OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2022 14:46 Ópíóðufaraldur virðist hafa gripið um sig hér á landi, framboð eykst og enn er miklu magni ávísað á sjúklinga. Vísir/Vilhelm Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs, segir að stöðug aukning hafi verið á hlutfalli þeirra sjúklinga inni á Vogi sem nota ópíóíða síðustu ár. Á síðustu þremur árum hefur hlutfall sjúklinga sem nota ópíóíða farið úr 22,5 prósentum í 27,3 prósent. Á árinu 2011 var þetta sama hlutfall 10,3 prósent. Línurit sem sýnir hlutfall sjúklinga á Vogi sem nota ópíóíða.SÁÁ Greint var frá því í Kompás í byrjun þessa árs að um 3500 manns séu nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug og er það sjöföldun á tíu ára tímabili. Fyrir skömmu ákærði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt inn mikið magn af OxyContin. Er það aðeins brot af því sem lögreglan hefur haldlagt á síðustu misserum en greinileg aukning hefur orðið á innflutningi lyfsins. Úr verðkönnun SÁÁ, þar sem verð á ýmsum fíkniefnum eru könnuð ár frá ári, hefur til að mynda ekki orðið nein merkjanleg hækkun á verði OxyContin síðustu 5 ár. Bendir það til þess að framboðið sé tiltölulega stöðugt og hafi aukist síðustu ár. Sjá einnig: Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki Sjá einnig: Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins Þá hefur mikil aukning orðið á ávísunum OxyContin lyfsins, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Ragnheiður Hulda segir heilmargt búið að gera til að draga úr ávísunum. „Það er auðvitað fullt af fólki sem þarf á þessum lyfjum að halda, svo er alveg vitað að fólk selur þau lyf sem það þarf ekki á að halda. Ég veit að Lyfjastofnun og embætti Landlæknis hafa verið í ýmsum aðgerðum til að draga úr þessu.“ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs Hún segist sjá stöðuga fjölgun á þeim sem fá lyfjameðferð inni á Vogi vegna ópíóíða. „Aðgengi að meðferð er það sem skiptir mestu máli. Það er bæði takmörkun á aðgengi að lyfjunum, þannig að það sé einungis ávísað þegar það er brýn nauðsyn. Svo skiptir máli að það sé hugað að því hvernig trappað verði niður og úr lyfjanotkuninni þegar þessu er ávísað.“ Hún bætir við að þörf sé fyrir meira framlagi frá Sjúkratryggingum Íslands til þess að sinna öllum þeim sem þurfa meðferð við ópíóíðafíkn. Núgildandi samningur dugir fyrir 90 sjúklinga að jafnaði. Fjöldi einstaklinga sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á hverju ári frá 2014.SÁÁ Fíkniefnabrot Meðferðarheimili Lyf Fíkn SÁÁ Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs, segir að stöðug aukning hafi verið á hlutfalli þeirra sjúklinga inni á Vogi sem nota ópíóíða síðustu ár. Á síðustu þremur árum hefur hlutfall sjúklinga sem nota ópíóíða farið úr 22,5 prósentum í 27,3 prósent. Á árinu 2011 var þetta sama hlutfall 10,3 prósent. Línurit sem sýnir hlutfall sjúklinga á Vogi sem nota ópíóíða.SÁÁ Greint var frá því í Kompás í byrjun þessa árs að um 3500 manns séu nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug og er það sjöföldun á tíu ára tímabili. Fyrir skömmu ákærði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa flutt inn mikið magn af OxyContin. Er það aðeins brot af því sem lögreglan hefur haldlagt á síðustu misserum en greinileg aukning hefur orðið á innflutningi lyfsins. Úr verðkönnun SÁÁ, þar sem verð á ýmsum fíkniefnum eru könnuð ár frá ári, hefur til að mynda ekki orðið nein merkjanleg hækkun á verði OxyContin síðustu 5 ár. Bendir það til þess að framboðið sé tiltölulega stöðugt og hafi aukist síðustu ár. Sjá einnig: Gripinn með tvö þúsund töflur af Oxycontin en finnst ekki Sjá einnig: Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins Þá hefur mikil aukning orðið á ávísunum OxyContin lyfsins, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Ragnheiður Hulda segir heilmargt búið að gera til að draga úr ávísunum. „Það er auðvitað fullt af fólki sem þarf á þessum lyfjum að halda, svo er alveg vitað að fólk selur þau lyf sem það þarf ekki á að halda. Ég veit að Lyfjastofnun og embætti Landlæknis hafa verið í ýmsum aðgerðum til að draga úr þessu.“ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, gæðastýra og aðstoðarmaður forstjóra Vogs Hún segist sjá stöðuga fjölgun á þeim sem fá lyfjameðferð inni á Vogi vegna ópíóíða. „Aðgengi að meðferð er það sem skiptir mestu máli. Það er bæði takmörkun á aðgengi að lyfjunum, þannig að það sé einungis ávísað þegar það er brýn nauðsyn. Svo skiptir máli að það sé hugað að því hvernig trappað verði niður og úr lyfjanotkuninni þegar þessu er ávísað.“ Hún bætir við að þörf sé fyrir meira framlagi frá Sjúkratryggingum Íslands til þess að sinna öllum þeim sem þurfa meðferð við ópíóíðafíkn. Núgildandi samningur dugir fyrir 90 sjúklinga að jafnaði. Fjöldi einstaklinga sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á hverju ári frá 2014.SÁÁ
Fíkniefnabrot Meðferðarheimili Lyf Fíkn SÁÁ Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira