Starfsmaður Barcelona sagður hafa reynt að múta fulltrúa UEFA Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2022 16:31 Barcelona hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu mánuði. vísir/Getty Starfsmaður hjá Barcelona á Spáni er sagður hafa reynt að múta fulltrúa hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, til að reka á eftir rannsóknum á fjárhagsstarfsemi Manchester City og Paris Saint-Germain. Nýlega útkomin bók Simons Kuper um spænska stórveldið Barcelona hefur vakið töluverða athygli. Kuper er blaðamaður á Financial Times og gaf bókina út í sumar. Hún ber heitið „Barca: Ris og fall félagsins sem byggði nútímafótbolta“ og hefur hlotið verðlaun sem besta bók í flokki fótboltabóka á árinu. Miðillinn The Athletic vísar í bókina í langri grein sinni sem unnin er upp úr rannsóknarvinnu miðilsins á katalónska liðinu sem hefur verið mikið milli tannana á fólki vegna fjárglæfrastarfsemi. Barcelona var komið í fjárhagslegt öngstræti þegar starfsmaður félagsins átti fund með fulltrúa UEFA í febrúar 2020. Greint er frá því að Börsungurinn hafi kvartað við fulltrúann yfir slaka sem sambandið veitti félögunum Paris Saint-Germain og Manchester City þegar kæmi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). Bæði félög hafa löngum verið sökuð um að sveigja hjá reglunum, en þau eru að stóru leyti fjármögnuð af aðilum eða sjóðum sem tengdir eru ríkjum; Katar annars vegar og Sameinuðu arabísku furstadæmin hins vegar. Umhverfið sem UEFA skapaði með slakanum gerði Börsungum erfitt fyrir, samkvæmt starfsmanni félagsins, þar sem félagið ætti erfitt með að keppa við PSG og Manchester City vegna þess gríðarlega auðs sem lægi að baki félögunum tveimur. Í bók Kupers segir: „Á endanum spurði starfsmaður Barca: 'Er einhver í FFP deildinni ykkar sem við gætum borgað?'. UEFA fulltrúinn skildi þessa spurningu sem svo að kollegi hans væri að leita að einhverjum til að múta“. Blaðamaður The Athletic hafði samband við UEFA vegna málsins. Sambandið sendi svar sem var á þá leið að það hefði enga vitund um slíkan fund eða fyrirspurn. Barcelona hefur þá ekki svarað fyrirspurn um málið. Spænski boltinn Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Sjá meira
Nýlega útkomin bók Simons Kuper um spænska stórveldið Barcelona hefur vakið töluverða athygli. Kuper er blaðamaður á Financial Times og gaf bókina út í sumar. Hún ber heitið „Barca: Ris og fall félagsins sem byggði nútímafótbolta“ og hefur hlotið verðlaun sem besta bók í flokki fótboltabóka á árinu. Miðillinn The Athletic vísar í bókina í langri grein sinni sem unnin er upp úr rannsóknarvinnu miðilsins á katalónska liðinu sem hefur verið mikið milli tannana á fólki vegna fjárglæfrastarfsemi. Barcelona var komið í fjárhagslegt öngstræti þegar starfsmaður félagsins átti fund með fulltrúa UEFA í febrúar 2020. Greint er frá því að Börsungurinn hafi kvartað við fulltrúann yfir slaka sem sambandið veitti félögunum Paris Saint-Germain og Manchester City þegar kæmi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). Bæði félög hafa löngum verið sökuð um að sveigja hjá reglunum, en þau eru að stóru leyti fjármögnuð af aðilum eða sjóðum sem tengdir eru ríkjum; Katar annars vegar og Sameinuðu arabísku furstadæmin hins vegar. Umhverfið sem UEFA skapaði með slakanum gerði Börsungum erfitt fyrir, samkvæmt starfsmanni félagsins, þar sem félagið ætti erfitt með að keppa við PSG og Manchester City vegna þess gríðarlega auðs sem lægi að baki félögunum tveimur. Í bók Kupers segir: „Á endanum spurði starfsmaður Barca: 'Er einhver í FFP deildinni ykkar sem við gætum borgað?'. UEFA fulltrúinn skildi þessa spurningu sem svo að kollegi hans væri að leita að einhverjum til að múta“. Blaðamaður The Athletic hafði samband við UEFA vegna málsins. Sambandið sendi svar sem var á þá leið að það hefði enga vitund um slíkan fund eða fyrirspurn. Barcelona hefur þá ekki svarað fyrirspurn um málið.
Spænski boltinn Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Sjá meira