Ólafía nálgast Perlu | Spennandi lokadagur fram undan Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 19:46 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Mynd/[email protected] Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórgóðan hring á þriðja degi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum í dag. Lengi vel var útlit fyrir að hún tæki forystu en hún er aðeins höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól Sigurbrandsdóttur sem hefur leitt mótið frá fyrsta degi. Perla Sól hefur leitt frá því að fyrsta hring lauk á fimmtudagskvöldið. Hún var með þriggja högga forystu fyrir daginn en hún fór fyrstu tvo hringina á pari. Hún gerði höggi betur í dag er hún lék hringinn á höggi undir pari og er það því hennar skor eftir þrjá hringi. Perla Sól fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum en lék aðrar holur á pari. Ólafía Þórunn er einu höggi á eftir Perlu, á pari, eftir hring dagsins. Ólafía fékk fimm fugla á fyrstu 13 holum dagsins en skollar á 16. og 17. braut þýða að hringurinn var á þremur undir parinu. Íslandsmeistari áranna 2018 til 2020, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, fór hring dagsins á tveimur yfir pari og er hún þriðja á níu yfir pari vallar í heildina. Ljóst er því að Perla Sól og Ólafía Þórunn munu bítast um Íslandsmeistaratitilinn á lokadeginum á morgun. Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari síðasta árs, lék kvenna best á vellinum í dag. Hún fór hringinn á fimm höggum undir pari, sem er nýtt vallarmet af bláum teigum. Strembnir fyrstu tveir dagar á mótinu þýða að hún er í sjöunda sæti á 13 yfir pari eftir þrjá hringi. Íslandsmótið í golfi Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Perla Sól hefur leitt frá því að fyrsta hring lauk á fimmtudagskvöldið. Hún var með þriggja högga forystu fyrir daginn en hún fór fyrstu tvo hringina á pari. Hún gerði höggi betur í dag er hún lék hringinn á höggi undir pari og er það því hennar skor eftir þrjá hringi. Perla Sól fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum en lék aðrar holur á pari. Ólafía Þórunn er einu höggi á eftir Perlu, á pari, eftir hring dagsins. Ólafía fékk fimm fugla á fyrstu 13 holum dagsins en skollar á 16. og 17. braut þýða að hringurinn var á þremur undir parinu. Íslandsmeistari áranna 2018 til 2020, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, fór hring dagsins á tveimur yfir pari og er hún þriðja á níu yfir pari vallar í heildina. Ljóst er því að Perla Sól og Ólafía Þórunn munu bítast um Íslandsmeistaratitilinn á lokadeginum á morgun. Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari síðasta árs, lék kvenna best á vellinum í dag. Hún fór hringinn á fimm höggum undir pari, sem er nýtt vallarmet af bláum teigum. Strembnir fyrstu tveir dagar á mótinu þýða að hún er í sjöunda sæti á 13 yfir pari eftir þrjá hringi.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira