Segir árásina stórskaðlega og krefst aðgangs að svæðinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2022 10:25 Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia EPA Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir loftárásina sem gerð var á kjarnorkuver í Zaporizhzhia vera stórskaðlega og kallar eftir því að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að kjarnorkuverinu. Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa staðið að loftárásinni á kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. „Hver einasta loftárás á kjarnorkuver er stórskaðleg árás (e. suicidal thing),“ sagði Guterres við fjölmiðlamenn í Japan í dag, tveimur dögum eftir minningarathöfn í Hiroshima þar sem minnst var þess að 77 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað. Guterres gerir nú kröfu um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin fái aðgang að kjarnorkuverinu til þess að rannsaka árásina og afleiðingar hennar. „Við styðjum sambandið í öllum þeirra leiðum til að koma á jafnvægi í kjarnorkuverinu,“ sagði Guterres en stofnunin hefur gefið það út að nú sé raunveruleg hætta á skelfilegum afleiðingum í kjarnorkuverinu. Úkraínumenn lýstu því yfir að einn starfsmaður kjarnorkuversins sé illa slasaður og að þrír geislunarskynjarar hafi skemmst eftir framlengdar sprengjuárásir á laugardag. Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að koma á „kjarnorku-ógnarástandi“ sem greiði leið fyrir enn frekari refsiaðgerðir í garð Rússa, í þetta sinn aðgerðir sem beinist að kjarorkugeira Moskvu. „Engri þjóð myndi líða öruggri á meðan hryðjuverkamenn skjóta flugskeytum á kjarnorkuver" sagði Selenskí í sjónvarpsávarpi. Rússar náðu kjarnorkuverinu á sitt vald í upphafi marsmánaðar á þessu ári en verinu er enn stjórnað af úkraínskum tæknimönnum. Rússnesk yfirvöld hafa aftur á móti sakað Úkraínumenn um að hafa staðið að árásinni og sagt þá hafa skotið allmörgum flugskeytum að svæðinu og valdið miklu tjóni á húsum í kring. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Úkraína Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
„Hver einasta loftárás á kjarnorkuver er stórskaðleg árás (e. suicidal thing),“ sagði Guterres við fjölmiðlamenn í Japan í dag, tveimur dögum eftir minningarathöfn í Hiroshima þar sem minnst var þess að 77 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað. Guterres gerir nú kröfu um að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin fái aðgang að kjarnorkuverinu til þess að rannsaka árásina og afleiðingar hennar. „Við styðjum sambandið í öllum þeirra leiðum til að koma á jafnvægi í kjarnorkuverinu,“ sagði Guterres en stofnunin hefur gefið það út að nú sé raunveruleg hætta á skelfilegum afleiðingum í kjarnorkuverinu. Úkraínumenn lýstu því yfir að einn starfsmaður kjarnorkuversins sé illa slasaður og að þrír geislunarskynjarar hafi skemmst eftir framlengdar sprengjuárásir á laugardag. Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að koma á „kjarnorku-ógnarástandi“ sem greiði leið fyrir enn frekari refsiaðgerðir í garð Rússa, í þetta sinn aðgerðir sem beinist að kjarorkugeira Moskvu. „Engri þjóð myndi líða öruggri á meðan hryðjuverkamenn skjóta flugskeytum á kjarnorkuver" sagði Selenskí í sjónvarpsávarpi. Rússar náðu kjarnorkuverinu á sitt vald í upphafi marsmánaðar á þessu ári en verinu er enn stjórnað af úkraínskum tæknimönnum. Rússnesk yfirvöld hafa aftur á móti sakað Úkraínumenn um að hafa staðið að árásinni og sagt þá hafa skotið allmörgum flugskeytum að svæðinu og valdið miklu tjóni á húsum í kring.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Úkraína Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira