Gætu yfirgefið Barcelona nokkrum vikum eftir komu til félagsins Atli Arason skrifar 10. ágúst 2022 20:31 Joan Laporta, forseti Barcelona, ásamt Andreas Christensen þegar Christensen var tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins í júlí. Getty Images Andreas Christensen og Franck Kessie, leikmenn Barcelona, gætu báðir verið á förum frá Katalóníu vegna fjárhagsvandræða í félagsins. Báðir leikmennirnir voru kynntir til leiks hjá Barcelona í byrjun júlí. Fyrsti leikur Barcelona á tímabilinu er næsta laugardag gegn Rayo Vallecano og takist liðinu ekki að skrá tvímenningana fyrir laugardaginn virkjast ákvæði í samningi þeirra sem gerir þeim kleift að yfirgefa félagið á frjálsri sölu samkvæmt heimildum ESPN. Christensen og Kessie eru á meðal fimm leikmanna sem Barcelona hefur fengið til liðs við sig í sumar ásamt þeim Jules Kounde, Robert Lewandowski og Raphinha. Enginn af þeim hefur enn þá verið skráður í leikmannahóp Barcelona en heimildarmenn ESPN segja að Barcelona mun leggja höfuð áherslu á að skrá Kounde, Lewandowski og Raphinha í leikmannahóp sinn vegna þess að félagið hefur nú þegar borgað rúmlega 150 fyrir þrímenningana á meðan Christensen og Kessie komu frítt til félagsins. Ef allt fer á versta veg fyrir spænska félagið þá gæti enginn af nýju leikmönnunum fengið leikheimild fyrir næsta tímabil á Spáni ásamt Sergi Roberto og Ousmane Dembele, sem báðir skrifuðu undir nýja samninga við Barcelona á dögunum. Joan Laporta, forseti Barcelona, er þó bjartsýnn að félagið nái að skrá leikmennina sjö í leikmannahóp liðsins á meðan félagið heldur áfram að selja eignir sínar á uppboði. Barcelona hefur tíma til enda ágúst að ganga frá öllum lausum endum og skrá alla leikmennina í hópinn en Christensen og Kessie eiga möguleika á að yfirgefa liðið fyrr ef þeir verða ekki skráðir í leikmannahópinn fyrir fyrsta leik tímabilsins gegn Rayo. Barcelona lauk síðasta leiktímabili á Spáni með 144 milljón evra tapi, eina liðið á Spáni sem lauk keppni í mínus. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjá meira
Fyrsti leikur Barcelona á tímabilinu er næsta laugardag gegn Rayo Vallecano og takist liðinu ekki að skrá tvímenningana fyrir laugardaginn virkjast ákvæði í samningi þeirra sem gerir þeim kleift að yfirgefa félagið á frjálsri sölu samkvæmt heimildum ESPN. Christensen og Kessie eru á meðal fimm leikmanna sem Barcelona hefur fengið til liðs við sig í sumar ásamt þeim Jules Kounde, Robert Lewandowski og Raphinha. Enginn af þeim hefur enn þá verið skráður í leikmannahóp Barcelona en heimildarmenn ESPN segja að Barcelona mun leggja höfuð áherslu á að skrá Kounde, Lewandowski og Raphinha í leikmannahóp sinn vegna þess að félagið hefur nú þegar borgað rúmlega 150 fyrir þrímenningana á meðan Christensen og Kessie komu frítt til félagsins. Ef allt fer á versta veg fyrir spænska félagið þá gæti enginn af nýju leikmönnunum fengið leikheimild fyrir næsta tímabil á Spáni ásamt Sergi Roberto og Ousmane Dembele, sem báðir skrifuðu undir nýja samninga við Barcelona á dögunum. Joan Laporta, forseti Barcelona, er þó bjartsýnn að félagið nái að skrá leikmennina sjö í leikmannahóp liðsins á meðan félagið heldur áfram að selja eignir sínar á uppboði. Barcelona hefur tíma til enda ágúst að ganga frá öllum lausum endum og skrá alla leikmennina í hópinn en Christensen og Kessie eiga möguleika á að yfirgefa liðið fyrr ef þeir verða ekki skráðir í leikmannahópinn fyrir fyrsta leik tímabilsins gegn Rayo. Barcelona lauk síðasta leiktímabili á Spáni með 144 milljón evra tapi, eina liðið á Spáni sem lauk keppni í mínus.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjá meira
Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30
Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01