Grindvíkingar séu tilbúnir Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. júlí 2022 22:56 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir bæjarbúa tilbúna með allar viðbragðsáætlanir. Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir áhrif núverandi skjálfta ekki jafn mikil og á síðasta ári. „Þetta er allt öðruvísi, þetta er miklu minna. Þetta er líka lengra frá okkur,“ sagði Hjálmar um skjálftana í samtali við Stöð 2. „Við finnum fyrir þessu en ég get alveg trúað því að höfuðborgarbúar finni einnig fyrir þessu, þetta er komið það innarlega á skagann.“ Grindvíkingar séu tilbúnir Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru skjálftar dagsins í dag að mælast grynnri en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingar segja það vera merki um að kvika sé að leita upp á við. Grindvíkingar eru tilbúnir. „Við erum með allar viðbragðsáætlanir varðandi rýmingu og allt slíkt. Þetta er allt saman á borðinu og allt tilbúið,“ segir Hjálmar. „Nú er bara að sjá hvað gerist. Ef það fer að gjósa er það vonandi á þessum stað. Þá er bara að fara í handbókina,“ segir Hjálmar sem segir að Grindvíkingar séu tilbúnir með allt sitt. Þá segir hann að löggæsla sé á staðnum og að björgunarsveitin verði tilbúin. En þó Grindvíkingar séu öllu vanir sé góð vísa aldrei of oft kveðin og bendir Hjálmar fólki sem er á svæðinu að fara varlega ef það eru jarðskjálftar, að vera ekki undir fjallshlíðum þar sem grjót geti farið að rúlla. Skjálftarnir ekki jafn slæmir og fyrir ári síðan Þeir Grindvíkingar sem Fréttastofa ræddi við segjast ekki finna jafn mikið fyrir skjálftunum nú og þeir gerðu áður en gaus í mars á síðasta ári. Þrátt fyrir það séu skjálftarnir ekkert sérstaklega þægilegir. „Þetta var verra fyrir gosið,“ sagði Birgitta Sigurðardóttir, íbúi í Grindavík þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hún sagði skjálftana ekki vera þægilega en hún missti ekki svefn vegna þeirra. Birgtta Sigurðardóttir segist ekki missa svefn yfir skjálftunum þó þeir séu ekki þægilegir.Skjáskot „Aðeins, en það er ekkert til að hræðast,“ sagði Reynir Sigfússon, íbúi Grindavíkur, aðspurður hvort hann hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hann sagðist hins vegar hafa meiri áhyggjur af því að það færi að gjósa fyrst kvikan væri byrjuð að leita upp á við. Þá sagði Guðbjörg Gísladóttir, sem er aðfluttur Grindvíkingur, að skjálftarnir væru ekki þægilegir en að þeir sem hafi búið lengst í Grindavík segðu þetta venjast. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. 31. júlí 2022 22:41 Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir áhrif núverandi skjálfta ekki jafn mikil og á síðasta ári. „Þetta er allt öðruvísi, þetta er miklu minna. Þetta er líka lengra frá okkur,“ sagði Hjálmar um skjálftana í samtali við Stöð 2. „Við finnum fyrir þessu en ég get alveg trúað því að höfuðborgarbúar finni einnig fyrir þessu, þetta er komið það innarlega á skagann.“ Grindvíkingar séu tilbúnir Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru skjálftar dagsins í dag að mælast grynnri en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingar segja það vera merki um að kvika sé að leita upp á við. Grindvíkingar eru tilbúnir. „Við erum með allar viðbragðsáætlanir varðandi rýmingu og allt slíkt. Þetta er allt saman á borðinu og allt tilbúið,“ segir Hjálmar. „Nú er bara að sjá hvað gerist. Ef það fer að gjósa er það vonandi á þessum stað. Þá er bara að fara í handbókina,“ segir Hjálmar sem segir að Grindvíkingar séu tilbúnir með allt sitt. Þá segir hann að löggæsla sé á staðnum og að björgunarsveitin verði tilbúin. En þó Grindvíkingar séu öllu vanir sé góð vísa aldrei of oft kveðin og bendir Hjálmar fólki sem er á svæðinu að fara varlega ef það eru jarðskjálftar, að vera ekki undir fjallshlíðum þar sem grjót geti farið að rúlla. Skjálftarnir ekki jafn slæmir og fyrir ári síðan Þeir Grindvíkingar sem Fréttastofa ræddi við segjast ekki finna jafn mikið fyrir skjálftunum nú og þeir gerðu áður en gaus í mars á síðasta ári. Þrátt fyrir það séu skjálftarnir ekkert sérstaklega þægilegir. „Þetta var verra fyrir gosið,“ sagði Birgitta Sigurðardóttir, íbúi í Grindavík þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hún sagði skjálftana ekki vera þægilega en hún missti ekki svefn vegna þeirra. Birgtta Sigurðardóttir segist ekki missa svefn yfir skjálftunum þó þeir séu ekki þægilegir.Skjáskot „Aðeins, en það er ekkert til að hræðast,“ sagði Reynir Sigfússon, íbúi Grindavíkur, aðspurður hvort hann hafi fundið mikið fyrir skjálftahrinunni upp á síðkastið. Hann sagðist hins vegar hafa meiri áhyggjur af því að það færi að gjósa fyrst kvikan væri byrjuð að leita upp á við. Þá sagði Guðbjörg Gísladóttir, sem er aðfluttur Grindvíkingur, að skjálftarnir væru ekki þægilegir en að þeir sem hafi búið lengst í Grindavík segðu þetta venjast.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. 31. júlí 2022 22:41 Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kaldavatnslaust í Grindavík eftir stóra skjálftann Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grindavík fór í sundur við Svartsengi eftir stóra skjálftann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykjanesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina. 31. júlí 2022 22:41
Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar stór skjálfti sem var 4,3 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. 31. júlí 2022 18:31
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22