Áratugur vafasamra ummæla grafi undan trausti fólks á kerfinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2022 09:00 Baldur segir ummæli, sem Helgi Magnús hefur látið falla undanfarinn áratug, grafa undan trausti almennings á opinberum stofnunum. Vísir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir framgöngu Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, grafa undir trausti almennings á embætti ríkissaksóknara, dómstólum og hinu opinbera. Það eigi ekki aðeins við um ummæli sem hann lét falla um samkynhneigða hælisleitendur í síðustu viku heldur ummæli hans um ýmis viðkvæm málefni undanfarinn áratug. Helgi Magnús deildi í síðustu viku viðtali Stöðvar 2 við lögmanninn Helga Þorsteinsson Silva, sem sagði stjórnvöld hafa véfengt kynhneigð skjólstæðings síns og hafnað honum hæli, á Facebook. Héraðsdómur sneri við ákvörðun Útlendingastofnunar þar sem talið var sannað að maðurinn væri samkynhneigður. Helgi Magnús skrifaði við deilinguna að auðvitað ljúgi hælisleitendur til um kynhneigð sína. Þá spurði hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Í kjölfarið fordæmdu Samtökin '78 ummæli Helga og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði þau slá sig illa. Ummæli hans eru nú til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. Þá hafa Samtökin '78 kært ummælin til lögrelgu, sem þau telja falla undir hatursorðræðu. „Þetta er í rauninni mjög alvarlegt og ef maður myndi bara skipta út orðinu hommar út fyrir litað fólk eða fólk af asískum uppruna þá held ég að myndi blasa við fleirum hvað það er alvarlegt sem maðurinn er að segja,“ segir Baldur. „Það má alveg segja að, að sjálfsögðu er öllum frjálst að hafa þá skoðun sem þeir hafa en embættin setja mönnum ákveðnar skorður og að mínu mati þá rýrir þetta verulega traust á embætti ríkissaksóknara þegar vararíkissaksóknari lætur svona ummæli frá sér fara.“ Áratugur af ummælum sem rýri traust almennings Hann segir þessi nýjustu ummæli Helga Magnúsar ekki þau einu sem rýrt hafi traust almennings á embættinu. Helgi hafi byrjað að láta vafasöm ummæli falla á opinberum vettvangi fyrir rúmum áratug. Vísar hann þar til meintra ummæla Helga Magnúsar um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur árið 2011, sem var þá saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Á Helgi Magnús að hafa sagt við starfsmenn deildarinnar að Alda Hrönn væri „kerlingar tussa.“ Þá var Helgi Magnús harðlega gagnrýndur í fyrra, bæði af almenningi, baráttuhópum og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þáverandi dómsmálaráðherra þegar hann líkaði við og deildi Facebook-færslu hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar, þar sem hann birti meðal annars lögregluskýrslur konu, sem hafði kært þjóðþekktan mann fyrir ofbeldi. „Ég vil ekki einskorða þetta við þessi síðustu ummæli um homma og þá sem leita hér hælis heldur ummæli síðustu tíu ára sem varða þungunarrof kvenna og fleira í þeim dúr sem hlýtur að vekja upp spurningar hvort fólk fái réttláta málsmeðferð hjá embættinu,“ segir Baldur. „Auðvitað geta komið upp svona mál hjá mikilvægum opinberum stofnunum en þá finnst mér líka skylda stofnunarinnar sem og þeirra ráðherra sem ber endanlega ábyrgð á stofnunum að ganga fram fyrir skjöldu og upplýsa almenning um hvernig tekið er á svona alvarlegum málum.“ Spyr hvort þeir sem hafi sætt árásum Helga fái réttláta málsmeðferð Eðlilegt sé að fólk setji spurningarmerki við að menn, sem gegni svo ábyrgðarmikilli stöðu í samfélaginu, tjái sig með þessum hætti. „Við erum að tala um ákæruvaldið, eina valdamestu stofnun landsins, sem falið hefur verið eitt mesta ábyrgðarhlutverk sem hægt er að fela í landinu: Leyfi ríkisins til að ákæra fólk. Maður veltir líka fyrir sér hvort sé ekki skylda embættisins að upplýsa almenning um stöðu mála innan veggja embættisins,“ segir Baldur. „Ég held að hlaupi mjög illu blóði í fólk að vera ekki upplýst um gang mála. Ég skil að það sé kannski ekki hægt að ræða öll starfsmannamál með beinum hætti en starfið sem maðurinn gegnir er þess eðlis að almenningur hlýtur að eiga skýlausa kröfu að vita hvernig er höndlað með svona ummæli innan veggja stofnunarinnar.“ Framganga vararíkissaksóknara vekji eðlilega upp þá spurningu hvort þeir sem hafi orðið fyrir árasum og áreiti hans fái réttláta málsmeðferð hjá stofnuninni. „Margir í þessum stóra hópi, þá er ég líka að tala um konur í samfélaginu ekki bara minnihlutahópa, hljóta að spyrja sig þessarar spurningar og eru í vafa um þetta. Það gengur ekki að mínu mati.“ Aðrar reglur gildi um fólk innan dómskerfisins Hið opinbera hljóti að geta fundið leið til að upplýsa almenning um hvernig tekið sé á málinu án þess að skerða rétti starfsmannsins, sem í þessu tilviki sé vararíkissaksóknari. Ekki megi gleyma að opinberar stofnanir og ráðherra hafi skyldum að gegna gagnvart almenningi. „Ég tala nú ekki um stofnun eins og ríkissaksóknaraembættið, sem falið hefur verið eitt áhrifamesta og mikilvægasta vald sem getur í samfélaginu. Þetta er ekki hvaða embættismaður sem er og þetta er ekki hvaða ríkisstofnun sem er,“ segir Baldur. „Það gilda öðruvísi viðmið fyrir embætti eins og ríkissaksóknara og dómara. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá eru sérstakar siðareglur sem gilda um þessa aðila og það er ekki hægt að sjá hvernig þetta framferði vararíkissaksóknara, í heilan áratug, samræmist þessum siðareglum.“ Finni stofnunin og ráðherra ekki leið til að upplýsa almenning um feril mála rýri það traust almennings á stofnunum. „Það er það sem mér finnst háalvarlegt í þessu m áli. Þetta er týpískt dæmi um það hvernig hægt er að graf undan tiltrú almennings á hinu opinbera, á ákæruvaldinu, á dómstólum, á hinu vestræna lýðræðisfyrirkomulagi, sem hefur verið mjög góð sátt um allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar,“ segir Baldur en hann skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni í gær. Fólk leiti annarra leiða til að finna réttlæti Þegar ekki sé tekið á málum sem þessum rýri það ekki bara traust almennings á stofnuninni sem eigi aðild að máli heldur á öllu kerfinu. „Til dæmis í tilfelli MeToo hreyfingarinnar, sem að mörgu leyti treystir ekki ákæruvaldinu, treystir ekki dómstólum og vill fara aðrar leiðir til að leita réttar síns heldur en hinar hefðbundnu leiðir, sem hingað til hafa verið taldar góðar og gildar. Þá lendum við í ákveðinni blindgötu: Að vera hætt að hafa trú á þessum stofnunum. Það er það sem er í raun svo alvarlegt,“ segir Baldur. „Að mínu mati hefur það leitt til þess að það eru ákveðnir hópar í samfélaginu sem ekki bera lengur traust til ríkissaksóknaraembættisins og dómstóla þegar kemur að kynferðisbrotum. Og þessir hópar, í réttu eða röngu, leita annarra leiða til að leita réttlætis. Meðal annars með því að opinbera um gjörðir tiltekinna einstaklinga á samfélagsmiðlum.“ Gefi týpum eins og Trump tækifæri til að grafa undan kerfum Það hafi haft miklar afleiðingar, sem séu mjög umdeildar í samfélaginu. „Þetta er í rauninni mjög mikil breyting frá því sem áður var þegar menn höfðu trú á þeim ríkisstofnunum sem voru til staðar og höfðu trú á að menn gætu leitað réttar síns hjá ákæruvaldinu og dómstólum en margir eru að missa þessa trú. Þess vegna er svo mikilvægt að taka á svona málum.“ Framkoma sem þessi hafi haft miklar afleiðingar fyrir samfélög erlendis. „Þetta gefur mönnum eins og Donald Trump tækifæri til að ráðast á opinberar stofnanir, sem eru að reyna að standa sig í stykkinu,“ segir Baldur. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að þessar stofnanir sem gegna þessum mikilvægu ábyrgðarhluverkum, að ákæra fólk og dæma fólk, að þær njóti áfram trúverðugleika og við förum ekki út í það að dæma fólk á samfélagsmiðlum. Ég held að fyrsta skrefið sé að auka trúverðugleika þessara stofnana.“ Fréttastofa náði ekki tali af Helga Magnúsi við vinnslu fréttarinnar. Þá hefur Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari ekki viljað tjá sig um málið. Hinsegin Dómstólar Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. 26. júlí 2022 10:58 Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Helgi Magnús deildi í síðustu viku viðtali Stöðvar 2 við lögmanninn Helga Þorsteinsson Silva, sem sagði stjórnvöld hafa véfengt kynhneigð skjólstæðings síns og hafnað honum hæli, á Facebook. Héraðsdómur sneri við ákvörðun Útlendingastofnunar þar sem talið var sannað að maðurinn væri samkynhneigður. Helgi Magnús skrifaði við deilinguna að auðvitað ljúgi hælisleitendur til um kynhneigð sína. Þá spurði hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Í kjölfarið fordæmdu Samtökin '78 ummæli Helga og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði þau slá sig illa. Ummæli hans eru nú til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. Þá hafa Samtökin '78 kært ummælin til lögrelgu, sem þau telja falla undir hatursorðræðu. „Þetta er í rauninni mjög alvarlegt og ef maður myndi bara skipta út orðinu hommar út fyrir litað fólk eða fólk af asískum uppruna þá held ég að myndi blasa við fleirum hvað það er alvarlegt sem maðurinn er að segja,“ segir Baldur. „Það má alveg segja að, að sjálfsögðu er öllum frjálst að hafa þá skoðun sem þeir hafa en embættin setja mönnum ákveðnar skorður og að mínu mati þá rýrir þetta verulega traust á embætti ríkissaksóknara þegar vararíkissaksóknari lætur svona ummæli frá sér fara.“ Áratugur af ummælum sem rýri traust almennings Hann segir þessi nýjustu ummæli Helga Magnúsar ekki þau einu sem rýrt hafi traust almennings á embættinu. Helgi hafi byrjað að láta vafasöm ummæli falla á opinberum vettvangi fyrir rúmum áratug. Vísar hann þar til meintra ummæla Helga Magnúsar um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur árið 2011, sem var þá saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Á Helgi Magnús að hafa sagt við starfsmenn deildarinnar að Alda Hrönn væri „kerlingar tussa.“ Þá var Helgi Magnús harðlega gagnrýndur í fyrra, bæði af almenningi, baráttuhópum og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þáverandi dómsmálaráðherra þegar hann líkaði við og deildi Facebook-færslu hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar, þar sem hann birti meðal annars lögregluskýrslur konu, sem hafði kært þjóðþekktan mann fyrir ofbeldi. „Ég vil ekki einskorða þetta við þessi síðustu ummæli um homma og þá sem leita hér hælis heldur ummæli síðustu tíu ára sem varða þungunarrof kvenna og fleira í þeim dúr sem hlýtur að vekja upp spurningar hvort fólk fái réttláta málsmeðferð hjá embættinu,“ segir Baldur. „Auðvitað geta komið upp svona mál hjá mikilvægum opinberum stofnunum en þá finnst mér líka skylda stofnunarinnar sem og þeirra ráðherra sem ber endanlega ábyrgð á stofnunum að ganga fram fyrir skjöldu og upplýsa almenning um hvernig tekið er á svona alvarlegum málum.“ Spyr hvort þeir sem hafi sætt árásum Helga fái réttláta málsmeðferð Eðlilegt sé að fólk setji spurningarmerki við að menn, sem gegni svo ábyrgðarmikilli stöðu í samfélaginu, tjái sig með þessum hætti. „Við erum að tala um ákæruvaldið, eina valdamestu stofnun landsins, sem falið hefur verið eitt mesta ábyrgðarhlutverk sem hægt er að fela í landinu: Leyfi ríkisins til að ákæra fólk. Maður veltir líka fyrir sér hvort sé ekki skylda embættisins að upplýsa almenning um stöðu mála innan veggja embættisins,“ segir Baldur. „Ég held að hlaupi mjög illu blóði í fólk að vera ekki upplýst um gang mála. Ég skil að það sé kannski ekki hægt að ræða öll starfsmannamál með beinum hætti en starfið sem maðurinn gegnir er þess eðlis að almenningur hlýtur að eiga skýlausa kröfu að vita hvernig er höndlað með svona ummæli innan veggja stofnunarinnar.“ Framganga vararíkissaksóknara vekji eðlilega upp þá spurningu hvort þeir sem hafi orðið fyrir árasum og áreiti hans fái réttláta málsmeðferð hjá stofnuninni. „Margir í þessum stóra hópi, þá er ég líka að tala um konur í samfélaginu ekki bara minnihlutahópa, hljóta að spyrja sig þessarar spurningar og eru í vafa um þetta. Það gengur ekki að mínu mati.“ Aðrar reglur gildi um fólk innan dómskerfisins Hið opinbera hljóti að geta fundið leið til að upplýsa almenning um hvernig tekið sé á málinu án þess að skerða rétti starfsmannsins, sem í þessu tilviki sé vararíkissaksóknari. Ekki megi gleyma að opinberar stofnanir og ráðherra hafi skyldum að gegna gagnvart almenningi. „Ég tala nú ekki um stofnun eins og ríkissaksóknaraembættið, sem falið hefur verið eitt áhrifamesta og mikilvægasta vald sem getur í samfélaginu. Þetta er ekki hvaða embættismaður sem er og þetta er ekki hvaða ríkisstofnun sem er,“ segir Baldur. „Það gilda öðruvísi viðmið fyrir embætti eins og ríkissaksóknara og dómara. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá eru sérstakar siðareglur sem gilda um þessa aðila og það er ekki hægt að sjá hvernig þetta framferði vararíkissaksóknara, í heilan áratug, samræmist þessum siðareglum.“ Finni stofnunin og ráðherra ekki leið til að upplýsa almenning um feril mála rýri það traust almennings á stofnunum. „Það er það sem mér finnst háalvarlegt í þessu m áli. Þetta er týpískt dæmi um það hvernig hægt er að graf undan tiltrú almennings á hinu opinbera, á ákæruvaldinu, á dómstólum, á hinu vestræna lýðræðisfyrirkomulagi, sem hefur verið mjög góð sátt um allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar,“ segir Baldur en hann skrifaði um málið á Facebook-síðu sinni í gær. Fólk leiti annarra leiða til að finna réttlæti Þegar ekki sé tekið á málum sem þessum rýri það ekki bara traust almennings á stofnuninni sem eigi aðild að máli heldur á öllu kerfinu. „Til dæmis í tilfelli MeToo hreyfingarinnar, sem að mörgu leyti treystir ekki ákæruvaldinu, treystir ekki dómstólum og vill fara aðrar leiðir til að leita réttar síns heldur en hinar hefðbundnu leiðir, sem hingað til hafa verið taldar góðar og gildar. Þá lendum við í ákveðinni blindgötu: Að vera hætt að hafa trú á þessum stofnunum. Það er það sem er í raun svo alvarlegt,“ segir Baldur. „Að mínu mati hefur það leitt til þess að það eru ákveðnir hópar í samfélaginu sem ekki bera lengur traust til ríkissaksóknaraembættisins og dómstóla þegar kemur að kynferðisbrotum. Og þessir hópar, í réttu eða röngu, leita annarra leiða til að leita réttlætis. Meðal annars með því að opinbera um gjörðir tiltekinna einstaklinga á samfélagsmiðlum.“ Gefi týpum eins og Trump tækifæri til að grafa undan kerfum Það hafi haft miklar afleiðingar, sem séu mjög umdeildar í samfélaginu. „Þetta er í rauninni mjög mikil breyting frá því sem áður var þegar menn höfðu trú á þeim ríkisstofnunum sem voru til staðar og höfðu trú á að menn gætu leitað réttar síns hjá ákæruvaldinu og dómstólum en margir eru að missa þessa trú. Þess vegna er svo mikilvægt að taka á svona málum.“ Framkoma sem þessi hafi haft miklar afleiðingar fyrir samfélög erlendis. „Þetta gefur mönnum eins og Donald Trump tækifæri til að ráðast á opinberar stofnanir, sem eru að reyna að standa sig í stykkinu,“ segir Baldur. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að þessar stofnanir sem gegna þessum mikilvægu ábyrgðarhluverkum, að ákæra fólk og dæma fólk, að þær njóti áfram trúverðugleika og við förum ekki út í það að dæma fólk á samfélagsmiðlum. Ég held að fyrsta skrefið sé að auka trúverðugleika þessara stofnana.“ Fréttastofa náði ekki tali af Helga Magnúsi við vinnslu fréttarinnar. Þá hefur Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari ekki viljað tjá sig um málið.
Hinsegin Dómstólar Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. 26. júlí 2022 10:58 Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Kæra Samtakanna '78: Ummæli Helga séu rógburður eða smánun og teljist því til hatursorðræðu Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara til lögreglu vegna ummæla sem hann lét falla um hinsegin hælisleitendur á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Samtökin segja ummælin rógburð eða smánun og falli þau því undir lög um hatursorðræðu. 26. júlí 2022 10:58
Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. 24. júlí 2022 09:08
Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49