Umboðsmaður vill skýringar á barnabanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2022 13:57 Eldgosið er bannað börnum yngri en tólf ára. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum vegna ákvörðunar hans um að takmarka aðgengi barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum. Þetta kemur fram á vef Umboðsmanns Alþingis þar sem vakin er athygli á bréfi sem embættið sendi til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn tók þá ákvörðun í vikunni að foreldrum með börn yngri en tólf ára yrði snúið frá leið A upp að gosstöðvunum, gosstöðvarnar eru því bannaðar börnum yngri en tólf ára. Hefur verið vísað til þess að gönguleiðin sé erfið, auk þess em að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun á svæðinu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að fá svör við og nánari skýringar á eftirfarandi atriðum: Óskað er upplýsinga um hvort og þá hvenær þessi ákvörðun lögreglustjóra hafi tekið gildi og hvort henni hafi verið markaður sérstakur gildistími. Þess er óskað að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli umrædd ákvörðun er reist og veiti jafnframt upplýsingar um það hvaða gögn, upplýsingar eða röksemdir hafi legið til grundvallar því mati lögreglustjóra að takmarka aðgengi barna yngri en 12 ára að svæðinu. Hvort og þá með hvaða hætti lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi kynnt almenningi ákvörðun sína eða hyggist gera slíkt. Hefur lögreglustjóri einnar viku frest til að svara spurningum umboðsmanns. Skiptar skoðanir Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu í vikunni. Réttindi barna Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Lögreglan Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umboðsmanns Alþingis þar sem vakin er athygli á bréfi sem embættið sendi til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn tók þá ákvörðun í vikunni að foreldrum með börn yngri en tólf ára yrði snúið frá leið A upp að gosstöðvunum, gosstöðvarnar eru því bannaðar börnum yngri en tólf ára. Hefur verið vísað til þess að gönguleiðin sé erfið, auk þess em að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun á svæðinu. Í bréfinu óskar umboðsmaður eftir því að fá svör við og nánari skýringar á eftirfarandi atriðum: Óskað er upplýsinga um hvort og þá hvenær þessi ákvörðun lögreglustjóra hafi tekið gildi og hvort henni hafi verið markaður sérstakur gildistími. Þess er óskað að lögreglustjóri skýri nánar á hvaða lagagrundvelli umrædd ákvörðun er reist og veiti jafnframt upplýsingar um það hvaða gögn, upplýsingar eða röksemdir hafi legið til grundvallar því mati lögreglustjóra að takmarka aðgengi barna yngri en 12 ára að svæðinu. Hvort og þá með hvaða hætti lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi kynnt almenningi ákvörðun sína eða hyggist gera slíkt. Hefur lögreglustjóri einnar viku frest til að svara spurningum umboðsmanns. Skiptar skoðanir Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu í vikunni.
Réttindi barna Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Lögreglan Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira