Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis (Skotreyn) í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes.
Þá sagði einnig í úrskurðu nefndarinnar að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, m.a. vegna hávaðamengunar.“
Í Morgunblaði dagsins segir að vegna þess hafi verið ráðist í ýmsar mælingar á svæðinu, til að mynda hljóðmælingar. Niðurstöður mælinga hafi sýnt að röskun af starfsemi Skotreyn væri „langt undir öllum viðmiðunarmörkum,“ og því hafi leyfið verið gefið út á ný.