Fréttastofa hefur heyrt að um sé að ræða sendingu af allt að sjötíu kílóum af kókaíni en sendingin á að hafa komið hingað til lands í gámi. Ekki hefur tekist að fá þetta staðfest.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði vel en fjórmenningarnir voru handteknir eftir nokkurra mánaða rannsókn. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 17. ágúst í þágu rannsóknarinnar.
Lögregla segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu en lögreglumenn frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og ríkislögreglustjóra koma að málinu.