Morgunblaðið hefur eftir Hafsteini Halldórssyni, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, að slökkviliðsmönnum hafi tekist að koma hestunum út úr húsinu og að þeir virðist í góðu ásigkomulagi.
Að hans sögn hefur slökkvistarf gengið vel í morgun, nú sé verið að rífa húsið niður, athuga hvort eldur leynist í rústunum og slökkva glæður.
„Við erum farin að sjá fyrir endann á þessu,“ hefur Morgunblaðið eftir Hafsteini.
Slökkvistarfi er lokið og slökkviliðið er klárt í næsta útkall, að því er segir í færslu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook.
Fréttin hefur verið uppfærð.