Bölvaði skotinu sínu en fór holu í höggi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júlí 2022 17:45 Mark Hubbard bjóst alls ekki við því að upphafshögg hans á 11. holu á Rocket Mortgage Classic mótinu myndi enda í holunni. Sean M. Haffey/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Mark Hubbard lék fyrsta hring á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi á fjórum höggum undir pari í gær. Hann situr í 21. sæti mótsins eftir fyrsta daginn, en það er ekki sýst holu í höggi á 11. holu að þakka að Hubbard kláraði hringinn á góðu skori. Þeir sem spila golf vita það að það er ekki sjálfgefið að fara holu í höggi. Flestir áhugakylfingar fara í gegnum allan sinn golfferil án þess að setja kúluna í holuna í aðeins einu höggi, en þeir sem það gera eru hins vegar yfirleitt gríðarlega spenntir þegar þeir slá kúlunni af teignum. Fólk finnur það að höggið var gott og við tekur spennan sem fylgir því að fylgjast með flugi kúlunnar. Sömu sögur er hins vegar ekki að segja af Mark Hubbard. Þvert á móti þá þótti Hubbard höggið sitt alls ekki gott og um leið kúlan var farin af stað sleppti hann kylfunni sinni og bölvaði skotinu. Þrátt fyrir svekkelsi Hubbards lenti kúlan á flötinni á 11. holu og rúllaði þaðan snyrtilega ofan í holuna. Hubbard ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum og virtist hálf vandræðalegur þegar ljóst var að kúlan hafði endað í holunni. I hate itI hate itI hate itI LOVE IT@HomelessHubbs drops it in for an ace 🎯 pic.twitter.com/Hu1dCFnEPP— PGA TOUR (@PGATOUR) July 28, 2022 Rocket Mortgage Classic mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá öðrum degi mótsins hefst klukkan 19:00 í kvöld. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þeir sem spila golf vita það að það er ekki sjálfgefið að fara holu í höggi. Flestir áhugakylfingar fara í gegnum allan sinn golfferil án þess að setja kúluna í holuna í aðeins einu höggi, en þeir sem það gera eru hins vegar yfirleitt gríðarlega spenntir þegar þeir slá kúlunni af teignum. Fólk finnur það að höggið var gott og við tekur spennan sem fylgir því að fylgjast með flugi kúlunnar. Sömu sögur er hins vegar ekki að segja af Mark Hubbard. Þvert á móti þá þótti Hubbard höggið sitt alls ekki gott og um leið kúlan var farin af stað sleppti hann kylfunni sinni og bölvaði skotinu. Þrátt fyrir svekkelsi Hubbards lenti kúlan á flötinni á 11. holu og rúllaði þaðan snyrtilega ofan í holuna. Hubbard ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum og virtist hálf vandræðalegur þegar ljóst var að kúlan hafði endað í holunni. I hate itI hate itI hate itI LOVE IT@HomelessHubbs drops it in for an ace 🎯 pic.twitter.com/Hu1dCFnEPP— PGA TOUR (@PGATOUR) July 28, 2022 Rocket Mortgage Classic mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá öðrum degi mótsins hefst klukkan 19:00 í kvöld. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira