Átján ára heimastrákur vann Einvígið á Nesinu Hjörtur Leó Guðjónsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 1. ágúst 2022 19:16 Bjarni Þór Lúðvíksson bar sigur úr býtum á góðgerðarmótinu Einvígið á Nesinu. Með Bjarna Þór á myndinni eru faðir hans Lúðvík Bergvinsson og amma hans Vilborg Bjarnadóttir. Páll Sævar Guðjónsson Bjarni Þór Lúðvíksson hélt upp á átján ára afmælið sitt fyrir nokkrum dögum og fylgdi því eftir með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag en þetta góðgerðamót fer alltaf fram á Frídegi Verslunarmanna. Bjarni Þór er líka nýkrýndur klúbbmeistari Nesklúbbsins og var því að keppa á heimavelli sínum í dag. Bjarni er fyrsti heimamaðurinn til að vinna síðan Oddur Óli Jónasson náði því árið 2016 en þar á undan vann Nökkvi Gunnarsson líka á heimavelli árið 2011. Bjarni hafði betur í úrslitum á móti Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG. Aron Snær Júlíusson úr GKG, sem vann þetta mót árið 2015, varð þriðji og fjórða varð nýkrýndi Evrópumeistari unglinga, Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR. Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, var að fara fram í 26. sinn en mótið sem haldið er í samstarfi við STEFNI hf., fer fram á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 1. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nesklúbbnum. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu stuðningsfélagsins Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu. Lokastaðan 1. sæti: Bjarni Þór Lúðvíksson 2. sæti: Gunnlaugur Árni Sveinsson 3. sæti:Aron Snær Júlíusson 4. sæti: Perla Sól Sigurbrandsdóttir 5. sæti: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 6. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir 7. sæti: Hlynur Bergsson 8. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson 9. sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir 10. sæti: Magnús Lárusson Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bjarni Þór er líka nýkrýndur klúbbmeistari Nesklúbbsins og var því að keppa á heimavelli sínum í dag. Bjarni er fyrsti heimamaðurinn til að vinna síðan Oddur Óli Jónasson náði því árið 2016 en þar á undan vann Nökkvi Gunnarsson líka á heimavelli árið 2011. Bjarni hafði betur í úrslitum á móti Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG. Aron Snær Júlíusson úr GKG, sem vann þetta mót árið 2015, varð þriðji og fjórða varð nýkrýndi Evrópumeistari unglinga, Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR. Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, var að fara fram í 26. sinn en mótið sem haldið er í samstarfi við STEFNI hf., fer fram á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 1. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nesklúbbnum. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu stuðningsfélagsins Einstök börn. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu. Lokastaðan 1. sæti: Bjarni Þór Lúðvíksson 2. sæti: Gunnlaugur Árni Sveinsson 3. sæti:Aron Snær Júlíusson 4. sæti: Perla Sól Sigurbrandsdóttir 5. sæti: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 6. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir 7. sæti: Hlynur Bergsson 8. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson 9. sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir 10. sæti: Magnús Lárusson
Lokastaðan 1. sæti: Bjarni Þór Lúðvíksson 2. sæti: Gunnlaugur Árni Sveinsson 3. sæti:Aron Snær Júlíusson 4. sæti: Perla Sól Sigurbrandsdóttir 5. sæti: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 6. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir 7. sæti: Hlynur Bergsson 8. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson 9. sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir 10. sæti: Magnús Lárusson
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira