrönnum og erkifjendum þeirra í Real Madrid og fór oft illa með Atletico Madrid á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ekkert verður að því að Ronaldo fari til Atletico en hann sneri aftur til Manchester til að ræða málin við nýja knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Þar vóg örugglega þungt að stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo og sendi félaginu formlega tilkynningu þess vegna. Þar var ekki talað undir rós. „Í ljósi þess að félagið á möguleika á að fá Cristiano Ronaldo, og ef að það sé meira en orðrómur, þá lýsum við yfir algjörri andstöðu við slík áform. Umræddur leikmaður stendur fyrir andstöðu þeirra gilda sem hafa byggt upp Atleti eins og vinnusemi, gjafmildi, hógværð og auðmýkt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni frá Union Internacional de Peñas Atletico de Madrid. Así es el Comunicado Oficial de la Unión Internacional de Peñas del Atlético de Madrid Rechazan rotundamente el posible fichaje de Cristiano Ronaldo por ser "un jugador en franca decadencia" que "representa la antítesis de los valores del Atleti" ¿Estás de acuerdo? pic.twitter.com/VBZB4Bt5fG— Diario AS (@diarioas) July 27, 2022 Stuðningsmenn Atletico héldu líka uppi borða á æfingarleik liðsins á móti Numancia þar sem þeir mótmæltu hugsanlegri komu Ronaldo. „Þrátt fyrir að svo ólíklega vildi til, að hnignandi leikmaður eins og Cristiano Ronaldo myndi tryggja okkur titil, þá myndum við aldrei sætta okkur við komu hans. Hann myndi aldrei vinna sér inn ást okkar eða viðurkenningu,“ sagði enn fremur í þessu harðorða bréfi. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Sjá meira
Eitt af fjölmörgum stórliðum sem voru orðuð við Ronaldo er lið Atletico Madrid. Ronaldo á náttúrulega flest markametin hjá nágrönnum og erkifjendum þeirra í Real Madrid og fór oft illa með Atletico Madrid á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ekkert verður að því að Ronaldo fari til Atletico en hann sneri aftur til Manchester til að ræða málin við nýja knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Þar vóg örugglega þungt að stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo og sendi félaginu formlega tilkynningu þess vegna. Þar var ekki talað undir rós. „Í ljósi þess að félagið á möguleika á að fá Cristiano Ronaldo, og ef að það sé meira en orðrómur, þá lýsum við yfir algjörri andstöðu við slík áform. Umræddur leikmaður stendur fyrir andstöðu þeirra gilda sem hafa byggt upp Atleti eins og vinnusemi, gjafmildi, hógværð og auðmýkt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni frá Union Internacional de Peñas Atletico de Madrid. Así es el Comunicado Oficial de la Unión Internacional de Peñas del Atlético de Madrid Rechazan rotundamente el posible fichaje de Cristiano Ronaldo por ser "un jugador en franca decadencia" que "representa la antítesis de los valores del Atleti" ¿Estás de acuerdo? pic.twitter.com/VBZB4Bt5fG— Diario AS (@diarioas) July 27, 2022 Stuðningsmenn Atletico héldu líka uppi borða á æfingarleik liðsins á móti Numancia þar sem þeir mótmæltu hugsanlegri komu Ronaldo. „Þrátt fyrir að svo ólíklega vildi til, að hnignandi leikmaður eins og Cristiano Ronaldo myndi tryggja okkur titil, þá myndum við aldrei sætta okkur við komu hans. Hann myndi aldrei vinna sér inn ást okkar eða viðurkenningu,“ sagði enn fremur í þessu harðorða bréfi.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Sjá meira